Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 93

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 93
LÆKNABLAÐIÐ 215 lyfjagjafar með endurteknum hryggstung- um og rannsókn á mænuvökva. Mathies & Wehrle (27) leggja til, að meðferð sé hald- ið áfram, þar til sjúklingur hafi verið hitalaus í 5 daga, frumufjöldi i mænu- vökva sé orðinn 30 eða lægri og sykur og eggjahvítuinnihald eðlilegt. Laake (24) telur 4—5 daga sýklalyfjameðferð nægja við mengisbólgu af völdum N.meningitidis, en 14—18 daga, þegar pneumococci er sýkingarorsökin. Mælt er með lengri lyfja- meðferð hjá börnum á fyrsta mánuði eða í 2—3 vikur. Fyrst eftir að notkun stera hófst í klin- iskri læknisfræði árið 1949 var vonazt til að þeir gætu fleytt mengisbólgusjúkling- um yfir bráðustu veikindin með því að koma í veg fyrir lost og heilabjúg, hindra samvexti heila'himna og þar af leiðandi truflun á hringrás mænuvökva. Þegar frá leið var farið að efast um gildi þeirra, sum- ir bentu jafnvel á skaðleg áhrif. Wasz- Höckert (40) komst að þeirri niðurstöðu með samanburðarrannsóknum, að árangur hvað dánartölu og sequelae snerti væri sízt betri hjá sjúklingum með mengitis purulenta, sem hefðu fengið stera. Að svipaðri niðurstöðu komust deLemos & Haggerty (7). Hvorugir taka beina afstöðu til notkunar stera hjá sjúklingum með syndrcma Waterhouse-Friderichsen og líklega er víðast hvar enn gripið til þeirra í slíkum sjúkdómstilfellum og sterameð- ferð á sér enn marga formælendur. Jensen et al (21) töldu sig sjá góðan árangur af sterameðferð í meningitis pneumococcia. Þó nauðsynlegt sé að ráða niðurlögum sýkilsins, sem mengisbólgu veldur, er ekki síður mikilvægt að koma í veg fyrir eða leiðrétta þær margvíslegu lífeðlisfræðilegu truflanir, sem sjúkdómurinn hefur í för með sér og eru líklega orsök þess, að ekki hefur miðað áfram sl. tvo áratugi eða rúm- lega það hvað dánartölu og tíðni alvarlegra fylgikvilla snertir. Fylgjast þarf með sjúkl- ingnum af árvekni, halda uppi blóðþrýst- ingi, bæta honum vökva- og blóðsaltamis- ræmi, halda niðri krömpum o. s. frv. Til að koma í veg fyrir blóðstorknun og út- breiddar æðastíflur, sem sjást tíðast í men- ingococcaemia og syndroma Waterhouse- Friderichsen, hefur á síðari árum verið reynt að gefa heparin, en árangur umdeild- ur (13). Áður hefur verið skýrt frá hvernig sýklalyfjameðferð hefur verið hagað á barnadeild Landspítalans undanfarin 15 ár og hefur hún ekki tekið umtalsverðum breytingum á því tímabili. Notuð hefur verið þriggj a-fj ögr alyf j a meðferðin, en ampicillin e-kki að neinu ráði. Chloramp- henicol hefur verið mikið notað. Samtals fengu 97 sjúklingar það lyf í 5 daga og lengur, meðaltímalengd meðferðar 11 dag- ar. Fylgzt var með blóði flestra þessara sjúklinga og komu ekki fram skaðleg áhrif á beinmerg. Aukaverkana frá öðrum lyfj- um gætti ekki heldur. Meningococci sýndu gott næmi fyrir sulfa í öllum tilfellum. Stera-lyf voru allmikið notuð, eða sam- tals hjá 35 börnum, sem virtust hvað mest veik við komu. Alloft er þess getið í sjúkra- skrám, að slík meðferð hafi valdið snögg- um umskiptum til hins betra á ástandi sjúklingsins og látin í ljós sú skoðun, að hún hafi bjargað lífi í sumum tilvikum. LOKAORÐ Þetta yfirlit er um sumt svipað erlend- um uppgjörum um meningitis bacterialis, en í slíkum samanburði skal haft í huga, að hér er einungis um börn fjallað. Þannig er dánartalan 9.1% áþekk og þó með þeim lægri, aldursdreifing svipuð, drengir fleiri en stúlkur, N.meningitidis og H.influenzae algengustu sýklarnir og hlutfall hins síð- ar nefnda vaxandi seinustu árin á um- ræddu tímabili. Ýmis atriði hafa þó nokkra sérstöðu miðað við önnur uppgjör og gefa ástæðu til umhugsunar, þó ekki leiði þau ef til vill til afgerandi ályktana, þar eð ýmsar tölur, sem byggt er á, eru lágar. 1. Tíðni sjúkdómsins virðist heldur meiri hér 1 landi en annars staðar. 2. Hlutfallslega fáir sjúklingar eru undir 1 mánaðar aldri. 3. Hlutfall drengja og stúlkna er óvenju hátt. 4. Tiltölulega fleiri stúlkur sýkjast af H. influenzae en drengir. 5. Fáir sjúklingar voru með D.pneumoniae og allt drengir. 6. Hátt hlutfall sjúklinga hafði fengið sýklalyf fyrir innlagningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.