Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 76
230 LÆKNABLAÐIÐ sem stjórnin getur beitt félagsmenn fyrir brot, er í fyrsta lagi áminning, í öðru lagi sekt og í þriðja lagi brottrekstur úr félag- inu. Ólafur minnti á, að nokkuð mismun- andi reglur væru í gildi hjá svæðafélögun- um varðandi meðferð á lagabrotum, og væri það vissulega óheppilegt, að ekki væru nákvæmlega sömu reglur gildandi hjá öllum svæðafélögunum, hvernig með- höndla skyldi slik mál. Síðan rakti Ólafur ákvæðin í Codex um Gerðardóm og fór yfir byrjun 28. gr. í Codex, þar sem stend- ur: „Gerðardómur úrskurðar ágreiningsmál, sem kunna að rísa milli lækna eða milli læknis og læknafélags og varða við Codex Ethicus, verði þau ekki jöfnuð á annan hátt. Sami Gerðardómur úrskurðar einnig mál, sem til hans er skotið skv. 19. gr. laga L.í. frá 26. júní 1965 og varða bein eða óbein brot á nefndum lögum eða lögum aðildarfélaga L.í. Úrskurði Gerðar- dóms verður ekki áfrýjað, en vísað getur hann frá sér þeim málum, sem hann telur sér óviðkomandi eða álítur, að vísa beri til almennra dómstóla.“ Þá rakti Ólafur þau ákvæði, sem eru í samningum milli Læknafélags Reykjavík- ur og Læknafélags íslands annars vegar og hins vegar Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Tryggingarstofnunar ríkisins. Kvað hann þessi ákvæði vera mörg óljós og í litlu samræmi. Þannig væri í samningum við heimilislækna ákvæði um svokallaða læknanefnd til þess að skera úr um ágrein- ingsmál í sambandi við framkvæmd samn- inga, og einnig ákvæði í sambandi við af- brot lækna við reikningsgerð. Virtust þessi ákvæði vera þessleg, að gei't væri ráð fyrir, að þessi læknanefnd væri endanlegur dómstóll. Auk þess væru ákvæði um sátta- nefnd, sem ætti að fjalla um mál, sem fyrsta dómstig, en vísaði síðan til stjórnar L.R. eða L.f. og sérstaks gerðardóms. í sér- fræðingasamningum væru einnig tilsvar- andi ákvæði um sáttanefnd og auk þess önnur ákvæði um aðila, er fjallaði um meint brot á samningi. Þetta væru flókin ákvæði, sem virtust ekki fyllilega ná til- gangi sínum. Síðan rakti Ólafur, hvaða reglur væru gildandi hjá ýmsum erlendum læknafélög- um um meðferð á meintum brotum á fé- lagslögum. Minntist hann fyrst á, hvernig þessum málum væri komið fyrir í Bret- landi, þar sem starfandi væri aganefnd, sem væri eins konar dómstóll, og undir hann félli minni nefnd, þar sem fjallað væri um kvartanir, misnotkun áfengis og lyfja, meint skírlífisbrot og auglýsinga- starfsemi, ákærur vegna þess að læknir væri uppvís að því að lokka til sín sjúk- linga frá kollegum, fjárdrátt. Loks rakti Ólafur þær reglur, sem eru gildandi á Norðurlöndunum. Hjá þessum aðilum væru starfandi sérstakar siðanefndir, sem fjölluðu um meint brot lækna á læknalög- um og Codex. Umræðustjóri lagði til, að fyrst yrði rætt um, hvort kerfið, sem væri við lýði hjá okkur og þau lagaákvæði, sem væru gildandi, hefðu virkað, að hvaða leyti þau væru gölluð og hvaða breytingar kæmi helzt til greina að gera til þess að bæta úr þeim ágöllum. Voru þátttakendur í um- ræðuhópnum yfirleitt sammála um það, að þetta kerfi og þau ákvæði, sem við hefðum, væru ekki nógu góð og hefðu ekki reynzt virk. Kom fram sú skoðun, að æskilegt væri að hafa ákveðnari starfs- reglur fyrir stjórnir læknafélaganna um meðferð á brotum og hvaða brot ætti fyrst og fremst að taka fyrir. Það sem skiptir meginmáli í þessu sambandi er, hvort menn séu almennt sammála um, að læknafé- lögin haldi uppi strangari innri aga en hingað til og hvort menn séu sammála um það, að heppilegra væri, að læknasamtök- in fjölluðu um og reyndu að leysa slík vandamál, áður en til kæmi, að slík mál lentu hjá opinberum aðilum þ.e.a.s. land- lækni og rikissaksóknara. Bent var á það fyrirkomulag, sem nú væri við lýði, þ.e. að stjórn L.í. ætti bæði að hafa frum- kvæði til að taka upp mál og líka dóms- vald. Það væri ekki heppilegt. Var í þessu sambandi rætt nokkuð um, hver væri heppilegasti aðili til þess að hafa frumkvæði með að taka upp ákærur eða áminningar á félagsmenn. Myndin á síðu 231 sýnir helztu lagaá- kvæði og reglur er varða siðamál lækna. og meðferð á meintum brotum. Inn í myndina eru felld hugsanleg tengsl siðanefndar við stjórn L.í. og svæðafélög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.