Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 61

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 77 þátturinm í dauða karlmanns af völdum kransæðastíflu fyrir 55 ára aldur sé 60% og í dauða konu undir 65 ára aldri af sömu orsökum sé um það bil 70%.95 Það er skoðun flestra, að þessi tengsl séu vegna þess, að áhættuþættir, svo sem hækkaður blóðþrýstingur, hækkað kól- esteról, sykursýki o.fl., eru að vissu marki bundnir erfðum.58 25 Einnig eru venjur, svo sem mataræði o.fl. oft svipað meðal skyld- menna. Ekki er þó útilokað, að aðrir erfða- þættir geti verið til staðar, sem sérstaklega stuðla (specifiskt) að kransæðastíflu. Þar sem þáttur erfðanna virðist bundinn mörgum genum, eykur það mjög líkurnar á því að draga megi úr áhættunni verulega, ef tekið er með í dæmið að breyt- ingar á einum áhættuþætti minnka að- eins líkurnar óverulega, en samanlögð breyting margra áhættuþátta getur valdið miklu.85 Líkamsáreynsla Hefur líkamsáreynsla og líkamshreyfing, eða öllu fremur skortur á þessum þáttum, einhver áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma? Þrátt fyrir yfir 20 ára rannsóknir á þessu sviði hefur óyggjandi svar ekki feng- izt, ef til vill vegna erfiðleika í framkvæmd slíkra rannsókna. Morris et al. reyndu að finna hvort fylgni væri milli líkamsá- reynslu í frítímum og kransæðasjúkdóma hjá ríkisstarfsmönnum í London.07 Einung- is veruleg líkamsáreynsla (meir en 7 kcal/ min), sem svarar mikilli erfiðisvinnu, virt- ist draga úr tíðni kransæðasjúkdóma svo nokkru næmi. Sömu rannsakendur höfðu áður kannað tíðni kransæðasjúkdóma hjá strætisvagna- stjórum í London svo og hjá „conductors“, sem hafa verulega meiri líkamshreyfingu í starfi. Sú könnun sýndi verulega hærri tíðni kransæðasjúkdóma hjá vagnstjórun- um. Þessi könnun hefur þó verið gagn- rýnd, þar sem ekki var útilokað að munur hafi verið á hópunum í upphafi, þ.e. fleiri hafi valizt til vagnstjórastarfans vegna þess að þeir voru feitir, o.s.frv.58 í Framinghamhóprannsókninni var reynt að ákvarða ,,líkamsáreynslu-index“ með spurningalista um líkamsáreynslu daginn áður og tíðni kransæðasjúkdóma síðar (incidence). Nokkur fylgni fannst milli þessa index og tíðni kransæðasjúkdóma, u.þ.b. tvöföld tíðni hjá „extremely seden- tary people“.54 Aðrar hóprannsóknir, svo sem 7 landa rannsókn Ancel Keys o.fl. sýndu hinsvegar ekki fram á slí'ka fylgni, þegar tekið var tillit til annarra áhættuþátta, sem til stað- ar voru.58 104 105 Sá munur, sem áður var á tíðni krans- æðasjúkdóma milli ríkra og fátækra stétta í vestrænum þjóðfélögum hefur horfið á síðustu 10—20 árum.13 Talið er að þessa breytingu megi fremur rekja til aukinna fjárráða og breytts mataræðis fátækari stéttanna heldur en til minnkaðrar líkams- áreynslu í starfi.58 Rannsókn á dánarorsökum á íslandi 1951—1960, sem Próf. Júlíus Sigurjónsson gerði, leiddi í ljós, að tíðni dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma var a.m.k. tvisvar sinnum hærri meðal „white collar workers11 heldur en meðal bænda og taldi höfundur líklega orsök vera mismunandi líkamsáreynslu.03 Hinsvegar sýndi rann- sókn, sem gerð var fyrir nokkrum árum í stóru iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum ekki fram á mismunandi tíðni kransæðasjúk- dóma innan hinna ýmsu starfshópa fyrir- tækisins.72 Nýleg rannsókn frá Osló sýndi, að áhættuþættir fyrir æðakölkun voru al- gengari meðal lægri stétta þjóðfélagsins.41 Spurningunni, hvort líkamsáreynsla dragi úr tíðni kransæðasjúkdóma, hefur því ekki verið svarað til hlítar og verður væntanlega aldrei óyggjandi, vegna erfið- leika í framkvæmd slíkra rannsókna, en það dregur þó ekki úr þeirri staðhæfingu, að hæfileg líkamsáreynsla sé öllum æski- leg. Getnaðarvarnatöflur Nýlegar ferilrannsóknir frá Bretlandi sýna, að konum á aldrinum 15—49 ára, sem taka eða hafa tekið ,,pilluna“, er u.þ.b. fimm sinnum hættara við að deyja af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma (þar með talin subarachnoid blæðing).87 110 Hafa ber þó í huga, að raunveruleg áhætta kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum á þessum aldri er ekki mikil. Áhættan varð þó veruleg meðal kvenna, sem tekið höfðu pilluna í meir en 5 ár og voru eldri en 35 ára (nær tíföld áhætta). Einnig var áhættan meiri, ef konurnar reyktu, sem er athyglisvert, þar sem Framinghamrannsóknin benti ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.