Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 26
196
LÆKNABLAÐIÐ
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafclag íslands- og LlRl
Læknafélag' Reykjavikur LbT
63. ÁRG. — SEPT.-OKT. 1977
UM STÖÐU ÁFENGISMÁLA Á ÍSLANDI
í síðasta tölublaði Læknablaðsins birtist
grein um delirium tremens.5 Þar kom m.a.
fram, að tíðni þessa fylgikvilla drykkjusýk-
innar hefur aukist, með aukinni heildar-
neyslu áfengis á mann, á því 45 ára bili, sem
rannsóknin tók til. Líklegt er, að tíðni ann-
arra fylgikvilla drykkjusýki hafi aukist á
sama hátt, þó að það hafi ekki enn verið
kannað. Pó að tíðni fylgikvilla hafi vaxið og
sjúkdómurinn hafi kannski tekið á sig alvar-
legri mynd, er ekki þar með sagt, að tíðni
drykkjusýkinnar sjálfrar hafi vaxið.
Samkv. rannsókn,5 sem gerð var á fólki,
sem lifði mesta áhættualdursbil drykkju-
sýki og ofdrykkju á bannárunum voru líkur
karla til að verða drykkjusýki að bráð
6,5%. Væru hins vegar reiknaðar líkur
til að verða drykkjusýki eða ofdrykkju,
samkv. skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, að bráð, voru þær 9,8%
fyrir karla en 0,5% fyrir konur. Ýmislegt
bendir til, að tíðni drykkjusýki hafi auk-
ist mjög meðal kvenna. Má þar helst benda
á að fimmtungur þeirra áfengissjúklinga sem
lögðust inn á Kleppsspítalann í fyrsta sinn
á s.l. ári, voru konur.11 Ekki verður ráðið af
innlagningum á spítalann um breytingu á
tíðni sjúkdómsins meðal karla. Til slíks
þyrfti nauðsynlega að gera nýja rannsókn
sambærilega við hina fyrri. Mundi hún veita
mikilvægar upplýsingar um tengsl heildar-
áfengisneyslu þjóðarinnar og tíðni drykkju-
sýkinnar.
En drykkjusýki er aðeins eitt af fjölmörg-
um vandamálum, sem fylgja neyslu áfengis.
Mörg þeirra, svo sem slys og afbrot, virðast
eins og fylgikvillar drykkjusýkinnar aukast
með aukinni áfengisneyslu þjóðarinnar.
Pekking á áfengisneyslu íslendinga hefur til
skamms tíma verið takmörkuð við það, sem
sjá hefur mátt á almannafæri, nefnilega að
margir drykkju illa, og við það, sem fram
kemur í innflutningsskýrslum. Af þeim hef-
ur verið ráðið hver væri meðalneysla af
vínanda á mann á ári. Nýlega hafa þessir út-
reikningar verið betrumbættir með því að
áætla á grundvelli innflutningsskýrslna hve
mikið væri bruggað ólöglega af áfengu öli í
landinu.1
Vegna vaxandi vandræða sem leiddi af
drykkju unglinga lét Félagsmálaráð Reykja-
víkur gera könnun á áfengisneyslu unglinga
á aldrinum 13—17 ára.3 Kom þá í Ijós, að
yfir 85% unglinga á þessum aldri höfðu
neytt áfengis á næstu 6 mánuðum áður en
könnunin fór fram.
Á undanförnum árum hefur verið unnið að
athugun á áfengisneysluvenjum íslendinga
og tengslum þeirra við tíðni einkenna, sem
benda til misnotkunar og við ýmis einkenni
taugaveiklunar.4 010 Pessi athugun byggir á
upplýsingum, sem fengnar eru frá 3,7% úr-
taki fólks á aldrinum 20—49 ára. Niðurstöð-
urnar veita mikilvægar upplýsingar um
tengsl neysluvenja við ýmis félagsleg atriði,
þar með talið útsölukerfi Áfengiseinkasöl-
unnar. Rúmlega 90% karla og nærri 74%
kvenna neyta áfengis, heldur fleiri meðal
þeirra sem eru yngstir, en færri meðal hinna
eldri. Langsamlega flestir neyta sterkra
drykkja eingöngu. Þeir yngstu (20—29 ára)
höfðu byrjað 3—4 árum fyrr að neyta á-
fengis en þeir elstu (40—49 ára) í hópnum.
Við samanburð á drykkjuháttum hér og á
öðrum Norðurlöndum kemur í Ijós, að íslend-
ingar drekka sjaldnar, en meira að meðal-
tali í hvert skipti. Við lauslegan samanburð
virðist ölvunartíðni þó vera svipuð hjá Reyk-
víkingum og öðrum höfuðborgarbúum á
Norðurlöndum. En afskipti lögreglu vegna
ölvunar á almannafæri eru miklu tíðari í
Reykjavík. Fleildarneyslan á mann á ári er
hins vegar minni en á hinum Norðurlöndun-
um.
Áhrif dreifingarkerfisins á neyslu lands-
manna og vandamál, sem henni eru samfara,
eru flókin og margþætt. Læt ég nægja að
geta þess, að á þéttbýlisstöðum með áfeng-
isútsölu telja 12,5% þeirra, sem neyta áfeng-
is, neysluna vera vandamál fyrir sig, á móti
8,3% þeirra, sem búa í sveitarfélögum án