Læknablaðið - 01.04.1978, Page 62
78
LÆKNABLAÐIÐ
til þess, að reykingar væru sjálfstæður á-
hættuþáttur meðal kvenna, en eins og
minnzt var á áður magnast áhrif áhættu-
þáttar, þegar aðrir áhættuþættir eru til
staðar.80
Getnaðarvarnatöflur, (einkum þær sem
innihalda mikið magn af oestrogenum og
voru á markaðnum fyrir nokkrurii árum),
stuðla að hækkuðum blóðþrýstingi, skertu
sykurþoli og hækkaðri blóðfitu í sumum
konum og í einstaka tilfellum getur verið
um verulega hækkun að ræða.10:i 102 Þar
sem ætla má, að hækkaður blóðþrýstingur
hafi ráðið verulega um hina auknu dánar-
tíðni í áðurnefndum ferilrannsóknum í
Bretlandi, verður það að teljast sjálfsögð
og nauðsynleg regla að fylgzt sé með a.m.k.
blóðþrýstingi kvenna, sem taka pilluna og
jafnframt varað við aukinni áhættu af
völdum reykinga. Brezku læknasamtökin
hafa einnig talið rétt að beina athygli
kvenna, eldri en 35 ára, að öðrum getnað-
arvörnum en pillunni.77
Aðrir áhættuþættir
Margir aðrir þættir hafa verið taldir
auka líkurnar á því, að einstaklingar, sem
þá hafaý.. fái einkenni æðakölkunar. Það
er þó sameiginlegt þessum þáttum, öðrum
en þeim, sem hér að framan greinir, að
þeir hafa annaðhvort verið kannaðir í of
fáum ferilrannsóknum, til þess að kallast
með vissu áhættuþættir eða að niðurstöð-
um þessara rannsókna ber ekki saman um
mikilvægi þeirra.
Einn slíkur þáttur er hegðunarmáti eða
skapeinkenni fólks („behaviour pattern“).
Ferilrannsókn, sem gerð var í Kaliforníu
leiddi í ljós, að einstaklingum með Typu
A hegðun (sem einkennist af framagirni,
óþolinmæði o.fl.) var u.þ.b. tvöfalt hættara
við að fá einkenni kransæðasjúkdóms,
heldur en einstaklingum með Typu B
hegðun (afslappaðir og lífsglaðir einstak-
lingar). Þessi rannsókn sýndi, að þessi
áhættuþáttur var óháður öðrum áhættu-
þáttum.84 47
í sumum öðrum ferilrannsóknum hefur
verið reynt að skipta fólki í hópa eftir
skapeinkennum, (sem oft hefur reynzt erf-
itt í framkvæmd) og niðurstöðurnar hafa
ekki verið eins glöggar og í áðurnefndri
rannsókn frá Kaliforniu.08 Hinsvegar má
COMBINATION OFRISK FACTORS AT ENTRYAND AGE-ADJUSTED RATES
OF FIRST MAJOR CORONARY EVENT FOR WFTTEMALES AGE 30-59AT
ENTRY NATIONAL COOPERATIVE POOUN PROJECT lol
Rate
Per 1.000
*RATES FOR I0YEARS OF F01L0W UP ADJUSTED
BY AGE TO THE U.S. WHITE MALE POPULATION, 1960.
segja, að lítil von sé til þess að unnt verði
að breyta skapferli fólks, í því augnamiði
að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúk-
dómum, enda þótt ráðleggja megi fólki að
forðast streitu í daglegu lífi.
Ekki má heldur gleyma því, að tals-
verður hópur sjúklinga (a.m.k. fjórðung-
ur), sem fær einkenni æðakölkunar, hefur
ekki áðurnefnda áhættuþætti í þeim mæli
að geti skýrt þeirra æðakölkun. Því má
vel vera að aðrir nú óþekktir áhættuþætt-
ir, komi í ljós síðar. Einnig er vert að hafa
í huga, að áhættan af völdum áðurnefndra
áhættuþátta virðist talsvert meiri meðal
Bandaríkjamanna heldur en Evrópubúa,00
hvort sem það er af því að aðrir nú ó-
þekktir þættir eru þar að verki eða ekki.
SAMVERKUN ÁHÆTTUÞÁTTANNA
Einstaklingar, sem reykja 20 vindlinga
á dag hafa u.þ.b. tvöfalt meiri líkur á að
fá kransæðasjúkdóm en þeir, sem ekki