Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 205 að þar hafi verið um byrjunárorðugleik-a að ræða og munum við fljótt taka upp þá aðgerð aftur með bættri tækni. í þriðja tilvikinu getum við ekkert fært fram okk- ur til varnar. Var sú kona síðar lögð inn fyrir fóstureyðingu og endurtekin ófrjó- semisaðgerð í gegnum kviðarholssjá í sömu svæfingu og gekk sú aðgerð án fylgikvilla. Sjá töflu nr. 8. TAFLA 8. Fylgikvillar: Fylgikvillar Fjöldi % í aðgerð 4 1 Eftir aðgerð 2 1 Þungun eftir aðgerð 3 1 Samtals 9 3 Við álítum að með góðri þjálfun og tækni og góðum forrannsóknum (útilok- uð þungun) hefði verið hægt að forðast öll þungunartilfellin eftir aðgerðina nema eitt. Ein kona var lögð inn á sjúkrahúsið 4 mánuðum eftir aðgerð. Var hún þá með verki um mest allt neðanvert kviðarhol, þrýstingseymsli og hækkað sökk. Sjúk- dómsgreiningin var nokkuð óljós og var þess vegna gerð kviðarholsspeglun, sem sýndi töluvert blóð í douglas-grófinni (fossa douglasi) og í kringum hægri eggja- leiðarann og virtist eins og blætt hefði frá eggjaleiðarastúfnum leg-megin. í þessu tilviki hafði eggjaleiðarinn bæði verið brenndur og klipptur við aðgerðina 4 mánuðum áður. Við sugum upp að þvi er virtist blóðstorku frá eggjaleiðara- stubbnum leg-megin og sendum þetta í vefjarannsókn, sem sýndi mikið af hvít- um blóðkornum og blóðstorku. Sjúkling- urinn var siðan settur á antibiotica með- ferð og varð frísk. Önnur kona fékk bráða eggjaleiðarabólgu nokkrum dögum eftir aðgerð. Þessi kona hafði lengi verið með lykkju í legi, sem við tókum burtu við aðgerðina. Einnig var í sömu svæfingu gert útskaf á legi vegna milliblæðinga (metrorrhagiu) og að lokum var gerð ófrjósemisaðgerð í gegnum kviðarholssjá. Við kviðarholsspeglunina mátti sjá poka- myndanir á báðum eggjaleiðurum (sachto- salpinx myndanir) og hefði því verið óþarfi að brenna eggjaleiðarana, hvað við gerðum samt og hún fékk sýkingu nokkr- um dögum seinna. Sjá töflu 8. Árni Ingólfsson framkvæmdi allar að- gerðirnar nema tvær. Bragi Níelsson sá um svæfingu í langflestum tilvika. Aðeins 1% sjúklinga höfðu meiri hita en 38°C daginn eftir aðgerð. Sjá töflu 9. TAFLA 9. Líkamshiti daginn eftir aðgerð: Hiti C° Fjöldi % 38,0 2 1 37,5-38,0 24 9 37,5 235 90 Samtals 261 100 Langsamlega flestar konurnar fóiu heim daginn eftir aðgerð og er líklegt ef góð aðstaða er fyrir hendi á sjúkrahúsi og á heimili, að í framtíðinni geti flestir sjúklinganna komið inn fastandi að morgni aðgerðardags og farið heim að kvöldi sama dags. Sjá töflu 10. TAFLA 10. Lega eftir skurðaðgerð: Fóru heim Fjöldi % Samdægurs 8 3 Næsta dag 183 70 Á 2. degi 60 23 Á 3. degi 10 4 Samtals 261 100 Öllum konunum, sem gengust undir þessa aðgerð, var sendur spurningalisti og svöruðu 77% eða 202. Spurningum var skipt í 4 þætti, þ. e. blæðingar eftir að- gerð, breytingar á andlegu ástandi, breyt- ing á samlífi og hvort viðkomandi sé ánægð með að hafa gengist undir að- gerðina. Um tíðablæðingar vísast til töflu 11, en þar kemur fram að 12% fengu óreglulegar blæðingar eftir aðgerðina, en sams konar tilhneiging hefur einnig kom- ið fram í öðrum tölfræðilegum skýrslum (statistikum). Þegar þessi 12% voru at- huguð nánar kom í ljós að næstum helm- ingur þeirra voru konur eldri en 40 ára og meira en 80% voru eldri en 36 ára. Þannig má ætla að í mörgum þessum til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.