Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 18

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 18
52 LÆKNABLAÐIÐ t MINNING KJARTAN R. GUÐMUNDSSON F. 14. apríl 1906 D. 5. okt. 1977 Þann 5. okt s.l. andaðist að heimili sínu hér í Reykjavík Kjartan Ragnar Guð- mundsson dr.med., fyrrum prófessor og yf- irlæknir. Útför hans var gerð í kyrrþey 12. okt. s.l. Með Kjartani er ekki aðeins genginn brautryðjandi og foringi, heldur og sann- ur maður og góður drengur, og fyrir þann, sem þetta ritar, trúr og einlægur vinur. Þegar slíkir menn kveðja skilja þeir eftir skaið, sem torfyllt er, og vandsetið er hans auða sæti svo vel sé. Minningin um dugnað hans og ósérhlífni, tryggð og hjarta- hlýju mildar söknuð þeirra, er næstir hon- um stóðu. Kjartan Ragnar Guðmundsson var fædd- ur að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum 14. apríl 1906. Foreldar hans voru hjónin Mar- grét Bárðardóttir cg Guðmundur Kjartans- son, bóndi og smiður að Ytri-Skógum. Syst- kini átti Kjartan fjögur og lifa hann þrjú þeirra, en einn bróðir var áður látinn. Kjartan sýndi fljótt, að hann var góðum gáfum gæddur, skarpur og dugmikill, og var því settur til mennta. Hann lauk stúd- entsprcfi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og embættisprófi í læknisfræði við Háskóla íslands árið 1936. Sérfræði- nám í taugasjúkdómafræði stundaði hann i Svíþjóð og Danmörku frá ársbyrjun 1938 til ársloka 1940, og síðar við móðurstofn- un allrar neurology á Queen Square í Lundúnum. Honum var veitt hér almennt lækningaleyfi árið 1939 og viðurkenning sem sérfræðingur í taugasjúkdómafræði árið 1942. Á löngum starfsferli kom Kjartan víða við. Þannig var hann um skeið héraðslæknir á Siglufirði, Hornafirði, Hafnarfirði, Hólmavík og í Reykjafjarðarhéraði. Hann var aðstoðarmaður berklayfirlæknis 1942— 1944, og um hríð aðstoðarlæknir á Víf- ilsstöðum og á Kleppsspítala, en starfaði lengst sem sérfræðingur á lækningastofu sinni hér í Reykjavík, allt frá árinu 1942 cg fram undir árið 1970, og starfaði þá jafn- framt á þessu tímabili lengst af sem ráð- gefandi sérfræðingur í taugasjúkdómum við sjúkrahúsin í Reykjavík. Hann var ráðinn formlega til slíkra starfa við Landspítalann árið 1957, en varð síðan yfirlæknir við taugasjúkdómadeild þess sjúkrahúss við stofnun hennar árið 1967. Hann hóf kennslu við læknadeild Háskóla íslands ár- ið 1957, fyrst sem stundakennari, en var síðan ráðinn lektor, skipaður dósent og gegndi loks stöðu prófessors. Hann varði doktorsritgerð við Háskóla íslands í des- ember árið 1974 um rannsóknir sínar á taugasjúkdómum á íslandi. Kjartan var brautryðjandi hérlendis í taugasjúkdómafræði. Hann var vel mennt- aður og hélt við menntun sinni með ágæt- um, sótti þing og fór námsferðir reglulega, og var sérlega tíður gestur og vel virtur á Queen Square í Lundúnum. Hann tók miklu ástfóstri við sérgrein sína cg þiónaði henni af þeirri sömu dyggð cg trúmennsku og öllu því öðru, sem hon- um var til trúað. Hann barðist alla tíð ó- trauður fyrir vexti, viðgangi og virðingu sérgreinar sinnar. Dugnaður Kjartans og atorka var með eindæmum og það ásamt greind hans, snerpu og skarpskyggni gerði það að verk- um, að hann skilur eftir sig ótrúlega mik- ið og frjótt dagsverk. í hart nær 20 ár ann- aðist hann lengst af nánast einn alla neur- ologíska þjónustu í landinu, á stofu sinni, á ferðalögum um landið, cg sem ráðgefandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.