Læknablaðið - 01.04.1978, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
69
Mynd 2:
DIASTOLIC BLOOD PRESSURE AT ENTRY AND AGE-ADJUSTED RATES*OF FIRST
MAJOR CORONARY EVENT FOR WHITE MALES AGE 30-59 AT ENTRY
NATIONAL COOPERATIVE POOLING PROJECT lol
Rot«
Por 1.000
DIASTOLIC BLOOD PRESSURE LEVEL (mm Hg)
•rates for 10 years of FOLLOWUP adjusted by age to the u.s.
WHITE MALE POPULATION , 1960.
vaxandi frá lágum blóðþrýstingi og upp úr,
svo að engin glögg skil eru á milli „eðli-
legs“ blóðþrýstings og „hækkaðs" (sjá
mynd 2). Þessi fylgni er bæði með systo-
liskum og diastoliskum blóðþrýstingi og
áhættan fer ekki minnkandi með aldri, sem
vert er að hafa í huga við meðferð á hyper-
tension meðal aldraðra.52
WHO hefur sett sem mörk fyrir hækkuð-
um blóðþrýstingi 160 mgHg í systóluog/eða
95 mmHg í diastólu, en þessi mörk eru af
ofansögðu aðeins viðmiðunarmörk. Amer-
iskur karlmaður á aldrinum 40—60 ára
með 165 í systóliskan þrýsting (og engan
annan áhættuþátt) hefur meir en tvöfalda
á'hættu á að fá kransæðasjúkdóm heldur
en karlmaður með 105 í systólu.101 Sam-
kvæmt hóprannsókn Hjartaverndar 1968—
1970 voru um 19% íslenzkra karlmanna á
aldrinum 34—61 árs með systóliskan blóð-
þrýsting 160 mm eða meir og/eða diastó-
liskan blóðþrýsting 95 mm eða meir og
15% kvenna (byggt á einni mælingu).42
Rannsókn, sem gerð var á herspítölum í
Bandaríkjunum sýndi, að blóðþrýstings-
lækkandi meðferð hjá karlmönnum dró
verulega úr tíðni fylgikvilla, svo sem heila-
blóðfalls, hjartabilunar og nýrnabilunar111
112 (sjá töflu 2). Mestur varð árangurinn í
hópnum með diastóliskan blóðþrýsting
meir en 115, en minnstur í hópnum undir
105 mmHg. Meðferðin virtist einnig draga
úr tíðni hjartadauðsfalla, en þar sem hóp-
urinn var ekki stór og tíðnin lág, þá náði
þessi lækkun ekki að sýna tölfræðilegan
mun á hópunum. Þess ber að geta, að
blóðþrýstingur þessa, hóps fyrir pieðferð
var mældur eftir nokkurra daga dvöl á
sjúkrahúsi til útilokunar á óstöðugri
(,,labile“) blóðþrýstingshækkun.
Gildi blóðþrýstingslækkandi meðferðar
til að hindra kransæðasjúkdóma hefur því
ekki verið endanlega sönnuð ennþá. Víð-
tækar hóprannsóknir fara nú fram bæði í
Bandaríkjunum og í Evrópu til ákvörðun-
ar á gildi blóðþrýstingslækkandi meðferð-
ar, einkum í þeim stóra hópi fólks með
TAFLA2
DEATH AND MAJOR NONFATAL EVENTS IN UNTREATED AND TREATED
HYPERTENSIVES VETERANS ADMINIST RATION COOPERATIVE STUDY111 112
Initial Dia&tolics
115-129 mmHg 90-111/ mmHg
70 73 194 186
Untreated Actively Treated Untreated Actively Treated
Men Men Men Men
Cardiovascular Deaths 4 0 19 8
Major Nonfatal Events* 23 2 57 14
* Includes congestive heart failure. CV thrombosis, cerebral hemorrhage, M.I. grade 3 or 4 retino
pathy, azotemia.
Average period of observation:
Men with diastolic 115-129 — 18 months
Men with diastolic 90-114 — 40 months