Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 73

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 227 LÆKNAÞING 1977 UM SIÐAMÁL LÆKNA Læknaþing fjallaði að þessa sinni uin siðamál lækna. Þingið var sett 15. september af for- manni L.I., Tómasi Á. Jónassymi og er ræða hans birt í fylgiriti Læknablaðsins, sem kom út sama dag. Síðan fluttu gestir þingsins erindi: Dr. phil. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands fjallaði um siðvísindi og læknisfræði, um hlutleysi vísinda og tæknihyggju vísinda með hlið- sjón af siðfræði læknisfræðinnar. Dr. phil. Clarence Blomquist, dósent við Stokkhólmsháskóla í siðfræði læknisfræð- innar talaði um ný og breytt viðhorf til læknisfræðilegrar siðfræði. Dr. med. Povl Riis, sem íslenzkum lækn- um er að góðu kunnur, ræddi um siðræn vandamál tengd meðferð þeirra sjúklinga, sem enga eiga sér batavon og þeirra, sem dauðvona eru. Erindin verða síðar birt hér í blaðinu og verður efni þeirra því ekki rakið hér. Að erindum loknum hófst almenn um- ræða og stýrði fundi af venjulegum skör- ungsskap Þóroddur Jónasson héraðslækn- ir. Urðu miklar umræður og hefðu trúlega orðið miklu lengri, ef þær hefðu ekki tak- markast af öðrum dagskrárlið. HÓPVINNA Dagskránni var fram haldið daginn eftir og var fjallað um þrjú efni. Voru dr. Riis og dr. Blomquist leiðbeinendur í sinn hvor- um hópnum, en í þeim þriðja flutti Ólafur Örn Arnarson inngangserihdi. Ritarar hópanna kynntu að umræðu lokinni helztu niðurstöður fyrir sameigin- legum fundi. HELSINKI-YFIRLÝ SINGIN 1975. VERNDUN SJÚKLINGA í LÆKNIS- FRÆÐILEGUM RANNSÓKNUM Umræðustjóri: Auðólfur Gunnarsson. Ritari: Páll Ásmundsson. Leiðbeinandi: Povl Riis. Lögfræðiráðunautur: Stefán Már Stefánss. Aðrir þátttakendur: Pálmi Frímannsson, Guðrún Agnarsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson, Guðmundur Péturss., Stefán Karlsson, Lára Halla Maack, Einar Oddsson, Þóroddur Jónasson. Umræðustjóri gaf í upphafi prófessor Povl Riis orðið, en hann er einn af aðal- íhöfundum hinnar endurskoðuðu Helsinki- yfirlýsingar. Rakti hann nokkuð tilurð samþykktarinnar og ræddi nauðsyn slíkra leiðbeininga. Frumspurning er, hvort til- raunir á mönnum eiga rétt á sér. Taldi hann sýnt, að ávinningur að þeim tæki 'áhættunni langt fram. Öinmur spurning er um nauðsyn leiðbeininga Helsinkisam- þykktarinnar, hvort ekki nægi víðtæk löggjöf. Slíka löggjöf kvað hann mjög erfiða viðfangs, vegna þess hve svið rann- sókna er margbrotið. Helsinkiyfirlýsingin getur ihins vegar áunnið sér þá hefð, að hún hafi veruleg áhrif á málarekstur. Enn kemur svo til það öryggi er viðurkenndar reglur veita, bæði vísindamönnum og hin- um rannsö'kuðu. Riis minntist og á skil- greiningu hugtaksins biomedical science, en það er notað í yfirlýsingunni. Taldi hann „science including clinical and bio- logical variables“ ná hugtakinu einna bezt. Að loknum þessum inngangi urðu fjör- ugar umræður um ýmis atriði samþykktar- innar. Sat Riis þar að mestu fyrir svörum. Nefna má m.a. eftirtalin atriði: Fram kom sú skoðun, að samþykktin væri síður en svo hvatning til rannsókna, heldur nauðsynlegar leiðbeiningar. Minnt var á þann hörgul, sem er á ihæfum til- raunadýrum, en það gerir tilraunir á mönnum nauðsynlegri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.