Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 27

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 197 útsölu. Daginn eftir mikla drykkju drekka helmingi fleiri, ef útsala er í nágrenninu. Hins vegar er miðtala þess áfengismagns, sem neytt er í hvert skipti, ívið lægri í Reykjavík en annars staðar á landinu. Vegna eiturverkana sinna er áfengis- neysla alls staðar háð einhvers konar eftir- liti, og reynt er að hafa stjórn á henni með löggjöf, fræðslu eða félagslegum þrýstingi. Við ramman reip er þó að draga, ef hafa skal hemil á neyslunni. Annars vegar vegna þess að mikill meiri hluti neytenda, sem getur alla jafna sjálfur haft stjórn á neyslu sinni, lítur á afskipti opinberra aðila eða annarra sem skerðingu á persónufrelsi. Hins vegar er hagnaðarvon einstakra framleiðenda og seljenda áfengis. Markmið áfengislöggjafar og stefnu í áfengismálum er að draga úr eða fyrirbyggja þau vandamál, sem áfengisneysla getur leitt til. En löggjöf og stefna opinberra aðila dugir skammt, ef ekki tekst að móta og viðhalda almenningsáliti, sem styður hvort tveggja. Hér á landi er nauðsynlegt að breyta viðhorfi fólks á öllum aldri gagnvart ölvun og ofur- ölvun. Nauðsynlegt er að fólki, er vill neytn áfengis, skiljist að áfengis eigi að neyta án þess að verða áberandi ölvaður og að ölvun eyðileggi skemmtan þess og annarra. Nýlega hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tek- ið mikilvægt skref til þess að reyna að hafa áhrif í þessa átt. Var það gert með því að hækka ekki verð á léttum vínum er síðasta verðhækkun verslunarinnar kom til fram- kvæmda. Breytingin á sölu áfengis á vín- veitingahúsum, þegar farið var að selja á- fengi í glösum eða skömmtum (sjússum) í stað heilla flaskna var og til bóta. En betur má, ef duga skal. M.a. verða gestgjafar að geta stillt gestrisni sinni í hóf og hætt að skenkja áður en víman svífur um of á gest- ina, ef þeir eiga sjálfir örðugt með að hafa hemil á neyslunni. Deila má um hvort og þá hvernig eigi að breyta núgildandi áfengislöggjöf. Frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði ættu slíkar breyting- ar að miða að minnkandi heildarneyslu. Frá almennu þjóðfélagssjónarmiði væri einnig æskilegt, að neyslan færðist frá sterku á- fengi yfir á veikari tegundir þannig, að drukkið væri minna vínandamagn í hvert skipti og jafnframt væri dregið úr heildar- neyslunni. Síðar verður væntanlega tæki- færi til að ræða nánar um æskilegar breyt- ingar á áfengismálastefnu á grundvelli þeirra rannsókna, sem hér hafa verið nefnd- ar. Ýmsar frekari rannsóknir ber brýna nauðsyn til að gera hér á landi til þess að unnt verði að fyrirbyggja áfengisvandamál og bæta úr þeim, sem þegar eru komin upp. Sérstak- lega er nauðsynlegt að finna, hverjir eru í mestri hættu, til þess að vita hvert helst skuli beina fyrirbyggjandi aðgerðum. Rann- sóknir okkar7 hafa eins og eriendar rann- sóknir þegar sýnt, að börnum ofdrykkjufólks og börnum, sem koma frá uppleystum heim- ilum, er meiri hætta búin en öðrum. Til þess að fylgja þessum rannsóknum eftir og taka upp nýjar þarf meira fé og meiri mannafla. Faraldsfræði og orsökum drykkjusýki svip- ar mjög til faraldsfræði og orsaka tauga- veiklunar.28 En órannsakað er hvað veldur því, að sumir verða drykkjusýki að bráð, með eða án taugaveiklunareinkenna, en aðrir verða taugaveiklaðir án þess að misnota á- fengi. Margt er og svipað um meðferð þeirra, sem þjást af þessum kvillum. Áfeng- ið skapar viðbótarvanda, sem taka þarf tillit til við meðferð. Hann er m.a. fólginn í því, að sjúklingar nota oft áfengi til að draga úr spennu og kvíða, sem eru taugaveiklunar- einkenni. Fegar þessi sjálfsmeðferð er kom- in í ógöngur, eiga þeir oft erfitt með að leita sérfræðilegrar hjálpar og vilja heldur leita einhverra, sem ratað hafa í sama vanda og fá húsráð hjá þeim. Til þess að geta komið sjúklingunum til hjálpar er nauðsyn- legt að hafa góða samvinnu milli áhuga- manna og heilbrigðisstofnana. Góðu heilli eru margir áhugamenn. En því miður er skortur á sérlærðum starfskröftum og hús- næði, sérstaklega fyrir bráða móttöku og göngudeild. Vonir standa til, að nokkuð ræt- ist úr húsnæðisskortinum á næstu árum með tilkomu Geðdeildar Landsspítalans. Brýna nauðsyn ber til að sérmennta fleiri lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga til þess að annast meðferð drykkjusjúkra, og raunar annarra geðsjúkl- inga líka, og til vísindalegra rannsókna á þessum sjúkdómum. Hér er mikið verk að vinna og mikið í húfi fyrir einstaklingana og þjóðfélagið að vel takist til. Tómas Helgason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.