Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 84
234
LÆKNABLAÐIÐ
Umræðustjóri bauð þátttakendur vei-
komna og 'gaf síðan orðið Clarence Blom-
quist, ráðgefanda (hópsins. Hann rakti
nokkuð hvernig hefðbundið einkasamband
læknis og sjúklings verður æ fátíðara, þar
sem læknar eru nú oftast meðlimir í teymi,
þar sem margar starfsstéttir vinna saman,
og vinna flestir innan ramma heilbrigðis-
stofnana.
I eftirfarandi umræðum kom fram, að
þótt sumir læknar reyni enn að halda al-
gjörri leynd yfir öllu, sem fer fram milli
þeirra og sjúklingsins, þá verður slíkt erf-
iðara og erfiðara i framkvæmd og reyndar
óraunhæft í nútíma vestrænu þjóðfélagi.
Fram kom, að margir ólikir hópar þjóð-
félagsins hafa þagnarSkyldu samkvæmt
lögum og allir voru sammála um, að þagn-
arskyldan væri þýðingarmikið atriði, er
ieggja þyrfti aukna áherzlu á ásamt al-
mennri siðfræði, ekki aðeins meðal lækna,
heldur allra heilbrigðisstétta. Fram kom í
hópnum, að gott væri að halda uppi sí-
felldri umræðu um siðfræði, þ.á.m. um
þagnarskyldu, ekki eingöngu meðal lækna
og læknastúdenta, heldur einnig milli allra
þeirra, sem að heilsugæzlu vinna. Taldi
hópurinn brýnt að læknar og læknasam-
tökin létu ekki falla niður þá siðfræðilegu
umræðu, er nú hefur verið hafin, heldur
yrði henni haldið vakandi og jafnframt
unnið að því að auka kennslu í siðfræði,
bæði í læknisfræði og í öðrum heilsugæziu-
greinum.
ALMENNAR UMRÆÐUR
hófust, þegar ritarar höfðu flutt skýrslu
um störf umræðuhópanna og stýrði þeim
umræðum Guðmundur Pétursson, vara-
formaður L.í.
Kom margt athyglisvert fram, sem beint
var til nefndar þeirrar, sem falið hefir
verið að endurskoða lög L.í. og Codex
ethicus og m.a. kom fram sú tillaga, að
eitt af verkefnum siðanefndar yrði, að
hafa forgöngu um stöðuga siðfræðiumræðu
innan stéttarinnar, m.a. með fundum, nám-
skeiðum og starfshópum.
Varð ásátt með mönnum, að nauðsyn-
legt væri, að sem flestir legðu til málanna
varðandi endurskoðun1 þá, sem nú stendur
yfir, til þess að nefndin hefði sem mestan
og beztan efnivið að vinna úr.
REKSTRAR- OG EFNAHAGSREIKNINGUR HINN 31/12 1976
fyrir
LÆKNABLAÐIÐ
REKSTRARREIKNINGUR
1. JANÚAR TIL 31. DESEMBER 1976
GJÖLD:
Prentun ....................... Kr. 2.484.164
Myndamót ...................... — 145.529
Ritstjórn og prófarkalestur .... — 360.000
Þátttaka í skrifstofukostn. L.R. .. — 250.000
Endurskoðun ................... — 34.000
Burðargjöld ................... — 45.118
Sérprentun .................... — 187.791
Prentun og ritföng ............ — 175.014
Kr. 3.681.616
TEKJUR:
Auglýsingar ................... Kr. 2.533.974
Áskrift lækna ................. — 423.500
Lausasala ..................... — 3.600
Vextir ........................ — 3.932
Gjöld umfram tekjur ........... — 716.610
Kr. 3.681.616
EFN AHAGSREIKNINGUR
HINN 31. DESEMBER 1976
EIGNIR:
Peningar í sjóði ............. Kr. 14.205
Innist. á ávr. 7363, B.l......— 37.426
Útistandandi auglýsingar ..... — 1.980.651
JÖFNUÐUR:
Skuldir umfr. eignir
1/1 1976 ........ Kr. 916.123
Gjöid umfr. tekjur
1976 .......... — 716.610 — 1.632.733
Kr. 3.665.015
SKULDIR OG EIGIÐ FÉ:
Ógreidd prentun .............. Kr. 1.537.104
Ógreidd myndamót ............. — 41.458
Ógreidd ritstjórn o.fl........— 129.400
Ógreiddur kostnaður........... — 583.488
Læknafélag Reykjavíkur ....... — 750.000
Læknafélag íslands ........... — 623.565
Kr. 3.665.015