Læknablaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 56
216
LÆKNABLAÐIÐ
NÁMSKEIÐ UM GIGTARSJÚKDÓMA
Undanfarin haust hafa Læknafélag ís-
lands og Læknafélag Reykjavíkur gengist
fyrir fræðslunámskeiði fyrir lækna. Af til-
efni alþjóðlega gigtarársins 1977, var nám-
skeiðið að þessu sinni helgað gigtarsjúk-
dómum eingöngu og tók Gigtsjúkdóma-
félag islenskra lækna að sér að skipu-
leggja dagskrá námskeiðsins.
Námskeiðið var haldið dagana 12.—15.
september í Domus Medica og voru flutt
alls um 30 erindi um ýmsa þætti gigtar-
sjúkdóma. Tveir fyrirlesarar komu erlend-
is frá, en það voru þeir prófessor Eric
Allander frá Stokkhólmi og talaði hann um
áhrif gigtarsjúkdóma á þjóðfélagið og
prófessor W. Watson-Buchanan frá Glas-
gow, sem fjallaði um áhrif lyfjanotkunar
á horfur liðagigtarsjúklinga. Ennfremur
var Helgi Valdimarsson, dósent, gestur
þingsins og flutti erindi um ónæmisfræði
og gigtarsjúkdóma. Af innlendum aðilum
vöktu rannsóknarniðurstöður Alfreðs
Arnasonar á erfðaþáttum gigtarsjúkdóma
á íslandi einna mesta athygli, en flutt voru
fjölmörg yfirlitserindi, sem flest höfðu
viðmiðun af íslenskum aðstæðum.
Lítið er enn vitað um orsakir gigtar-
sjúkdóma og mikil þörf er á því að efla
rannsóknir á því sviði. Umtalsverðar fram-
farir hafa þó orðið á sviði ónæmis- og
erfðafræði á undamförnum árum og nýjar
greiningaraðferðir skapast, sem þegar hafa
sannað hagnýtt gildi sitt við gigtarsjúk
linga. Fram kom einnig að mikið vantar
á rannsóknir á árangri meðferðar við gikt-
arsjúkdóma.
Auk fyrirlesara og fundarstjóra voru 85
skráðir þátttakendur á námskeiðinu og var
virk og almenn þátttaka í umræðum á
eftir erindunum. Af hálfu Gigtsjúkdóma-
félags íslenskra lækna var Ársæll Jóns-
son ráðinn framkvæmdastjóri námskeiðs-
ins, en auk hans sáu formaður Fræðslu- og
námskeiðsnefndar læknafélaganna, Árni
Björnsson og starfsfólk skrifstofu lækna-
félaganna, einkum frú Sofie Markan, um
allan undirbúning þess.
Ritstjórn Læknablaðsins hefur boðið að-
ilum námskeiðsins að gefa út erindin sem
flutt voru í sérstöku hefti sem „supple-
mentum“ við Læknablaðið. Líkur benda
til þess að þetta muni takast og verður þá
sent til allra áskrifenda Læknablaðsiins.