Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 16
190
LÆKNABLAÐIÐ
eftir komu. Blóðrauði mældist þá 10.8 gr.%
og við útskrift var sökk 20 mm.
Á tólfta degi var lyfjaskammtur minnkað-
ur í 2 grömm á dag. Fór skjaldkirtill smátt
og smátt minnkandi og við útskrift var
skjaldkirtill naumast finnanlegur. Engin ein-
kenni um ofstarfsemi skjaldkirtils (hyper-
thyroidismus) komu fram i legunni.
Hún útskrifaðist einkennalaus á 1%
grammi af acetylsalicyl-sýru.
Tveimur mánuðum eftir útskrift hafði hún
enn engin einkenni um skjaldkirtilstruflun
og skjaldkirtillinn vart finnanlegur. Hún
hafði nokkru áður hætt lyfjanotkun. Blóð-
rauði mældist þá 12.8 gr.%, sökk 3 mm, T4
3 microgr.%, eggjahvítubundið joð 0.68
pmol/1. eða 8.6 microgr.%. Mótefni gegn
skjaldkirtilseggjahvitu (thyroglobulini) fund-
ust ekki en þeirra var tvívegis leitað. Joð-
upptaka þremur mánuðum eftir byrjun veik-
inda, reyndist innan eðlilegra marka, 19%
eftir 4 klst., 34% eftir 24 klst. Skannið sýndi
fremur lítinn kirtil og dreifðist joðið jafnt
um hann. Hún er enn, tæpum fjórum árum
síðar, einkennalaus.
Sjúkrasaga II
39 ára kona, lá á Landakoti síðsumars 1974,
vegna kvilla i úlnlið (carpal tunnel syn-
drome), og var viðeigandi aðgerð fram-
kvæmd. Hún hafði dofa í fingrum, sem lag-
aðist við þennan uppskurð.
Um það leyti sem hún fór af sjúkrahús-
inu varð hún vör við fyrirferðaraukningu
utan á hálsi og næstu daga eftir að hún kom
heim hafði hún hitavellu, 38.5° á kvöldin,
en fékk ekki háa hitatoppa. Hún fann fyrir
verk framanvert á hálsi, sem var staðsettur
neðarlega á hálsi og lagði út i bæði eyru.
Hún hafði óþægindi við kyngingu og fann
fyrir miklum slappleika, máttleysi, úthalds-
leysi og leið almennt mjög illa.
Við skoðun við komu á Borgarspítalann
tæpum þrem vikum síðar kom í ljós að þetta
var fölleit kona mögur og veikluleg. Húð
rök, en heit og fínn titringur á fingrum.
Sinaviðbrögð voru öll mjög lífleg og við skoð-
un á hálsi kom í ljós að skjaldkirtill var allur
stækkaður, en stækkunin þó meira áber-
andi hægra megin. Kirtillinn var allur smá-
hnökróttur og hnökrarnir grófari í vinstra
helmingi. Kirtillinn var helaumur viðkomu.
Ekki heyrðist mal við hlustun yfir kirtlinum.
Skoðun að öðru leyti eðlileg.
Rannsóknir við komu: Blóðrauði 12.2 gr.%,
sökk 103 mm, hvít blóðkorn 16400, stafir 6,
deilikjarnar 62, blákirningar 0, eitlingar 24,
stórkirningar 5. Þvagrannsókn, lifrarpróf,
kreatinin og blóðsykur allt eðlilegt. Jisiupp-
taka 1.9% eftir 4 klst., 1.03% eftir 24 klst.,
T| 16.1 microgr.%, eggjahvítubundið joð 17.6
microgr.%, Tk 86 (n. 91-109). Mótefni gegn
skjaldkirtilseggjahvítu fundust ekki. Efna-
skifti +22%. Gigtarpróf neikvæð. Hjartalínu-
rit: Hraði 88/mín. og linuritið eðlilegt.
Röntgenmynd af lungum og hjarta var eðli-
leg, röntgenmynd af barka sýndi örlítinn
þrýsting á barka vinstra megin.
Einkenni bentu til þess að konan hefði
hægbráða skjaldkirtilsbólgu og skjaldkirtils-
próf staðfestu þann grun. Hún var í upphafi
sett á acetylsalicyl-sýru, en svaraði ekki
Þeirri meðferð. Rúmri viku eftir komu var
hún sett á prednison 45 mg. á dag og við
það hurfu einkennin fljótlega og útskrifaðist
hún fimm vikum síðar á 10 mg. af prednisori
og hafði þá engin merki um bólgu í kirtlin-
um og almenn einkenni höfðu lagast mikið.
Hún fékk hvítubólgu í vinstra auga meðan
hún dvaldi hér, sem lagaðist við sterameð-
ferð.
Sökk mælt rúmum 3 vikum eftir komu
reyndist 7 mm og síðan hefur sökk ekki
hækkað. Hvít blóðkorn þann dag voru 15.900
og héldust þau hækkuð þar til í september
1975. Joðupptaka gerð mánuði eftir komu
reyndist 10% eftir 4 klst. og 34% eftir 24
klst. Kirtilsskann var þá eðlilegt. T.i var þá
3.2 mg.%.
Konan var slöpp fyrst eftir útskrift og í
janúar 1975 var reynt að lækka prednison-
skammtinn niður fyrir 10 mg., en þá bloss-
aði bólgan upp í kirtlinum og var þá nauð-
synlegt að auka skammtinn aftur í 20 mg.
Hún fór þá að fá aukaverkanir af prednisoni.
bjúgsöfnun, hjartslátt, mæði, svita og ein-
kenni, sem bentu á „hyperventilations syn-
drome".
Snemma árs 1975 fékk hún verk fyrir
brjóstið og línurit sýndi hækkun á ST-
segmenti, bæði í bakveggsleiðslum og í vinstri
framveggsieiðslum og héldust þessar breyt-
ingar í nokkrar vikur, en ekki kom fram
nein sökkhækkun og transaminasar voru eðli-
legir. Breytingar þessar bentu til bólgu í
hjartavöðva. Mæling á T.) var 5.2 microgr.%
i febrúar 1975 og eggjahvítubundið joð 4.3
microgr.%. Joðupptakan var svo endurtekin
tveim mánuðum síðar og var þá upptakan
eftir 4 klst. 6.6:%, en eftir 24 klst. 18%. Skann
sýndi þá dálítið blettótta upptöku í kirtlin-
um, án þess að hægt væri að sýna fram á
heita eða kalda hnúta. Bólgan í skjaldkirtl-
inum virtist því ekki hjaðna niður með öllu
þrátt fyrir 20 mg. af prednisoni á dag og var
því ákveðið að setja hana á L-Thyroxin og
eftir það hjaðnaði bólgan og öll eymsli hurfu
úr kirtlinum. Konan var engu að síður mjög
úthaldslaus, síþreytt, mjög máttlaus í fótum,
fékk hjartsláttarköst og af og til brjóstverk
og mikill bjúgur vildi safnast á hana.
Síðla sumars 1975 kvartaði hún um verk
í nára og i útlimum, hjartslátt, svita og var
hún þá enn lögð inn á Borgarspítalann og
prednison smám saman tekið af henni, án
þess að bólga gerði vart við sig í kirtlinum.
Hún var þá á 2 töflum af L-Thyroxini á dag
og skjaldkirtilsörvi (TSH) var þá mældur og
reyndist innan eðlilegra marka.
Síðan haustið 1975 hafa hvítu blóðkornin