Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 47 þeir sjúklingar, sem lengst hafa lifað ganga undir annarri sjúkdómsgreiningu en M.N.D., þótt þeir ættu að vera það rétti- lega. Þetta er þó aðeins tilgáta og ekki verður annað ráðið af vandlega athuguð- um upplýsingum, er fyrir liggja, en að hér á landi sé umtalsvert langlífi í M.N.D. um- fram það sem annars staðar gerist. Meðalbyrjunaraldur sjúkdómsins hér er svipaður því sem annars staðar gerist. Meðalaldur við byrjun 50—60 ár6 7 1830 4í. Hið sama á við um byrjunareinkenni sjúk- dómsins í heild cg framvindu hans hvað frekari einkennum frá motor neuronum viðkemur. Hér eins og annars staðar er lang algengasta byrjunin af lægri motor neuronu gerð og oftar í griplimum en í ganglimum. Tiltöluleg symmetri á út- breiðslu einkenna er og ríkjandi eins og þekkt er annars staðar frá. Hinsvegar byrja hér hlutfallslega fleiri með PMMA og aft- ur færri með PBP en annars staðar20. Sá samanburður á þó betur við um ALS en M.N.D. Orsök M.N.D. er ekki þekkt, en ýmsar tilgátur um beinar orsakir eða meðvirk- andi hafa verið settar fram. Höfundar hafa getið sér til um sýkingar, svo sem af völd- um veira eða spiroketa10 15 33 41 40, illkynja sjúkdóma8, ónæmisjúkdóma8, malabsorp- tion eða næringarskort af öðrum orsök- um' 2 truflun á sykurefnaskiptum og aðra efnaskiptasjúkdóma12 3, jafnvel arterioscle- rosu, slys23 og eitrunar11 14, svo flest sé upptalið. Við leituðum allra þessara þátta og fundum ekkert örugglega markvert í því efni, en þess er þó að geta, að hjá ein- um sjúklingi byrjaði sjúkdómurinn eftir bólusetningu og síðar svonefnda Patreks- fjarðarveiki og að 7 sjúklingar höfðu magasár og meltingaróþægindi, þar af höfðu 2 haft hluta af maga fjarlægðan, en hjá engum þessara sjúklinga var hægt að sýna fram á að þeir hefðu malabsorption. Hinsvegar er athyglisvert, að 6 sjúkling- anna kvörtuðu um skyntruflanir, ásamt aflleysi i upphafi, þ.e. 4 um verki og dofa í höndum og herðum og tveir um dofa í iljum og höndum. Fjórir þessara sjúklinga, þeir fyrst töldu, höfðu reyndar verið grun- aðir um carpal tunnel syndrome eða scale- nus syndrome og aðgerðir framkvæmdar á þeim í því augnamiði að bæta slík einkenni, en án árangurs. Það er ekki fátítt að sjúk- lingar kvarti um stirðleika og stífleika í vöðvum og kvarti jafnframt mjög undan sinadrætti í M.N.D. og þá ekki hvað síst i upphafi hans. Skyntruflanir fundust á- kveðið hjá þrem þessara sjúklinga, en eng- um eftir því sem á sjúkdóm þeirra leið. Einn þessara þriggja kvartaði um dofa í iljum og höndum og fékk upphaflega á sig sjúkdómsgreininguna polyneuropathia og virtist hafa skyntruflun á útlimum af hanska- og sokkaútbreiðslu. Einkenni þessa sjúklings fóru hratt vaxandi og fékk hann síðar á sig sjúkdómsgreininguna Charcot- Marie-Tooth sjúkdómur, en fljótlega virt- ust skynbreytingarnar hverfa, sjúklingur- inn fékk útbreiddar fasciculationir, síðan einkenni frá heilastofni og loks einkenni frá efri motor neuronum og lést 3 árum eftir að sjúkdómurinn hófst. Þessi sjúk- lingur hafði svo nefnda polyneuritiska gerð sjúkdómsins. (Patrikios, 1918 )42. Samkvæmt klíniskri skilgreiningu flokk- ast 30 sjúklinga okkar sem primær ALS, einn sem PLS og 6 flokkast sem PMA. Hér er þó því við að bæta, að 3 af þessum 6 sjúklingum voru krufnir og kom þá í ljós við skcðun á mænu og heila, að áberandi sjúklegar breytingar (demyelination) voru í corticospinal brautum. Þessir 3 sjúkling- ar hafa því einnig haft ALS og verða þá 33 sjúklingar í þeim hópi, en aðeins 4 í hin- um tveim. Þetta er í samræmi við það sem fyrir liggur í öðrum uppgjörum, þar sem fvrst og fremst er byggt á kliniskri athug- un og aðeins takmarkaðar krufninganiður- stöður liggja fyrir. Þannig bendir Kurland (19 69 ) 27 á að kliniskt hlutfall ALS og PMMA breytist mjög til fjölgunar ALS við krufningar. Norris42 er sömu skoðunar. Annars hefur verið ágreiningur um það hvort PMMA væri undanfari ALS eða sér- stakur sjúkdómur. Charcot (1873, 1887)42 studdi hið síðara en Gowers (18 9 9 ) 42 hið fyrra. Báðar kenningar hafa verið stað- festar við krufningar13, en eftir kliniskri mynd hafa bær báðar fengið sína fylgj- endur32 37 30 40 45, og enn aðrir hafa skipt PMMA í nokkra hópa 5 34 35 30 47. Athyglis- vert er. að af þessum 33 sjúklingum með AT ,S. höfðu 9 lifað lengur en í 10 ár, en sjúklingamir 6 með kliniskt PMA, höfðu lifað annars vegar 2—3 ár og hinsvegar í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.