Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 16
190 LÆKNABLAÐIÐ eftir komu. Blóðrauði mældist þá 10.8 gr.% og við útskrift var sökk 20 mm. Á tólfta degi var lyfjaskammtur minnkað- ur í 2 grömm á dag. Fór skjaldkirtill smátt og smátt minnkandi og við útskrift var skjaldkirtill naumast finnanlegur. Engin ein- kenni um ofstarfsemi skjaldkirtils (hyper- thyroidismus) komu fram i legunni. Hún útskrifaðist einkennalaus á 1% grammi af acetylsalicyl-sýru. Tveimur mánuðum eftir útskrift hafði hún enn engin einkenni um skjaldkirtilstruflun og skjaldkirtillinn vart finnanlegur. Hún hafði nokkru áður hætt lyfjanotkun. Blóð- rauði mældist þá 12.8 gr.%, sökk 3 mm, T4 3 microgr.%, eggjahvítubundið joð 0.68 pmol/1. eða 8.6 microgr.%. Mótefni gegn skjaldkirtilseggjahvitu (thyroglobulini) fund- ust ekki en þeirra var tvívegis leitað. Joð- upptaka þremur mánuðum eftir byrjun veik- inda, reyndist innan eðlilegra marka, 19% eftir 4 klst., 34% eftir 24 klst. Skannið sýndi fremur lítinn kirtil og dreifðist joðið jafnt um hann. Hún er enn, tæpum fjórum árum síðar, einkennalaus. Sjúkrasaga II 39 ára kona, lá á Landakoti síðsumars 1974, vegna kvilla i úlnlið (carpal tunnel syn- drome), og var viðeigandi aðgerð fram- kvæmd. Hún hafði dofa í fingrum, sem lag- aðist við þennan uppskurð. Um það leyti sem hún fór af sjúkrahús- inu varð hún vör við fyrirferðaraukningu utan á hálsi og næstu daga eftir að hún kom heim hafði hún hitavellu, 38.5° á kvöldin, en fékk ekki háa hitatoppa. Hún fann fyrir verk framanvert á hálsi, sem var staðsettur neðarlega á hálsi og lagði út i bæði eyru. Hún hafði óþægindi við kyngingu og fann fyrir miklum slappleika, máttleysi, úthalds- leysi og leið almennt mjög illa. Við skoðun við komu á Borgarspítalann tæpum þrem vikum síðar kom í ljós að þetta var fölleit kona mögur og veikluleg. Húð rök, en heit og fínn titringur á fingrum. Sinaviðbrögð voru öll mjög lífleg og við skoð- un á hálsi kom í ljós að skjaldkirtill var allur stækkaður, en stækkunin þó meira áber- andi hægra megin. Kirtillinn var allur smá- hnökróttur og hnökrarnir grófari í vinstra helmingi. Kirtillinn var helaumur viðkomu. Ekki heyrðist mal við hlustun yfir kirtlinum. Skoðun að öðru leyti eðlileg. Rannsóknir við komu: Blóðrauði 12.2 gr.%, sökk 103 mm, hvít blóðkorn 16400, stafir 6, deilikjarnar 62, blákirningar 0, eitlingar 24, stórkirningar 5. Þvagrannsókn, lifrarpróf, kreatinin og blóðsykur allt eðlilegt. Jisiupp- taka 1.9% eftir 4 klst., 1.03% eftir 24 klst., T| 16.1 microgr.%, eggjahvítubundið joð 17.6 microgr.%, Tk 86 (n. 91-109). Mótefni gegn skjaldkirtilseggjahvítu fundust ekki. Efna- skifti +22%. Gigtarpróf neikvæð. Hjartalínu- rit: Hraði 88/mín. og linuritið eðlilegt. Röntgenmynd af lungum og hjarta var eðli- leg, röntgenmynd af barka sýndi örlítinn þrýsting á barka vinstra megin. Einkenni bentu til þess að konan hefði hægbráða skjaldkirtilsbólgu og skjaldkirtils- próf staðfestu þann grun. Hún var í upphafi sett á acetylsalicyl-sýru, en svaraði ekki Þeirri meðferð. Rúmri viku eftir komu var hún sett á prednison 45 mg. á dag og við það hurfu einkennin fljótlega og útskrifaðist hún fimm vikum síðar á 10 mg. af prednisori og hafði þá engin merki um bólgu í kirtlin- um og almenn einkenni höfðu lagast mikið. Hún fékk hvítubólgu í vinstra auga meðan hún dvaldi hér, sem lagaðist við sterameð- ferð. Sökk mælt rúmum 3 vikum eftir komu reyndist 7 mm og síðan hefur sökk ekki hækkað. Hvít blóðkorn þann dag voru 15.900 og héldust þau hækkuð þar til í september 1975. Joðupptaka gerð mánuði eftir komu reyndist 10% eftir 4 klst. og 34% eftir 24 klst. Kirtilsskann var þá eðlilegt. T.i var þá 3.2 mg.%. Konan var slöpp fyrst eftir útskrift og í janúar 1975 var reynt að lækka prednison- skammtinn niður fyrir 10 mg., en þá bloss- aði bólgan upp í kirtlinum og var þá nauð- synlegt að auka skammtinn aftur í 20 mg. Hún fór þá að fá aukaverkanir af prednisoni. bjúgsöfnun, hjartslátt, mæði, svita og ein- kenni, sem bentu á „hyperventilations syn- drome". Snemma árs 1975 fékk hún verk fyrir brjóstið og línurit sýndi hækkun á ST- segmenti, bæði í bakveggsleiðslum og í vinstri framveggsieiðslum og héldust þessar breyt- ingar í nokkrar vikur, en ekki kom fram nein sökkhækkun og transaminasar voru eðli- legir. Breytingar þessar bentu til bólgu í hjartavöðva. Mæling á T.) var 5.2 microgr.% i febrúar 1975 og eggjahvítubundið joð 4.3 microgr.%. Joðupptakan var svo endurtekin tveim mánuðum síðar og var þá upptakan eftir 4 klst. 6.6:%, en eftir 24 klst. 18%. Skann sýndi þá dálítið blettótta upptöku í kirtlin- um, án þess að hægt væri að sýna fram á heita eða kalda hnúta. Bólgan í skjaldkirtl- inum virtist því ekki hjaðna niður með öllu þrátt fyrir 20 mg. af prednisoni á dag og var því ákveðið að setja hana á L-Thyroxin og eftir það hjaðnaði bólgan og öll eymsli hurfu úr kirtlinum. Konan var engu að síður mjög úthaldslaus, síþreytt, mjög máttlaus í fótum, fékk hjartsláttarköst og af og til brjóstverk og mikill bjúgur vildi safnast á hana. Síðla sumars 1975 kvartaði hún um verk í nára og i útlimum, hjartslátt, svita og var hún þá enn lögð inn á Borgarspítalann og prednison smám saman tekið af henni, án þess að bólga gerði vart við sig í kirtlinum. Hún var þá á 2 töflum af L-Thyroxini á dag og skjaldkirtilsörvi (TSH) var þá mældur og reyndist innan eðlilegra marka. Síðan haustið 1975 hafa hvítu blóðkornin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.