Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
77
þátturinm í dauða karlmanns af völdum
kransæðastíflu fyrir 55 ára aldur sé 60%
og í dauða konu undir 65 ára aldri af sömu
orsökum sé um það bil 70%.95
Það er skoðun flestra, að þessi tengsl séu
vegna þess, að áhættuþættir, svo sem
hækkaður blóðþrýstingur, hækkað kól-
esteról, sykursýki o.fl., eru að vissu marki
bundnir erfðum.58 25 Einnig eru venjur, svo
sem mataræði o.fl. oft svipað meðal skyld-
menna. Ekki er þó útilokað, að aðrir erfða-
þættir geti verið til staðar, sem sérstaklega
stuðla (specifiskt) að kransæðastíflu.
Þar sem þáttur erfðanna virðist bundinn
mörgum genum, eykur það mjög
líkurnar á því að draga megi úr áhættunni
verulega, ef tekið er með í dæmið að breyt-
ingar á einum áhættuþætti minnka að-
eins líkurnar óverulega, en samanlögð
breyting margra áhættuþátta getur valdið
miklu.85
Líkamsáreynsla
Hefur líkamsáreynsla og líkamshreyfing,
eða öllu fremur skortur á þessum þáttum,
einhver áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma?
Þrátt fyrir yfir 20 ára rannsóknir á
þessu sviði hefur óyggjandi svar ekki feng-
izt, ef til vill vegna erfiðleika í framkvæmd
slíkra rannsókna. Morris et al. reyndu að
finna hvort fylgni væri milli líkamsá-
reynslu í frítímum og kransæðasjúkdóma
hjá ríkisstarfsmönnum í London.07 Einung-
is veruleg líkamsáreynsla (meir en 7 kcal/
min), sem svarar mikilli erfiðisvinnu, virt-
ist draga úr tíðni kransæðasjúkdóma svo
nokkru næmi.
Sömu rannsakendur höfðu áður kannað
tíðni kransæðasjúkdóma hjá strætisvagna-
stjórum í London svo og hjá „conductors“,
sem hafa verulega meiri líkamshreyfingu í
starfi. Sú könnun sýndi verulega hærri
tíðni kransæðasjúkdóma hjá vagnstjórun-
um. Þessi könnun hefur þó verið gagn-
rýnd, þar sem ekki var útilokað að munur
hafi verið á hópunum í upphafi, þ.e. fleiri
hafi valizt til vagnstjórastarfans vegna
þess að þeir voru feitir, o.s.frv.58
í Framinghamhóprannsókninni var reynt
að ákvarða ,,líkamsáreynslu-index“ með
spurningalista um líkamsáreynslu daginn
áður og tíðni kransæðasjúkdóma síðar
(incidence). Nokkur fylgni fannst milli
þessa index og tíðni kransæðasjúkdóma,
u.þ.b. tvöföld tíðni hjá „extremely seden-
tary people“.54
Aðrar hóprannsóknir, svo sem 7 landa
rannsókn Ancel Keys o.fl. sýndu hinsvegar
ekki fram á slí'ka fylgni, þegar tekið var
tillit til annarra áhættuþátta, sem til stað-
ar voru.58 104 105
Sá munur, sem áður var á tíðni krans-
æðasjúkdóma milli ríkra og fátækra stétta
í vestrænum þjóðfélögum hefur horfið á
síðustu 10—20 árum.13 Talið er að þessa
breytingu megi fremur rekja til aukinna
fjárráða og breytts mataræðis fátækari
stéttanna heldur en til minnkaðrar líkams-
áreynslu í starfi.58
Rannsókn á dánarorsökum á íslandi
1951—1960, sem Próf. Júlíus Sigurjónsson
gerði, leiddi í ljós, að tíðni dauðsfalla af
völdum kransæðasjúkdóma var a.m.k.
tvisvar sinnum hærri meðal „white collar
workers11 heldur en meðal bænda og taldi
höfundur líklega orsök vera mismunandi
líkamsáreynslu.03 Hinsvegar sýndi rann-
sókn, sem gerð var fyrir nokkrum árum í
stóru iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum ekki
fram á mismunandi tíðni kransæðasjúk-
dóma innan hinna ýmsu starfshópa fyrir-
tækisins.72 Nýleg rannsókn frá Osló sýndi,
að áhættuþættir fyrir æðakölkun voru al-
gengari meðal lægri stétta þjóðfélagsins.41
Spurningunni, hvort líkamsáreynsla
dragi úr tíðni kransæðasjúkdóma, hefur
því ekki verið svarað til hlítar og verður
væntanlega aldrei óyggjandi, vegna erfið-
leika í framkvæmd slíkra rannsókna, en
það dregur þó ekki úr þeirri staðhæfingu,
að hæfileg líkamsáreynsla sé öllum æski-
leg.
Getnaðarvarnatöflur
Nýlegar ferilrannsóknir frá Bretlandi
sýna, að konum á aldrinum 15—49 ára,
sem taka eða hafa tekið ,,pilluna“, er u.þ.b.
fimm sinnum hættara við að deyja af völd-
um hjarta- og æðasjúkdóma (þar með talin
subarachnoid blæðing).87 110 Hafa ber þó í
huga, að raunveruleg áhætta kvenna á
hjarta- og æðasjúkdómum á þessum aldri
er ekki mikil. Áhættan varð þó veruleg
meðal kvenna, sem tekið höfðu pilluna í
meir en 5 ár og voru eldri en 35 ára (nær
tíföld áhætta). Einnig var áhættan meiri,
ef konurnar reyktu, sem er athyglisvert,
þar sem Framinghamrannsóknin benti ekki