Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 39

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 205 að þar hafi verið um byrjunárorðugleik-a að ræða og munum við fljótt taka upp þá aðgerð aftur með bættri tækni. í þriðja tilvikinu getum við ekkert fært fram okk- ur til varnar. Var sú kona síðar lögð inn fyrir fóstureyðingu og endurtekin ófrjó- semisaðgerð í gegnum kviðarholssjá í sömu svæfingu og gekk sú aðgerð án fylgikvilla. Sjá töflu nr. 8. TAFLA 8. Fylgikvillar: Fylgikvillar Fjöldi % í aðgerð 4 1 Eftir aðgerð 2 1 Þungun eftir aðgerð 3 1 Samtals 9 3 Við álítum að með góðri þjálfun og tækni og góðum forrannsóknum (útilok- uð þungun) hefði verið hægt að forðast öll þungunartilfellin eftir aðgerðina nema eitt. Ein kona var lögð inn á sjúkrahúsið 4 mánuðum eftir aðgerð. Var hún þá með verki um mest allt neðanvert kviðarhol, þrýstingseymsli og hækkað sökk. Sjúk- dómsgreiningin var nokkuð óljós og var þess vegna gerð kviðarholsspeglun, sem sýndi töluvert blóð í douglas-grófinni (fossa douglasi) og í kringum hægri eggja- leiðarann og virtist eins og blætt hefði frá eggjaleiðarastúfnum leg-megin. í þessu tilviki hafði eggjaleiðarinn bæði verið brenndur og klipptur við aðgerðina 4 mánuðum áður. Við sugum upp að þvi er virtist blóðstorku frá eggjaleiðara- stubbnum leg-megin og sendum þetta í vefjarannsókn, sem sýndi mikið af hvít- um blóðkornum og blóðstorku. Sjúkling- urinn var siðan settur á antibiotica með- ferð og varð frísk. Önnur kona fékk bráða eggjaleiðarabólgu nokkrum dögum eftir aðgerð. Þessi kona hafði lengi verið með lykkju í legi, sem við tókum burtu við aðgerðina. Einnig var í sömu svæfingu gert útskaf á legi vegna milliblæðinga (metrorrhagiu) og að lokum var gerð ófrjósemisaðgerð í gegnum kviðarholssjá. Við kviðarholsspeglunina mátti sjá poka- myndanir á báðum eggjaleiðurum (sachto- salpinx myndanir) og hefði því verið óþarfi að brenna eggjaleiðarana, hvað við gerðum samt og hún fékk sýkingu nokkr- um dögum seinna. Sjá töflu 8. Árni Ingólfsson framkvæmdi allar að- gerðirnar nema tvær. Bragi Níelsson sá um svæfingu í langflestum tilvika. Aðeins 1% sjúklinga höfðu meiri hita en 38°C daginn eftir aðgerð. Sjá töflu 9. TAFLA 9. Líkamshiti daginn eftir aðgerð: Hiti C° Fjöldi % 38,0 2 1 37,5-38,0 24 9 37,5 235 90 Samtals 261 100 Langsamlega flestar konurnar fóiu heim daginn eftir aðgerð og er líklegt ef góð aðstaða er fyrir hendi á sjúkrahúsi og á heimili, að í framtíðinni geti flestir sjúklinganna komið inn fastandi að morgni aðgerðardags og farið heim að kvöldi sama dags. Sjá töflu 10. TAFLA 10. Lega eftir skurðaðgerð: Fóru heim Fjöldi % Samdægurs 8 3 Næsta dag 183 70 Á 2. degi 60 23 Á 3. degi 10 4 Samtals 261 100 Öllum konunum, sem gengust undir þessa aðgerð, var sendur spurningalisti og svöruðu 77% eða 202. Spurningum var skipt í 4 þætti, þ. e. blæðingar eftir að- gerð, breytingar á andlegu ástandi, breyt- ing á samlífi og hvort viðkomandi sé ánægð með að hafa gengist undir að- gerðina. Um tíðablæðingar vísast til töflu 11, en þar kemur fram að 12% fengu óreglulegar blæðingar eftir aðgerðina, en sams konar tilhneiging hefur einnig kom- ið fram í öðrum tölfræðilegum skýrslum (statistikum). Þegar þessi 12% voru at- huguð nánar kom í ljós að næstum helm- ingur þeirra voru konur eldri en 40 ára og meira en 80% voru eldri en 36 ára. Þannig má ætla að í mörgum þessum til-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.