Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 45

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 67 því að valda skemmdum á endotheli æða- veggjarins, sem auki gegndræpi fyrir LDL. Rannsóknir benda einnig til að reykingar auki gegndræpi endothelsins fyrir LDL.4 Ross o.fl. hafa sýnt fram á í vefjarækt- un, að blóðflögur gefa frá sér efni og kom- ist þetta efni inn í intima vegna sköddunar á endothelinu örvar það í samverkan við LDL vöxt og skiptingu á sléttum vöðva- frumum í intima.85 86 Þessir höfundar, sem og margir fleiri, álíta að sléttar vöðva- frumur gegni meginhlutverki í þróun (pathogenesis) á æðakölkun eins og sýnt er á mynd 1. Önnur nýstárleg kenning um uppruna æðakölkunar byggist á því, að æðaskell- urnar séu nokkurs konar æxlisvöxtur upp- runninn frá einni frumutegund, sléttvöðva- frumum, í intima, sem mutagen efni hafa hrundið af stað.7 Þessi kenning byggist á því, að frumur í æðaskellunum innihalda einungis eina phenotypu af glucose-6-phos- phate dehydrogenase, sem höfundarnir túlka sem merki þess, að skellan sé upp- runninn frá einni frumu (monoclonal). Aðrir hafa túlkað niðurstöðurnar á tals- vert annan veg.81 Höfundar þessarar kenningar skýra hlut- verk áhættuþáttanna m.a. þannig, að vind- lingareykur innihaldi mutagen efni og lipo- proteinin beri mutagen efni inn í æða- veginn. Rannsóknir á komandi árum munu væntanlega auka verulega þekkingu okkar á uppruna og eðli æðakölkunar. ÁHÆTTUÞÆTTIR Áhættuþættir eru skilgreindir sem þeir þættir í fari einstaklingsins eða þau líkams- einkenni hans, sem tengd eru auknum líkum á því, að viðkomandi einstaklingur fái ákveðinn sjúkdóm í framtíðinni.101 Þeir þættir, sem auka líkurnar á að ein- staklingur fái klinisk einkenni æðakölk- unar hafa verið fundnir með ferilrann- sóknum („prospective surveys“) á hópum fólks yfir árabil til að fylgjast með því hvaða einstaklingar fái einkenni sjúkdóms- ins. Þekktasta ferilrannsókn af þessu tagi er kennd við Framingham í Massaehusetts fylki í Bandaríkjunum, þar sem nokkur þúsund einstaklingum hefur verið fylgt eftir síðan um 1950.40 53 Fjölmargar aðrar svipaðar hóprannsóknir hafa verið fram- kvæmdar víða um heim síðan og vel þekkt er rannsókn, sem Ancel Keys o.fl. gerðu í 7 þjóðlöndum.57 Hópskoðun Hjartaverndar er einnig af svipuðu tagi. Hóprannsóknir þessar hafa leitt í ljós fjölmarga áhættu- þætti fyrir æðakölkun og ber niðurstöðun- um vel saman um nokkra þeirra. Rann- sóknir á hópi sjúklinga, sem þegar hafa fengið klinisk einkenni æðakölkunar, 'hafa einnig sýnt fram á fylgni vissra þátta og æðakölkunar, en slíkar „retrospective“ rannsóknir eru þó ekki taldar eins mark- tækar m.a. vegna þess, að sjúkdómurinn sjálfur getur haft áhrif, bein eða óbein, á þessa þætti. Áhættuþáttur felur þó ekki í sér, að orsakasamband sé milli hans og æðakölk- unar, heldur getur einungis verið um fylgni að ræða. Líklegt er talið, að um orsakasamband sé að ræða, þegar eftirfar- andi atriðum er fullnægt:101 1. Fylgni milli áhættuþáttarins og æða- kölkunar hafi þráfaldlega fundizt í mörgum ferilrannsóknum. 2. Fylgniti sé sterk, þ.e. hlutfallsleg á- hætta einstaklinga, sem þáttinn hafa, sé verulega aukin. 3. Fylgnin sé óháð fylgni annarra þátta, þ.e. áhættuþátturinn sé sjálfstæður (,,independent“). 4. Faraldsfræðileg fylgni samrýmist nið- urstöðum annars konar rannsókna, t.d. dýra- og meinafræðilegum til- raunum. 5. Unnt sé að draga úr áhættu einstak- linganna með því að minraka viðkom- andi áhættuþátt. í mörgum tilvikum hefur reynzt erfitt að sanna síðasttalda atriðið, sem karan að stafa af því m.a. hversu stóran hóp fólks þarf til að gefa óyggjandi svar við spurn- ingunni. Kenningin um orsakasamband áhættuþátta og æðakölkunar er því enn í dag byggð á líkum, sem í sumum tilvikum a.m.k. eru mjög sterkar. Þegar rætt er um áhættu, er vert að gera sér grein fyrir eftirfarandi hugtök- um:80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.