Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 56

Læknablaðið - 01.10.1977, Síða 56
216 LÆKNABLAÐIÐ NÁMSKEIÐ UM GIGTARSJÚKDÓMA Undanfarin haust hafa Læknafélag ís- lands og Læknafélag Reykjavíkur gengist fyrir fræðslunámskeiði fyrir lækna. Af til- efni alþjóðlega gigtarársins 1977, var nám- skeiðið að þessu sinni helgað gigtarsjúk- dómum eingöngu og tók Gigtsjúkdóma- félag islenskra lækna að sér að skipu- leggja dagskrá námskeiðsins. Námskeiðið var haldið dagana 12.—15. september í Domus Medica og voru flutt alls um 30 erindi um ýmsa þætti gigtar- sjúkdóma. Tveir fyrirlesarar komu erlend- is frá, en það voru þeir prófessor Eric Allander frá Stokkhólmi og talaði hann um áhrif gigtarsjúkdóma á þjóðfélagið og prófessor W. Watson-Buchanan frá Glas- gow, sem fjallaði um áhrif lyfjanotkunar á horfur liðagigtarsjúklinga. Ennfremur var Helgi Valdimarsson, dósent, gestur þingsins og flutti erindi um ónæmisfræði og gigtarsjúkdóma. Af innlendum aðilum vöktu rannsóknarniðurstöður Alfreðs Arnasonar á erfðaþáttum gigtarsjúkdóma á íslandi einna mesta athygli, en flutt voru fjölmörg yfirlitserindi, sem flest höfðu viðmiðun af íslenskum aðstæðum. Lítið er enn vitað um orsakir gigtar- sjúkdóma og mikil þörf er á því að efla rannsóknir á því sviði. Umtalsverðar fram- farir hafa þó orðið á sviði ónæmis- og erfðafræði á undamförnum árum og nýjar greiningaraðferðir skapast, sem þegar hafa sannað hagnýtt gildi sitt við gigtarsjúk linga. Fram kom einnig að mikið vantar á rannsóknir á árangri meðferðar við gikt- arsjúkdóma. Auk fyrirlesara og fundarstjóra voru 85 skráðir þátttakendur á námskeiðinu og var virk og almenn þátttaka í umræðum á eftir erindunum. Af hálfu Gigtsjúkdóma- félags íslenskra lækna var Ársæll Jóns- son ráðinn framkvæmdastjóri námskeiðs- ins, en auk hans sáu formaður Fræðslu- og námskeiðsnefndar læknafélaganna, Árni Björnsson og starfsfólk skrifstofu lækna- félaganna, einkum frú Sofie Markan, um allan undirbúning þess. Ritstjórn Læknablaðsins hefur boðið að- ilum námskeiðsins að gefa út erindin sem flutt voru í sérstöku hefti sem „supple- mentum“ við Læknablaðið. Líkur benda til þess að þetta muni takast og verður þá sent til allra áskrifenda Læknablaðsiins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.