Læknablaðið - 01.04.1978, Síða 50
72
LÆKNABLAÐIÐ
þar sem hinsvegar þjóðir Suður-Evrópu,
t.d. Júgóslavíu og Grikklands hafa mun
lsegri meðalgildi kólesteróls og kransæða-
sjúkdómar eru þar mim fátíðari. Krufn-
ingarannsóknir hafa á svipaðan ’hátt sýnt
fram á fylgni milli tíðni og útbreiðslu æða-
kölkunar í mismunandi löndum og meðal-
gildis kólesteróls þessara þjóða.04
Að um líklegt orsakasamband sé að ræða
milli kólesteróls í blóði og æðakölkunar en
ekki einvörðungu fylgni styðst m.a. af
eftirfarandi:
1. Vefjabreytingarnar í æðaveggnum
einkennast að verulegu leyti af kól-
esteról útfellingum og margs konar
rannsóknir hafa sýnt fram á, að stór
hluti þessa kólesteróls 'hefur síazt inn
í æðavegginn frá blóðinu07 27 114 eins
og áður er minnzt á.
2. Unnt er að framkalla æðakölkun svip-
aðri þeirri, sem finnst í manninum,
í mörgum dýrategundum, m.a. í
öpum, með því að gefa dýrunum fæði,
sem 'hækkar kólesterólgildið í blóði
þeirra. Þessar æðabreytingar hverfa
að verulegu leyti aftur, þegar dýrin
hafa verið um tíma á fæðu. sem lækk-
ar kólesterólgildi þeirra að nýju.2 3 lon
3. Allmargar ferilrannsóknir hafa verið
gerðar á hópum fólks, þar sem einum
hópnum hefur verið gefin kólesteról-
lækkandi meðferð, aðallega með mat-
arráðgjöf, og tíðni kransæðasjúkdóma
í þessum hópi á næstu árum borin
saman við tíðnina í öðrum hópi fólks,
sem engrar meðferðar hefur notið.
Mjög erfitt hefur reynzt að framkvæma
slíkan samanburð m.a. vegna þess hve stór-
an hóp þarf til slíkra rannsókna, og ihefur
mátt gagnrýna flestar þessar rannsóknir á
einrii eða annan hátt. Þó má segja, að flestar
þessar rannsóknir bendi til að kólesteról-
lækkandi meðferð hafi dregið úr tíðni
kransæðasjúkdóma, þó ekki væri alltaf
um tölfræðilega marktækan mun að ræða.
«s 18 »o Þessar rannsóknir eru af flestum
taldar styðja, án þess þó að sanna, þá
kenningu, að um. orsakasamband sé að
ræða milli hás kólesteróls í blóði og æða-
kölkunar.
Reiknað hefur verið út að til þess að
fullnaðarsvar við spurningunni hvort
breytt mataræði geti dregið úr tíðni krans-
æðasjúkdóma þurfi um 40 þúsund manns
að taka þátt í slíkri rannsókn, sem því
verður væntanlega ekki gerð í fyrirsjáan-
legri framtíð. Hinsvegar er nú verið að
framkvæma rannsókn í Bandaríkjunum,
þar sem hópi fólks með verulega hækkað
kólesterólgildi er gefið kólesteróllækkandi
lyf (cholestyramine) og matarráðgjöf og
kannað hvort þessi meðferð dragi úr á-
hættunni á kransæðasjúkdómi borið sam-
an við hóp fólks, sem fengið hefur matar-
ráðgjöf eingöngu. Fram til þessa hafa flest-
ar slíkar rannsóknir verið gerðar á hópi
fól'ks með bæði lág og há kólesterólgildi.
sem valdið hefur því, að hóparnir hafa
þurft að vera margfalt stærri til að mark-
tækur munur fengist.
Kólesteról ásamt öðrum fituefnum í
blóði finnst sem hluti af svokölluðum lipo-
próteinum. f mönnum er mestur hluti kól-
esteróls í svokölluðu low density lipo-
protein (LDL eða beta lipoprotein), en
nokkur hluti þess í öðrum litoproteinum
(very low density lipobrotein, VLDL og
high density lipoprotein, HDL).-'0 Þar sem
sterk jákvæð fylgni hefur fundizt milli
LDL-kólesterólmagns í blóði og tíðni
kransæðasjúkdóma, þá virðist þessu öfugt
farið með HDL-kólesteról. Ferilrannsókn-
ir frá síðustu árum benda til þess, að
aukið HDL-kólesteról í blóði minnki
líkurnar á að viðkomandi einstakling-
ar fái einkenni æðakölkunar.49 66 Hlut-
verk LDL í líkamanum virðist vera
að bera kólesteról til vefja líkamans, sem
þurfa á því að halda fyrir eðlilega umsetn-
ingu.° Hlutverk HDL er hinsvegar að veru-
legu leyti óþekkt ennþá. Því hefur verið
haldið fram, að eitt hlutverk HDL sé að
bera kólesteról aftur frá vefjunum til lifr-
arinnar til útskilnaðar.30 Sú tilgáta myndi
vissulega falla vel við hina meikvæðu
fylgni milli æðakölkunar og HDL-kólester-
óls. Hinsvegar ber tilraunum ekki saman
um, að þetta sé hlutverk HDL,02 en búast
má við að þetta atriði skýrist á næstu ár-
um.
Kólesterólmagn í blóði hvers einstak-
lings ákveðst bæði af erfðum (40%)80 74
og umhverfisþáttum, svo sem mataræði,
líkamsþyngd o.fl. Erfðirnar ráða einnig að
nokkru leyti svörun einstaklingsins gagn-