Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 74
228 LÆKNABLAÐIÐ Á fundi með fréttamönnum, talið frá vinstri: Páll Skúlason, Povl Riis og Clarencc Blomquist. Spurt var, 'hvenær rannsókn félli undir ramma yfirlýsingarinnar. Riis kvað lykil- orðið vera: „systematic data collection“. Vissulega væru til vafatilfelli. Allmikið var rætt um lyf og prófanir þeirra. Kom fram, að við Íslendingar verð- um mjög að reiða okkur á niðurstöður annarra í þeim efnum. Riis taldi þó, að ekki væri nóg gert af lyfjaprófunum á fólki, sem býr við góð lífskjör, eins og al- mennt er um Norðurlönd. Varað var við of ströngum prófunum, slíkt kynni í raun að skaða almenning. Spurt var, hvort yfirlýsingin gerði ráð fyrir seint fram- komnum hliðarverkunum lyfja. Riis kvað svo ekki vera, þótt þess væri þörf. Samt stuðlar yfirlýsingin í raun að fækkun slíkra tilfella. Lögfræðiráðgjafi hópsins, Stefán Már Stefánsson, var margs spurður um gildi slíkrar yfirlýsingar frá lögfræðisjónarmiði. í svörum hans kom fram, að samþykktin er ekki lög og hefur því sem slík ekkert lagagildi. Lagabrot er varða myndu Helsinkiyfirlýsinguna falla ýmist undir refsimál eða skaðabótamál. Við hin síðar- nefndu er oft tékið tillit til fordæma. Því lengur, sem yfirlýsing sem þessi er í 'heiðri höfð, þeim mun meira fordæmi er að henni og í því lægi gildi hennar lagalega séð. Spurt var, hvort sá, sem gerði tilraunir og væri þannig brautryðjandi væri þá ekki einmitt að brjóta hefð og fordæmi. Kvað Stefán það rétt vera. Var þá spurt, hvort það skriflega samþykki hins rannsakaða, sem samþykktin mælir með, væri ekki til málsbóta. Stefán kvað það að sjálfsögðu fara eftir því, hve ýtarlegar upplýsingar hefðu sannanlega farið á milli, og í reynd væri oft harla lítil stoð í slíku samþykki í málavafstri. Lögfræðingurinn var spurður, hvort yfirlýsingin væri á nokkurn hátt lagalega bagaleg. Kvað hann það síður en svo vera. Allmikið var rætt um kosti og galla áðurnefnds skriflegs samþyk'kis („freely given informed consent, preferably in writing"). Kom m.a. fram, að slíkt sam- þykki er ekki alltaf „freely given“, að „informed" þýði oft útskýringar, sem hræða fólk jafnvel svo, að aldrei fáist ,,consent“. Aherzla var lögð á, að slíkt sam- þykki skjóti ekki vísindamanninum undan ábyrgð. Riis upplýsti, að í Danmörku gæf- ist vel að láta skriflegar, allýtarlegar upp- lýsingar nægja og sleppa skriflegu sam- þykki. Voru nú ræddar nefndir þær, sem í yfir- lýsingunni er gert ráð fyrir að fjalli um rannsóknaáætlanir. Aðspurður kvað Riis nauðsynlegt, að slík nefnd fjalli um áætl- anir bæði frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði. Hann. upplýsti, að í Danmörku væru slíkar nefndir nokkrar — gjarnan ein nefnd fyrir fáein ömt. Auk þess er þar ein yfirnefnd eða áfrýjunarnefnd undir for- sæti dómara, er sker úr vafa- og deilumál- um. Sagði hann þetta gefast vel og í reynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.