Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 79

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ 91 Slgurður Guðmundsson, Ólafur Jensson* LEIT AÐ LIFRARBÓLGUVEIRU B HJÁ BLÓÐGJÖFUM. Það antigen, sem fannst í serum hjá ástr- ölskum frumbyggja- og í upphafi kallað Australia antigen, var sett í beint orsaka- samband við lifrarbólgu 1967.10 ]<i Leið þá ekki langur tími, að blóðbönkum væri gert að skyldu að rannsaka hverja blóðeiningu, sem safnað var, með tilliti til þessa smit- efnis. Rannsóknir m.t.t. HBsAg hafa verið gerð- ar á öllum blóðeiningum, sem safnað hef- ur verið í Blóðbankanum frá því í nóvem- ber 1971. Þessar rannsóknir voru í upphafi framkvæmdar á rannsóknastofu Landa- kotsspítala frá nóv. 1971 — okt. 1973, sbr. grein í Læknablaðinu10, en frá 10. október 1973 hafa þær verið gerðar í Blóðbankan- um. Eftir miklar rannsóknir undanfarinna ára á eiginleikum og gerð þessa smitefn- is er það núorðið flokkað með veirum, hepatitis B vírus (HBV)10 11 10 en oftast er það auðkennt í seinni tíð með skammstöf- uninni HBsAg sem merkir á ensku hepatitis B surface antigen og mótefni þess er skammstafað HBsAb. Aðferðum við að finna HBsAg í blóð- vökva hefur fleygt fram þannig að nýjustu aðferðir sem notaðar hafa verið allvíða síðustu ár eru um 100—1000 falt næmari hlutfallslega en þær, sem í upphafi voru notaðar10 11 1<!. í þessari grein verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum athugana á tæplega 24.000 blóðvökvasýnum frá alls 12.859 ein- staklingum, sem rannsakaðir voru á tíma- bilinu 10. október 1973 til 31. maí 1976. AÐFERÐ Counterimmunoelectrophoresis (CIEP) hefur verið notuð0 og gerð leit bæði að mótefnavaka (HBsAg) og mótefni þess * Blóðbankinn Reykjavík. Greinin barst ritstjórn 25/1 1978. (HBsAb) á öllum sýnum. Greiningarefni, HBsAb og HBsAg, hafa verið keypt frá Behringwerke, en einnig voru notuð til eftirlits (kontrol) jákvæð sýni sem fundist hafa í Blóðbankanum. SAMSTARF Blóðvatnssýni (sera) frá 588 einstakling- um voru rannsökuð sérstaklega erlendis, bæði með CIEP aðferð og RIA (radioim- munoassay) af prófessor B.S. Blumberg og samstarfsmönnum í Philadelphia í Banda- ríkjunum. Þeir greindu einnig undirgerðir HBsAg á nokkrum sýnum frá einstakling- um, sem höfðu verið greindir með HBsAg í Blóðbankanum. Dr. P. Skinhöj frá Bleg- damspítala í Kaupmannahöfn hefur einnig haft samstarf við Blóðbankann uih rarin- sóknir á á HBsAg og HBsAb. Helge Heistö yfirlæknir við Blóðbank- ann og immunohematologisk laboratorium, Ullevaal sjúkrahússins í Oslo, hefur tvíveg- is útvegað Blóðbankanum há-titer mótefni, HBsAb. Lifrarpróf (bilirubin, GOT, LDH og al- kaliskir fosfatasar) voru gerð á 20 einstak- lingum í rannsóknastofu Landspítalans, yf- irlæknir prófessor Davíð Davíðsson. Það voru einstaklingar sem fundust jákvæðir með tilliti til HBsAg og nánustu skyld- menni þeirra. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður af rannsóknum sýna frá 11.149 blóðgjöfum og fleiri hópum er skráð í 1. töflu. Af sjúklingum sem fundist hafa með HBsAg voru sex sjúklinganna með lifrarbólgu (Table 2 Class B) eða höfðu haft hana. Þrír sjúklinganna voru erlendir (Bandaríkjamaður, Júgóslavi og ítali). Að eins þrír blóðgjafar hafa fundist með HBsAb (mótefnið). Einn fannst með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.