Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 28
198
LÆKNABLAÐIÐ
HEIMILDIR
1. Bjarni Þjóðleifsson: Sjónvarpsþáttur um á-
fengismál: Ríkið í ríkinu. 1977.
2. Bleuler, M.: Familial and personal back-
ground of chronic alcoholics. In: Diethelm,
O.: Etiology of chronic alcoholism. Spring-
field 1955.
3. Hildigunnur Ólafsdóttir: Unglingar og á-
fengi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar. 1973.
4. Jóhannes Bergsveinsson: Brug og misbrug
af alkohol i Reykjavík. Nord.Psykiat.Tidssk.
28:513-521. 1974.
5. Ólafur Grimsson: Delirium tremens á Is-
landi. Læknablaðið. 63. árg., 7.-8. tbl., 1977.
6. Tómas Helgason: Epidemiology of mental
disorders in Iceland. Acta Psychiat. Scand.
Suppl. 173. 1964.
7. Tómas Helgason og Gylfi Ásmundsson: Fé-
lagslegar aðstæður og uppvöxtur ungra of-
drykkjumanna. Læknaneminn. 1972.
8. Tómas Helgason: Neurosernes og alkohol-
ismens epidemiology. Nord.Psykiat.Tidssk.
24:28-44. 1970.
9. Tómas Helgason: Studies on prevalence and
incidence of mental disorders in Iceland
with a health questionnaire and a psychia-
tric case register. Tromsö Seminar in Medi-
cine. 172-183. 1975.
10. Tómas Helgason: Rannsóknir á áfengis-
neysluvenjum Islendinga. Geðvernd 12: 4-
12. 1977.
11. Tómas Helgason: Skýrsla Kleppsspítalans
1976. Fjölritað 1977.
t
IN MEMORIAM
Ejnar Meulengracht
1887—1977
Ejnar Meulengracht var heiðursfélagi
Læknafélags íslands, því er hans minnst
hér. Hann var íslenskri læknastétt mjög
þarfur. Árið 1931 voru á ferðinni hér í
boði læknadeildar háskólans prófessorarn-
ir Faber og Meulengracht. Að iþessari ferð
lokinni komu þeir því til leiðar að við
fengum fjögur kandidatspláss árlega á
dönskum spítölum, en þá var biðtíminn
eftir turnusplássi orðinn ærið langur. Var
mikið sóst eftir því að komast á Bispebjerg
spítalann í Kaupmannahöfn, en þar var
Meulengracht prófessor í lyflæknisfræði.
Áður en þetta gerðist, höfðu margir ís-
lenskir læknar verið gestkomandi á þess-
um spítala og notið þar fræðslu. Meulen-
gracht bar hlýjan hug til lands ofckar og
þjóðar og sem formaður Damsk-islandsk
samfund varð hann bæði beint og óbeint
mörgum landanum að liði, sem leitaði sér
menntunar í Danmörku.
Sem ungur læknir vann Meulengracht
að rannsófcnum á icterus haemolyticus
heredit. Á þeim árum var erfitt að ákveða
magn galllitarefnis í blóði. En morgunn
einn, þegar Meulengracht var að raka sig,
datt honum í hug einföld lausn og áður en
dagurinn var liðinn varð galllitarmælirinn
til. Þetta einfalda tæki hefir síðan m.a.
haldið nafni hans á lofti og þykir ágætt
enn þann dag í dag. En hann kom víðar við
sögu kliniskrar læknisfræði. Hann gjöi-
breytti meðferð og horfum sjúklinga sem
höfðu fengið haematemesis-melena með því
að gefa þeim mat og blóð í stað þess að
svelta þá.
Hann staðsetti intrinsic factorinn í svíns-
maganum, í regio pylorica, og fékkst þá
jafngott lyf gegn anaemia perniciosa og
lifrarlyfin voru, en miklu ódýrara. Nokkr-
um árum seinna kom Bu> á markaðinn.
Eftir hann liggur fjöldinn allur af ritgerð-
um um læknisfræðileg efni. Verk hans
skópu honum slíka virðingu, að hann var
kjörinn heiðursfélagi margra lækna- og
vísindafélaga, bæði austan hafs og vestan.
Heima fyrir var hann jafnan í broddi fylk-
ingar í þeim málum sem hann lét sig
skipta. Vitsmunirnir voru miklir, hugsun
og framsetning skýr og persónan svo á-
hrifamikil, að enginn sem af honum hafði
að segja varð ósnortinn af honum. Þetta
kemur vel í ljós hjá vini hans og læri-
sveini sem skrifar að honum látnum. í
hvert skipti sem mér verður vandi á hönd-
um, þá kemur mér fyrst í hug: Hvernig
myndi Meulengracht bregðast við þessu.
Óskar Þórðarson.