Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 197 útsölu. Daginn eftir mikla drykkju drekka helmingi fleiri, ef útsala er í nágrenninu. Hins vegar er miðtala þess áfengismagns, sem neytt er í hvert skipti, ívið lægri í Reykjavík en annars staðar á landinu. Vegna eiturverkana sinna er áfengis- neysla alls staðar háð einhvers konar eftir- liti, og reynt er að hafa stjórn á henni með löggjöf, fræðslu eða félagslegum þrýstingi. Við ramman reip er þó að draga, ef hafa skal hemil á neyslunni. Annars vegar vegna þess að mikill meiri hluti neytenda, sem getur alla jafna sjálfur haft stjórn á neyslu sinni, lítur á afskipti opinberra aðila eða annarra sem skerðingu á persónufrelsi. Hins vegar er hagnaðarvon einstakra framleiðenda og seljenda áfengis. Markmið áfengislöggjafar og stefnu í áfengismálum er að draga úr eða fyrirbyggja þau vandamál, sem áfengisneysla getur leitt til. En löggjöf og stefna opinberra aðila dugir skammt, ef ekki tekst að móta og viðhalda almenningsáliti, sem styður hvort tveggja. Hér á landi er nauðsynlegt að breyta viðhorfi fólks á öllum aldri gagnvart ölvun og ofur- ölvun. Nauðsynlegt er að fólki, er vill neytn áfengis, skiljist að áfengis eigi að neyta án þess að verða áberandi ölvaður og að ölvun eyðileggi skemmtan þess og annarra. Nýlega hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tek- ið mikilvægt skref til þess að reyna að hafa áhrif í þessa átt. Var það gert með því að hækka ekki verð á léttum vínum er síðasta verðhækkun verslunarinnar kom til fram- kvæmda. Breytingin á sölu áfengis á vín- veitingahúsum, þegar farið var að selja á- fengi í glösum eða skömmtum (sjússum) í stað heilla flaskna var og til bóta. En betur má, ef duga skal. M.a. verða gestgjafar að geta stillt gestrisni sinni í hóf og hætt að skenkja áður en víman svífur um of á gest- ina, ef þeir eiga sjálfir örðugt með að hafa hemil á neyslunni. Deila má um hvort og þá hvernig eigi að breyta núgildandi áfengislöggjöf. Frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði ættu slíkar breyting- ar að miða að minnkandi heildarneyslu. Frá almennu þjóðfélagssjónarmiði væri einnig æskilegt, að neyslan færðist frá sterku á- fengi yfir á veikari tegundir þannig, að drukkið væri minna vínandamagn í hvert skipti og jafnframt væri dregið úr heildar- neyslunni. Síðar verður væntanlega tæki- færi til að ræða nánar um æskilegar breyt- ingar á áfengismálastefnu á grundvelli þeirra rannsókna, sem hér hafa verið nefnd- ar. Ýmsar frekari rannsóknir ber brýna nauðsyn til að gera hér á landi til þess að unnt verði að fyrirbyggja áfengisvandamál og bæta úr þeim, sem þegar eru komin upp. Sérstak- lega er nauðsynlegt að finna, hverjir eru í mestri hættu, til þess að vita hvert helst skuli beina fyrirbyggjandi aðgerðum. Rann- sóknir okkar7 hafa eins og eriendar rann- sóknir þegar sýnt, að börnum ofdrykkjufólks og börnum, sem koma frá uppleystum heim- ilum, er meiri hætta búin en öðrum. Til þess að fylgja þessum rannsóknum eftir og taka upp nýjar þarf meira fé og meiri mannafla. Faraldsfræði og orsökum drykkjusýki svip- ar mjög til faraldsfræði og orsaka tauga- veiklunar.28 En órannsakað er hvað veldur því, að sumir verða drykkjusýki að bráð, með eða án taugaveiklunareinkenna, en aðrir verða taugaveiklaðir án þess að misnota á- fengi. Margt er og svipað um meðferð þeirra, sem þjást af þessum kvillum. Áfeng- ið skapar viðbótarvanda, sem taka þarf tillit til við meðferð. Hann er m.a. fólginn í því, að sjúklingar nota oft áfengi til að draga úr spennu og kvíða, sem eru taugaveiklunar- einkenni. Fegar þessi sjálfsmeðferð er kom- in í ógöngur, eiga þeir oft erfitt með að leita sérfræðilegrar hjálpar og vilja heldur leita einhverra, sem ratað hafa í sama vanda og fá húsráð hjá þeim. Til þess að geta komið sjúklingunum til hjálpar er nauðsyn- legt að hafa góða samvinnu milli áhuga- manna og heilbrigðisstofnana. Góðu heilli eru margir áhugamenn. En því miður er skortur á sérlærðum starfskröftum og hús- næði, sérstaklega fyrir bráða móttöku og göngudeild. Vonir standa til, að nokkuð ræt- ist úr húsnæðisskortinum á næstu árum með tilkomu Geðdeildar Landsspítalans. Brýna nauðsyn ber til að sérmennta fleiri lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga til þess að annast meðferð drykkjusjúkra, og raunar annarra geðsjúkl- inga líka, og til vísindalegra rannsókna á þessum sjúkdómum. Hér er mikið verk að vinna og mikið í húfi fyrir einstaklingana og þjóðfélagið að vel takist til. Tómas Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.