Læknablaðið - 01.04.1978, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ
55
Bjarni Þjóðleifsson:
DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM KRANSÆÐASJÚKDÓMA
Á ISLANDI 1951—1976.
INNGANGUR:
Á síðustu áratugum hefur orðið mikil
aukning á kransæðasjúkdómum semskráðu
dánarmeini meðal flestra vestrænna þjóða.
Á árunum 1971—76 dóu á íslandi að með-
altali 250 karlar árlega úr kransæðasjúk-
dómum og þar af voru 115 undir sjötugs-
aldri. Samsvarandi tölur fyrir konur eru
139 og þar af 27 undir sjötugsaldri.
Þrátt fyrir miklar framfarir í lækn-
isfræði virðist meðferð á kransæðasjúk-
dómum ekki hafa breytt sem neinu nemur
dánartíðni sjúkdómsins(11). Ljóst er að
kransæðasjúkdómar eru eitt helsta heil-
brigðisvandamál íslendinga í dag og eini
möguleikinn til að stemma stigu við þess-
um sjúkdómum virðist bundinn við heilsu-
verndaraðgerðir.
Það sjónarmið hefur komið fram að ekki
sé um raunverulega aukningu að ræða á
tíðni kransæðasjúkdóma heldur stafi aukn-
ingin af breyttri aldursdreifingu, betri
greiningaraðferðum, breyttum skráningar-
reglum og greiningarvenjum. Því hefur enn-
fremur verið haldið fram, að minnkun hafi
orðið á tíðni kransæðasiúkdóma hér á
landi sambærileg við minnkun í öðrum
löndum þar sem varnaraðgerðir hafa verið
hafðar í frammi(10).
Umræður og ákvarðanir um varnarað-
gerðir þurfa að byggja á sem nákvæmusl-
um upplýsingum um útbreiðslu og gang
kransæðasjúkdóma. Það er tilgangur þess-
arar greinar að draga fram þessar upplýs-
ingar og að leita svara við þeim spurning-
um, sem hér hefur verið varpað fram.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR:
Gögn: í útgefnum gögnum frá Land-
læknisembættinu (Heilbrigðisskýrslur) og
Hagstofu íslands (Mannfjöldaskýrslur, Töl-
fræðihandbók) er ekki að finna nægjanlega
nákvæmar upplýsingar um skiptingu dán-
armeina eftir aldursflokkum og kyni. Var
því stuðst við óútgefin gögn fengin hjá
Guðna Baldurssyni deildarstjóra á Hag-
stofu íslands. Þessi gögn náðu þó aðeins
yfir tímabilið 1955—76, en gögn yfir fyrri
tímabil eru glötuð. Fyrir tímabilið 1951—
55 er stuðst við Mannfjöldaskýrslur 1951
-—60, en þær gefa aðeins kyn og aldurs-
skiptingu fyrir B-flokka dánarmeina.
Skráning dánarmeina er byggð á dánar-
vottorðum og hafa þau verið flokkuð eftir
skráningarreglum alþjóða heilbrigðiámála-
stofnunarinnar. Það eykur verulega gildi
þessara gagna að flokkunin hefur verið
gerð af sama aðila, prófessor emeritus Júlí-
usi Sigurjónssyni fyrir allt það tímabil, sem
tekið var til athugunar.
Skráningarreglur kransæðasjúkdóma:
Samanburður á dánartíðni af völdum
kransæðasjúkdóma 1951—76 verður mun
erfiðari vegna þess að skráningarreglum
alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar var
breytt á þessu tímabili (International
Classification of Disease, skammstafað
ICD.).
Eftirfarandi útgáfur hafa verið í notkun
á Islandi á þessu tímabili:
1) 1951 til 1961, 6. endurskoðun.
2) 1961 til 1970, 7. endurskoðun.
3) 1971 til 1976, 8. endurskcðun.
Engin breyting varð á flokkun kransæða-
sjúkdóma við breytingu frá 6. til 7. endur-
skcðunar. Við gildistöku 8. endurskoðunar
varð breyting á númerum greiningarflokka
•'g að nokkru leyti á flokkunum sjálfum.
í 6. og 7. endurskoðun voru kransæða-
sjúkdómar flokkaðir á eftirfarandi hátt:
420 „Arterio-sclerotic heart dissease,
including coronary disease".
420.0 Arterio-sclerotic heart disease so
described".
420.1 „Heart disease specified as in-
volving coronary arteries“.