Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 71

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 71
LÆKNABLAÐIÐ 85 anlega sú, að truflun sé á innbyrðis hlut- falli þessara tveggja prostaglandina eða á móttökustöðvum vöðvafrumanna, sem miðla áhrifum þeirra. Ef þessi tilgáta er rétt, er líklegt að andstæða aspirinsofnæm- is sé einnig fyrir hendi, þ.e.a.s. berkju- víkkandi eiginleikar aspirins. Það er aug- ljóst að slík áhrif kæmu einungis í ljós hjá sjúklingum með astma og væru því sjald- gæfari en aspirinofnæmið. í reynd er þessu líka þannig varið. Einstaka astmasjúkling- ar nota ASA með góðum árangri sem berkjuvíkkandi lyf. ATHUGANIR Á EIGIN SJÚKLINGUM MEÐ ASPIRINOFNÆMI Eg hef farið í gegnum sjúkraskrár eða átt samtöl við 86 sjúklinga með aspirin- ofnæmi. Til þess að fullnægja skilyrðum um sjúkdómsgreininguna urðu sjúkling- arnir að hafa fengið einkenni a.m.k. tvisv- ar eftir aspirinneyslu, og ekki mátti lengri tími líða milli töku lyfsins og fyrstu sjúk- dómseinkenna en tveir tímar. í nokkrum tilfellum voru framkvæmd ofnæmisþolpróf með ASA. Óljós einkenni frá meltingar- færum, svo sem brjóstsviði, nábítur og magaverkur voru ekki talin með. Úr sjúkraskrám var fengin vitneskja um sjúk- dóma þessara einstaklinga, ættarsögu og einkenni þau, sem þeir fengu af ASA, og hvort þeir ihöfðu fengið langtíma meðferð með barksterum (með langtíma meðferð er hér átt við lengri samfellda meðferð en eitt ár). Niðurstaða: Á töflu I eru sýndar helstu niðurstöður þessarar athugunar. Af þessum 86 sjúklingum voru 54 kon- ur (63%). 54 sjúklingar (63%) höfðu ein- kenni um astma, 70 sjúklingar (81%) höfðu langvinnar nefbólgur, 32 sjúklingar (37%) höfðu gengist undir aðgerð vegna bólgusveppa í nefi og 43 sjúklingar (50%) höfðu haft einkenni um skútabólgur (sinu- itis) eða breytingar á röntgenmyndum, sem samrýmdust þessari sjúkdómsgrein- ingu. 38 sjúklingar (44%) höfðu haft ofsa- kláða eða ofsabjúg. Einkenni þau, sem sjúklingarnir fengu af ASA skiptust þannig, að 44 sjúklingar (51%) fengu astma, eða astma og nefbólg- ur. Af þeim höfðu 39 haft astma áður en einkenna um aspirinofnæmi varð vart, en aðeins tveir höfðu haft einkenni um lang- vinnan ofsakláða eða ofsabjúg. 34 sjúkling- ar (40% ) fengu ofsakláða eða ofsabjúg af ASA. Af þeim höfðu 10 haft astma áður en 27 eingöngu einkenni um ofsakláða eða ofsabjúg. Bráðalost fengu 3 sjúklingar, og höfðu þeir allir haft astma áður. 6 sjúk- lingar fengu einungis einkenni frá nefi og hafði einn þeirra astma áður. Langtíma meðferð með barksterum þurftu 35 sjúk- lingar (67% astmasjúklinganna) og voru þeir allir með astma. TAFLA II Mean age at first symptoms Female Male asthma (35) 33 (16) 38 rhinitis (44) 32 (23) 34 polyposis (16) 42 (10) 35 Age at first treatment by steroids (26) 44 ( 7) 50 * A number of patients inside parenthesis. Tafla II sýnir meðalaldur sjúklinga, þeg- ar hin einstöku sjúkdómseinkenni byrjuðu og hvenær barksterameðferð var hafin. Þar sem upplýsingar voru ekki alltaf fyrir hendi. er fjöldi einstaklinga í hópnum annar en á töflu I. (Fjöldi sjúklinga sýndur innan sviga). Af töflu II sést, að nefbólgur komu að jafnaði nokkuð fyrr en einkenni um astma og að astmaeinkenni hafa staðið í nokkur ár, áður en þörf er meðferðar með bark- sterum. Einnig sést, að konurnar eru nokk- uð yngri en karlarnir, þegar einkenni þeirra byrja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.