Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
227
LÆKNAÞING 1977 UM SIÐAMÁL LÆKNA
Læknaþing fjallaði að þessa sinni uin
siðamál lækna.
Þingið var sett 15. september af for-
manni L.I., Tómasi Á. Jónassymi og er
ræða hans birt í fylgiriti Læknablaðsins,
sem kom út sama dag.
Síðan fluttu gestir þingsins erindi:
Dr. phil. Páll Skúlason, prófessor í
heimspeki við Háskóla íslands fjallaði um
siðvísindi og læknisfræði, um hlutleysi
vísinda og tæknihyggju vísinda með hlið-
sjón af siðfræði læknisfræðinnar.
Dr. phil. Clarence Blomquist, dósent við
Stokkhólmsháskóla í siðfræði læknisfræð-
innar talaði um ný og breytt viðhorf til
læknisfræðilegrar siðfræði.
Dr. med. Povl Riis, sem íslenzkum lækn-
um er að góðu kunnur, ræddi um siðræn
vandamál tengd meðferð þeirra sjúklinga,
sem enga eiga sér batavon og þeirra, sem
dauðvona eru.
Erindin verða síðar birt hér í blaðinu
og verður efni þeirra því ekki rakið hér.
Að erindum loknum hófst almenn um-
ræða og stýrði fundi af venjulegum skör-
ungsskap Þóroddur Jónasson héraðslækn-
ir. Urðu miklar umræður og hefðu trúlega
orðið miklu lengri, ef þær hefðu ekki tak-
markast af öðrum dagskrárlið.
HÓPVINNA
Dagskránni var fram haldið daginn eftir
og var fjallað um þrjú efni. Voru dr. Riis
og dr. Blomquist leiðbeinendur í sinn hvor-
um hópnum, en í þeim þriðja flutti Ólafur
Örn Arnarson inngangserihdi.
Ritarar hópanna kynntu að umræðu
lokinni helztu niðurstöður fyrir sameigin-
legum fundi.
HELSINKI-YFIRLÝ SINGIN 1975.
VERNDUN SJÚKLINGA í LÆKNIS-
FRÆÐILEGUM RANNSÓKNUM
Umræðustjóri: Auðólfur Gunnarsson.
Ritari: Páll Ásmundsson.
Leiðbeinandi: Povl Riis.
Lögfræðiráðunautur: Stefán Már Stefánss.
Aðrir þátttakendur: Pálmi Frímannsson,
Guðrún Agnarsdóttir,
Bjarni Þjóðleifsson,
Guðmundur Péturss.,
Stefán Karlsson,
Lára Halla Maack,
Einar Oddsson,
Þóroddur Jónasson.
Umræðustjóri gaf í upphafi prófessor
Povl Riis orðið, en hann er einn af aðal-
íhöfundum hinnar endurskoðuðu Helsinki-
yfirlýsingar. Rakti hann nokkuð tilurð
samþykktarinnar og ræddi nauðsyn slíkra
leiðbeininga. Frumspurning er, hvort til-
raunir á mönnum eiga rétt á sér. Taldi
hann sýnt, að ávinningur að þeim tæki
'áhættunni langt fram. Öinmur spurning er
um nauðsyn leiðbeininga Helsinkisam-
þykktarinnar, hvort ekki nægi víðtæk
löggjöf. Slíka löggjöf kvað hann mjög
erfiða viðfangs, vegna þess hve svið rann-
sókna er margbrotið. Helsinkiyfirlýsingin
getur ihins vegar áunnið sér þá hefð, að
hún hafi veruleg áhrif á málarekstur. Enn
kemur svo til það öryggi er viðurkenndar
reglur veita, bæði vísindamönnum og hin-
um rannsö'kuðu. Riis minntist og á skil-
greiningu hugtaksins biomedical science,
en það er notað í yfirlýsingunni. Taldi
hann „science including clinical and bio-
logical variables“ ná hugtakinu einna bezt.
Að loknum þessum inngangi urðu fjör-
ugar umræður um ýmis atriði samþykktar-
innar. Sat Riis þar að mestu fyrir svörum.
Nefna má m.a. eftirtalin atriði:
Fram kom sú skoðun, að samþykktin
væri síður en svo hvatning til rannsókna,
heldur nauðsynlegar leiðbeiningar. Minnt
var á þann hörgul, sem er á ihæfum til-
raunadýrum, en það gerir tilraunir á
mönnum nauðsynlegri.