Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ
219
Study
no. UTI causative in:
1: 1 of 12 cases = ~ 8%
2: 6 of 18 cases = ~ 33%
3: 2 of 9 cases = ~ 20%
4: 16 of 48 cases = ~ 33%
Total: 25 of 87 cases = ~ 29%
TABLE II. — The part urinary infection
plays as an underlying cause of acute
epididymitis in boys in the few and small
studies done on the subject.
Meðferð: Flestir ráðleggja sýklalyf við
bráðri eistalyppubólgu ásamt bólgueyð-
andi lyfi einhverju, en aðrir halda því
fram að ekki þurfi nein sýklalyf, þar sem
aldrei ræktist frá bólgunni,14 og sé því
nóg að lyfta undir punginn og láta sjúkl.
liggja í rúminu. Ef vafi leikur á að um
snúning á eista sé að ræða, á að gera
könnunar-aðgerð eins og fyrr segir.
Samanburður á tíðni bráðrar eistalyppu-
bólgu og snúnings á eista: Eins og fyrr
segir hafa menn talið snúning á eista
vera mun algengari meðal sveinbarna en
bráð eistalyppubólga. Þessu eru þó ekki
allir sammála. í amerísku uppgjöri voru
18 tilfelli af eistalyppubólgu í sveinbörn-
um á 10 árum, en 19 af snúningi á eistum
hjá sveinbörnum á sama aldri.4 í upp-
gjöri frá Glostrup-sjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn með 9 tilfellum af eistalyppu-
bólu hjá drengjum yngri en 15 árar> segir,
að á því 12 ára tímabili, er þessi 9 tilfelli
af eistalyppubólgu komu til meðferðar,
hafi 16 sveinbörn á sama aldri verið með-
höndluð vegna snúnings á eista. Ein at-
hugun til viðbótar greinir frá 9 tilfellum
af snúningi á eista, en 12 tilfellum af hjá-
eistalykkjubólgu í sveinum á sama tíma-
bili.13 Þótt ekkert af þessu séu stór upp-
gjör, er freistandi að álykta, að fyrri hug-
myndir manna um hlutfallslega tíðni
snúnings á eista og bráðrar eistalyppu-
bólgu hjá sveinum séu rangar, þ. e. að
eistalyppubólga sé talsvert algengari hjá
sveinum en talið hefur verið. Málið er þó
ekki einfalt, því sé litið yfir stór uppgjör
um snúning á eista kemur í ljós, að höf-
undar þeirra telja eistalyppubólgu sára-
sjaldgæfa meðal barna.1 - 11 Eitt uppgjör
er breskt með 58 tilfellum af snúningi á
eista og álíka fjölda af eistalyppubólgu1
og sést það á mynd I. Þar eru 70% tilfella
með snúning á eista á aldrinum 13-18 ára,
en enginn með eistalyppubólgu er undir
tvítugu. í annarri grein um snúning á eista
með 101 tilfelli3 eru 45 tilfellanna yngri
en 15 ára. 'Höfundar þessara og fleiri
greina vara mjög við greiningunni á eista-
lyppubólgu og telja hana aðal villuna í
mismunagreiningu á snúningi á eista og
eina helstu orsök til seinkunar á meðferð
vegna snúnings, en seinkun getur verið
mjög afdrifarík, þar sem eistanu verður
vart bjargað ef seinkunin verður meiri en
20 klst. Einungis 30% af þeim sem seinkar
um 10-12 klst. verður bjargað, þegar best
lætur, en hægt er að bjarga allt að 100%
eistna (með snúningi á eista) ef ekki líða
meir en 10 klst. frá því að einkennin
byrja.1 Ekki eru þó allir sammála þessu.
Þannig birtist mjög stórt breskt uppgjör
árið 1964 með 500 tilfellum af snúningi
á eista og kom þá í ljós, að í um 90% til-
fella varð að taka eistað eða það var
ónýtt.2
Mismunagreining: Eins og fyrr segir er
greiningin á milli snúnings á eista og á
bráðri hjáeistalykkjubólgu ákaflega erfið.
Menn verða að halda sig við þá almennu
reglu, að ef minnsti vafi leikur á um
greininguna, á að gera könnunaraðgerð
eins fljótt og við verður komið. Við mis-
munagreiningu getur verið gott að hafa
eftirtalin atriði í huga:
1) Phrens próf, þ. e. pungnum er lyft
og verkurinn í honum hverfur, er
oft jákvætt við bráða eistalyppu-
bólgu en ekki við snúning á eista.
2) Snúningur á eista er nær helmingi
oftar vinstra megin en hægra megin.1
3) Nær helmingur sjúklinga með snún-
ing á eista hafa sögu um skammæjan
verk í pung.1 3 8
4) Stór hluti sjúkl. með eistalyppu-
bólgu hefur einhver einkenni frá
þvagfærum eða hefur gröft eða
sýkla í þvagi.1 4 5 7 9 14
5) Hiti kemur oftast (95%) við eista-
lyppubólgu en tiltölulega sjaldan við
snúning á eista (20%).4