Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 58
218 LÆKNABLAÐIÐ á aðeins 9-14 tilfellum.4 13 Nokkur athygl- isverð atrfði komu í ljós í uppgjörinu frá Karolinska sjúkrahúsinu.7 í fyrsta lagi, að það virtust aðallega vera 2 aldurshópar barna, sem fá þetta, þ. e. sveinbörn undir 1 árs aldri (35%) og sveinbörn 10-15 ára (45%). Þessir hópar voru ólíkir bæði m. t. t. hugsanlegrar orsakar og meðferð- ar (sbr. Tafla nr. I). Hjá sveinbörnum ræktaðist úr þvagi í nær helmingi tilfella, en í eldri hópnum í einungis 17% tilfelia. Hjá öllum aldursflokkum ræktaðist úr þvagi í samtals þriðjungi tilfella. í flest- um hinna tilvikanna var orsökin algjör- lega ókunn. Þriðjungur allra tilfella hafði hita yfir 38 stig C og einkenni voru bólga, roði og verkur í pung. Við þreifingu voru eymslin greinilega bundin við hjáeista- lykkjuna hjá eldri drengjunum, en hjá yngri drengjunum var mjög erfitt að meta slíkt og er það ástæðan fyrir því, að ráð- lagt er að kanna í skurðaðgerð öll ung- börn með þessi einkenni, til að útiloka snúning á eistanu, en slíkt á yfirleitt að vera óþarfi hjá eldri drengjum. í Karo- linska voru öll ungbörn nema eitt könnuð við skurðaðgerð, en einungis þurfti að kanna einn dreng við skurðaðgerð í hópr.- um 10-15 ára.7 Horfur hjá drengjum með eistalyppubólgu af óþekktum orsökum eru yfirleitt mjög góðar. Mjög fáir fá rýrnun á eista (atrophia testis), sem er talsvert algengt hjá fullorðnum með sama sjúk- dóm. Ekki eru allir á eitt sáttir um orsakir fyrir bráðri eistalyppubólgu. í sumum uppgjörum er talið að allt að 75% tilfella standi í sambandi við þvagfærasýkingar, en aðrir halda því fram, að svo sé alls ekki, þar sem bakteríur komist ekki upp sæðisganginn (vas deferens), en það hef- ur verið margsannað. Undantekning frá þessu eru þó ungabörn með þrengsli í þvag- rás (strictura urethrae), en í tveimur at- hugunum sem gerðar hafa verið kom í ljós, að rúmlega 10% sveinbarna með þrengsli í þvagrás fá bakflæði upp i sæðis- gang (vas deferens).1- í greinum er skýrt frá þremur ungum drengjum, sem ha'a fengið eistalyppubólgu og hafa hafi; stað- fest bakflæði, sem hefur sést á röntgen- mynd upp í sæðisgang, í sambandi við þrengsli í þvagrás.12 Því hefur einnig ver- ið haldið fram að mikil og langvarandi líkamsáreynsla geti leitt til þvagflæðis upp í sæðisgang og valdið eistalyppubólgu af framandi efnum (kemiskt), en helstu röksemdir fyrir því að bólgan sé ekki orsökuð af bakteríum eða veirum, eru að sárasjaldan ræktast frá henni. Flcistir fallast þó á, að samband sé á milli þvag- færasýkingar og eistalyppubólgu4 r'714 og er þá talið að sýkingin berist eftiv sogæðabrautum frá þvagfærum eða blöðruhálskirtli, en einnig er talið að sý.k- ingin geti borist með blóðinu frá fjarlæg- um sýkingum. Sumir vilja leggja áherslu á lekanda-sýkingu og aðrir á berkla. Hvað sem öðru líður, er í flestum athugunum stór hópur tilfella (45-95%) þar sem or- sökin er óþekkt* 15 og bólgan verður ekki sett í samband við neitt sérstakt. Reynt hefur verið að rækta veiruna, en það hef- ur ekki tekist. Tíðni þvagfærasýkinga í börnum með bráða hjáeistalykkjubólgu í þeim fáu athugunum, sem gerðar hafa verið, sést í töflu nr. II. Age: 1 year 1-10 years 10-15 years Percentage of cases -35% -20% -45% Percentage of cases which underwent ex- plorative operation. -95% 50% 5% Percentage of cases with urinary infection. -50% ~ 17% TABLE I. — Age distribution, percent- underlying cause of 48 cases of acute epi- age of cases which underwent operation didymiíis in boys under 15 years at Karo- and the role of urinary infection as an linska sjukhuset Stockholm.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.