Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 191 verið eðlileg og hún fór smám saman að ná sér og hefur getað unnið húsmóðurstörf það sem af er ári 1977. Hætt var við L-Thyroxin vorið 1976 og joðupptaka gerð sumarið 1976 var 15% eftir 4 klst., 38% eftir 24 klst., skann var eðlilegt og T4 var 5 microgr.%. Sjúkrasaga III 46 ára kona, lögð inn á lyfjadeild Borgar- spítalans veturinn 1976 vegna hita. Hún hafði fyrst orðið vör við hita 10 dögum fyrir inn- lögn og fylgdu honum væg særindi í hálsi og síðar verkir framan í hálsi hægra megin og leiddu verkir þessir upp í hægri kjálka og hægra eyra. Hún hafði einnig væga kyng- ingarörðugleika, en ekki önnur einkenni nema slappleika og slen. Hiti var breytilegur, oftast lítill á morgnana, en 39° á kvöldin. Hún hafði engin einkenni frá öndunar- né þvagfærum. Hún var meðhöndluð með sýkla- lyfjum án árangurs og var því lögð inn til rannsóknar. Hún hafði verið heilsuhraust um ævina, legið á lyflækningadeild Borgarspitalans 1973 vegna sökkhækkunar og útbrota, sem rakið var til veirusýkingar. Þvagfærasýkingu hafði hún fengið tvívegis fyrir nokkrum árum. Við skoðun var hún ekki veikindaleg, hiti mældist 37.8° við komu, en að kvöldi sama dags 39.6. Húðlitur var eðlilegur og engar eitlastækkanir finnanlegar. Barki var í mið- línu, en skjaldkirtill áberandi stækkaður, einkum hægra megin, þéttur viðkomu, ekki hnútóttur, en mjög aumur. Hjarta- og lungnahlustun var eðlileg, púls 88/mín., blóð- þrýstingur 140/90. Skoðun var að öðru leyti eðlileg. Rannsóknir sýndu vægt blóðleysi, blóðrauði 10.8 gr.%, sökk var meira en 150 mm/klst. Hvit blóðkorn 6500, stafir 24, deilikjarnar 40, rauðkirningar 2,5, blákirningar engir, eitling- ar 28 og stórkirningar 5,5. Þvagfærarann- sókn, fastandi blóðsykur, s-kreatinin og lifr- arpróf voru eðiileg. T4 var 13.4 microgr.%, eggjahvítubundið joð 0.71 p,mol/l og thyroxin 165 (.imol/1. TSH var lítillega hækkað, 2.5. Mótefni gegn skjaldkirtilseggjahvítu fundust ekki, leitað tvívegis með hálfsmánaðar milli- bili. Ekki fundust hettusóttarmótefni í blóð- vökva. Fimm dögum eftir komu var gerð joð- upptaka, sem var 1.9% eftir 4 klst., 0,6% eftir 24 klst. svo að skann varð ekki gert. Endurtekin joðupptaka tæpum mánuði siðar sýndi enn mjög litla svörun, sem var innan við 1% eftir 24 klst. Hjartarafrit var eðli- legt og lungnamynd sýndi engar bráðar breytingar. 10 dögum eftir komu var blóð- rauði 9.8 gr.%, sökk 150 mm, hvit blóðkorn 6500 og T4 9.6 microgr.%. Hægbráð skjaldkirtilsbólga þótti líklegasta greiningin við komu og studdu rannsóknir þann grun eindregið. Fyrstu dagana var hiti mjög breytilegur, konan nánast hitalaus að morgni, en hiti allt að 40° að kvöldi. Tekin voru blóðsýni til ræktunar í hitatoppum og voru þau nei- kvæð. Hún var sett á acetylsalicylsýru- meðferð sex dögum eftir komu og fékk 4 grömm á dag. Hún svaraði vel þeirri með- ferð og fór hiti smálækkandi og varð hita- laus með öllu 15 dögum eftir komu. Hún var útskrifuð eftir mánaðarlegu og velt sökk þá 86 mm/klst. Hún hafði aldrei nein ein- kenni um ofstarfsemi skjaldkirtils. Henni var fylgt eftir á göngudeild og fór líðan hennar stöðugt batnandi, en hún var þó lengi slöpp og úthaldslítil. Sex vikum frá innlögn var heilsa hennar orðin allgóð, skjaldkirtill starfaði eðlilega og fannst ekki lengur við þreifingu. Rannsóknir sýndu þá blóðrauða 12.2 gr.%, hvít blóðkom 5500, og sökk 10 mm/klst. Tveim mánuðum frá út- skrift var joðupptaka 18% eftir 4 klst. og 36% eftir 24 klst. Skann var eðlilegt. T4 mældist þá 4.8 microgr.%. Acetylsalicyl-sýra var þá minnkuð í 1 gramm á dag og meðferð síðan hætt þrem vikum síðar. I nóvember 1976 var hún enn einkennalaus og bar engin merki skjaldkirtilssjúkdóms. SKIL Þessar þrjár konur höfðu einkenni, sem bentu til hægbráðrar skjaldkirtilsbólgu (thyroiditis subacuta). Einkenni þessi voru hiti, verkur fram- anvert í hálsi, kyngingarörðugleikar og al- raennur slappleiki. Siækkaður og aumur skjaldkirtill fannst við skoðun hjá þeim öllum. Þrátt fyrir dæmigerð sjúkdómseinkenni, vafðist sjúkdómsgreiningin fyrir læknum og stafar það væntanlega af því hversu sjúkdómurinn er sjaldgæfur hérlendis. Við teljum samt sem áður að sjúkdómurinn sé algengari en þessi fáu tilfelli benda til, og því líklegt að vægari tilfelli séu aldrei greind og aðeins þau svæsnari lögð inn á sjúkrahús. í Olmsted County í Minnesota fundust 12,1 tilfelli á ári miðað við hverja 100 þúsund íbúa og var sjúkdómurinn fjórum sinnum algengari hjá konum en körlum (4.3 á móti 1). Aðeins fáir þessara sjúkl- inga, sem þar voru greindir voru með það svæsin einkenni að þeir þyrftu á sjúkrahúsvist að halda.0 Oftast sést þessi sjúkdómur hjá konum á fertugs- og fimmtugsaldri. Við athugun á skrám lyfjadeilda sjúkra- húsanna í Reykjavík fundust fimm til- felli til viðbótar, sem greind höfðu verið á árunum 1967-1976. (Sjá töflu I).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.