Læknablaðið - 01.04.1978, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ
67
því að valda skemmdum á endotheli æða-
veggjarins, sem auki gegndræpi fyrir LDL.
Rannsóknir benda einnig til að reykingar
auki gegndræpi endothelsins fyrir LDL.4
Ross o.fl. hafa sýnt fram á í vefjarækt-
un, að blóðflögur gefa frá sér efni og kom-
ist þetta efni inn í intima vegna sköddunar
á endothelinu örvar það í samverkan við
LDL vöxt og skiptingu á sléttum vöðva-
frumum í intima.85 86 Þessir höfundar, sem
og margir fleiri, álíta að sléttar vöðva-
frumur gegni meginhlutverki í þróun
(pathogenesis) á æðakölkun eins og sýnt
er á mynd 1.
Önnur nýstárleg kenning um uppruna
æðakölkunar byggist á því, að æðaskell-
urnar séu nokkurs konar æxlisvöxtur upp-
runninn frá einni frumutegund, sléttvöðva-
frumum, í intima, sem mutagen efni hafa
hrundið af stað.7 Þessi kenning byggist á
því, að frumur í æðaskellunum innihalda
einungis eina phenotypu af glucose-6-phos-
phate dehydrogenase, sem höfundarnir
túlka sem merki þess, að skellan sé upp-
runninn frá einni frumu (monoclonal).
Aðrir hafa túlkað niðurstöðurnar á tals-
vert annan veg.81
Höfundar þessarar kenningar skýra hlut-
verk áhættuþáttanna m.a. þannig, að vind-
lingareykur innihaldi mutagen efni og lipo-
proteinin beri mutagen efni inn í æða-
veginn.
Rannsóknir á komandi árum munu
væntanlega auka verulega þekkingu okkar
á uppruna og eðli æðakölkunar.
ÁHÆTTUÞÆTTIR
Áhættuþættir eru skilgreindir sem þeir
þættir í fari einstaklingsins eða þau líkams-
einkenni hans, sem tengd eru auknum
líkum á því, að viðkomandi einstaklingur
fái ákveðinn sjúkdóm í framtíðinni.101
Þeir þættir, sem auka líkurnar á að ein-
staklingur fái klinisk einkenni æðakölk-
unar hafa verið fundnir með ferilrann-
sóknum („prospective surveys“) á hópum
fólks yfir árabil til að fylgjast með því
hvaða einstaklingar fái einkenni sjúkdóms-
ins. Þekktasta ferilrannsókn af þessu tagi
er kennd við Framingham í Massaehusetts
fylki í Bandaríkjunum, þar sem nokkur
þúsund einstaklingum hefur verið fylgt
eftir síðan um 1950.40 53 Fjölmargar aðrar
svipaðar hóprannsóknir hafa verið fram-
kvæmdar víða um heim síðan og vel þekkt
er rannsókn, sem Ancel Keys o.fl. gerðu í
7 þjóðlöndum.57 Hópskoðun Hjartaverndar
er einnig af svipuðu tagi. Hóprannsóknir
þessar hafa leitt í ljós fjölmarga áhættu-
þætti fyrir æðakölkun og ber niðurstöðun-
um vel saman um nokkra þeirra. Rann-
sóknir á hópi sjúklinga, sem þegar hafa
fengið klinisk einkenni æðakölkunar, 'hafa
einnig sýnt fram á fylgni vissra þátta og
æðakölkunar, en slíkar „retrospective“
rannsóknir eru þó ekki taldar eins mark-
tækar m.a. vegna þess, að sjúkdómurinn
sjálfur getur haft áhrif, bein eða óbein, á
þessa þætti.
Áhættuþáttur felur þó ekki í sér, að
orsakasamband sé milli hans og æðakölk-
unar, heldur getur einungis verið um
fylgni að ræða. Líklegt er talið, að um
orsakasamband sé að ræða, þegar eftirfar-
andi atriðum er fullnægt:101
1. Fylgni milli áhættuþáttarins og æða-
kölkunar hafi þráfaldlega fundizt í
mörgum ferilrannsóknum.
2. Fylgniti sé sterk, þ.e. hlutfallsleg á-
hætta einstaklinga, sem þáttinn hafa,
sé verulega aukin.
3. Fylgnin sé óháð fylgni annarra þátta,
þ.e. áhættuþátturinn sé sjálfstæður
(,,independent“).
4. Faraldsfræðileg fylgni samrýmist nið-
urstöðum annars konar rannsókna,
t.d. dýra- og meinafræðilegum til-
raunum.
5. Unnt sé að draga úr áhættu einstak-
linganna með því að minraka viðkom-
andi áhættuþátt.
í mörgum tilvikum hefur reynzt erfitt
að sanna síðasttalda atriðið, sem karan að
stafa af því m.a. hversu stóran hóp fólks
þarf til að gefa óyggjandi svar við spurn-
ingunni. Kenningin um orsakasamband
áhættuþátta og æðakölkunar er því enn í
dag byggð á líkum, sem í sumum tilvikum
a.m.k. eru mjög sterkar.
Þegar rætt er um áhættu, er vert að
gera sér grein fyrir eftirfarandi hugtök-
um:80