Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
193
Eitt tilfelli var greint af héraðslæknin-
um í Ólafsvík og var sjúklingurinn rann-
sakaður hér á Borgarspíialanum í nóvem-
ber 1976. Þetta voru allt frekar væg til-
felli.
Auk þess fundust þrjú tilfelli af hæg-
bráðri skjaldkirtilsbólgu á skrám skurð-
deilda. Þessir síðastnefndu sjúklingar
höfðu allir haft sjúkdóminn lengi, höfðu
væg almenn einkenni og skjaldkirtilsauka
og voru því lagöir á skurðdeildir og lék
grunur á að um krabbamein væri að ræða.
Meachim athugaði 1282 sjúklinga, sem
skornir voru upp við skjaldkirtilssjúkdómi
og kom í ljós að aðeins tveir þessara
sjúklinga höfðu hægbráða skjaldkirtils-
bólgu.9
Á handlækningadeild Landspítalans
fundust þrjú tilfelli, en engin á skurð-
deildum Borgarspítalans og Landakots.
Ekki er okkur kunnugt um fjölda þeirra
sjúklinga, sem skornir hafa verið við
skjaldkirtilsauka á þessum 10 árum.
Hægbráða skjaldkirtilsbólgu þarf að
greina með skoðun og rannsóknum frá
hálsbólgu, eitlastækkun á hálsi af vöid-
um berkla og illkynjaðra eitlaæxla. Vegna
kyngingarörðugleika, sem stundum fylgir
skjaldkirtilsbólgu, þarf að greina hana frá
sjúkdómum í vélinda. Erfiðast mun þó að
greina þennan sjúkdóm frá öðrum sjúk-
dómum í skjaldkirtli, svo sem Hashimoto
skjaldkirtilsbólgu, æxlum í skjaldkirtli,
hnútóttum skjaldkirtilsauka, igerð í
skjaldkirtli og ofstarfsemi líffærisins
(thyrotoxicosis). Endanleg greining fæst
með rannsókn á joðupptöku skjaldkirtils,
ásamt mælingum á vökum og eggjahvítu-
bundnu joði.
Stundum er aðaleinkenni sjúklings með
hægbráða skjaldkirtilsbólgu hiti af óþekkt-
um uppruna. Petersdorf greinir frá 100
sjúklingum með hita af óþekkíum upp-
runa og reynist einn þeirra hafa hægbráða
skj aldkirtilsbólgu.10
Séu sjúkdómseinkenni og rannsóknir
Sjúkdóms- tilfelli J131 upptaka PBI t4 Hvít blóðkorn Blóð- rauði Sökk Vefja- greining
I 0.4% 24 t 0.27 7.7 9.100 11.2 118 —
II 1.9% 1.03% 4 t 24 t 1.39 16.1 16.400 12.2 103 —
III 1.9% 0.6% 4 t 24 t 0.71 13.4 6.500 10.8 >150 —
IV — — — 6.750 16.3 13 Dæmigerð
V 11.1% 12.0% 4 t 24 t 0.63 — 4.440 14.3 80 —
VI — 0.22 — 9.400 12.9 10 Dæmigerð
VII — — — 5.000 12.5 13 Dæmigerð
VIII — 0.42 — 6.500 14.0 9 —
IX 6.7% 24 t — 4.0 Eðlileg Eðli- legur 16 —
X 14% 27% 4 t 24 t Eðli- legt Eðli- legt 6.300 12.2 21 —
XI 1.7% 0.3% 4 t 24 t — 13.1 9.900 12.0 82 —
XII 3% 3.9% 4 t 24 t 0.39 11.6 9.650 11.4 70 —
Táfla II. — Rannsóknir, sem gerðar voru (—: rannsókn ekki gerð, eða hennar ekki
á sjúklingum með hægbráða skjaldkirtils- getið í sjúkraskrá).
bólgu, meðan þeir dvöldu á sjúkrahúsum.