Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 36

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 36
62 LÆKNABLAÐIÐ venjum á hjartasjúkdómum meðal ís- lenskra lækna á tímabilinu 1951—76. Tölu- vert stór flokkur hjartasjúkdóma, negg- hrörnun, hefur horfið nær algjörlega á þessu timabili og er margt, sem bendir til að það sé að mestu vegna tilfærslu yfir í kransæðasjúkdóma. Það var því gengið út frá þeirri forsendu að negghrörfiun inni- héldi nær eingöngu kransæðasjúkdóma og var þessum flokki bætt við kransæðasjúk- dóma. Þrátt fyrir þetta kemur fram um 150% aukning í þrem yngstu aldurshópum karla og 50% aukning hjá 70—79 ára. Hjá konum hefur ekki orðið marktæk breyting. Er hugsanlegt að aukningin á dánartíðni hjá körlum á tímabilinu 1951—76 stafi af breyttum greiningaraðferðum og skráning- arreglum? Krufningstíðni var lægst 1951 og það er mögulegt að það hafi haft nokk- ur áhrif til lækkunar á skráð dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma. Árið 1960 voru gæði dánarvottorða hinsvegar orðin sam- bærileg við síðari tímabil. Klinisk grein- ing kransæðasjúkdóma byggist að verulegu leyti á hjartalínuriti, sem farið var að nota uppúr 1950. Þá komu einnig til um 1960 mælingar á efnahvötum í blóði (GOT, GPT), sem gerðu greininguna enn nákvæm- ari. Má ætla að þessar framfarir standi á bak við hvarf negghrörnunar yfir í krans- æðasjúkdóma, en ólíklegt er að þær hafi veruleg áhrif á skráða tíðni kransæðasjúk- dóma þar fyrir utan. Ennþá á eft- ir að kanna að fullu áhrif skiptingar frá 7. til 8. dánarmeinaskrárinnar á ís- landi á skráða tíðni kransæðasjúk- dóma. Athuganir í Bandaríkjunum sýna 14,6% hækkun í 8. dánarmeinaskrá(4) og stafar hún að stórum hluta af tilfærslu negghrörnunar yfir í kransæðasjúkdóma. Þessi leiðrétting hefur verið gerð hér að framan þannig að aðeins getur verið um að ræða frekari breytingu, sem nemur ör- fáum % og verður enganvegin nægjanleg til að skýra þá 50—150% aukningu, sem fram hefur komið hjá körlum á þessu tímabili. Þar við bætist að breyting á skrán- ingarreglum og venjum hlýtur að hafa sömu áhrif hjá körlum og konum. Þetta atriði staðfestir enn frekar að hinn athygl- isverði munur, sem kemur fram á dánar- tíðni hjá körlum og konum, er raunveru- legur, en ekki skráningar- eða greiningar- skekkja. Sú breyting, sem hér hefur fundist á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma bendir til að þeir hafi skollið yfir eins og faraldur uppúr 1950 og einkum herjað á karlmenn. Ekki virðist neitt lát á þessum faraldri a.m.k. ekki hjá körlum, sem bera meginþungan af honum. Hjá konum hefur ef til vill orðið smávegis minnkun síðustu 3—4 ár ef miðað er við tímabilið á und- an, en engin breyting ef miðað er við tímabilið í heild. Það er þó vert að taka eftir að engin minnkun hefur orðið á síð- ustu 3—4 árum hjá konum í yngstu ald- ursflokkunum, en í því sambandi má benda á að sterkur grunur er á að getnaðarvarn- artöflur geti aukið tíðni kransæðasjúk- dóma hjá konum(#). Rétt er að hafa í huga að í þessari grein er aðeins verið að ræða um dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma, en ekki er vitað um tíðni þessara sjúkdóma, þar sem skipuleg skráning kliniskra tilfella hefur ekki farið fram. Nokkrar framfarir hafa orðið í meðferð kransæðasjúkdóma og er hugsanlegt að óbreytt dánartíðni síðustu ár rstafi af því að fleiri lifa nú sjúkdóminn af. Hér á landi hefur notkun beta blokkera aukist mjög mikið síðan 1970, en nýlegar rannsóknir benda til að dánartíðni eftir kransæðastíflu minnki við notkun þeirra("). Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma virðist nú standa í stað í flestum velmegun- arlöndumí1, :i), en þó hefur orðið lítils- háttar lækkun í Ástralíu(-), en einungis í Bandaríkjunum hefur orðið veruleg lækk- un eða um að meðaltali 25% (15). Það er athyglisvert að í engu öðru landi hefur á- unnist jafnmikið í að breyta áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma(15). Hér á landi hafa rannsóknir Hjarta- verndar sýnt að áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma eru mjög útbreiddir. Meðal- gildi kolesterols í blóði eru með því hæsta, sem þekkist('-) og þættir eins og háþrýst- ingur, offita og reykingar eru a.m.k. eins algengir og hjá nágrannaþjóðum(°l:)). Þessar rannsóknir gefa ákveðið til kynna að horfur Islendinga varðandi kransæða- sjúkdóma við óbreytt ástand eru ekki góð- ar. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.