Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
91
Slgurður Guðmundsson, Ólafur Jensson*
LEIT AÐ LIFRARBÓLGUVEIRU B HJÁ BLÓÐGJÖFUM.
Það antigen, sem fannst í serum hjá ástr-
ölskum frumbyggja- og í upphafi kallað
Australia antigen, var sett í beint orsaka-
samband við lifrarbólgu 1967.10 ]<i Leið þá
ekki langur tími, að blóðbönkum væri gert
að skyldu að rannsaka hverja blóðeiningu,
sem safnað var, með tilliti til þessa smit-
efnis.
Rannsóknir m.t.t. HBsAg hafa verið gerð-
ar á öllum blóðeiningum, sem safnað hef-
ur verið í Blóðbankanum frá því í nóvem-
ber 1971. Þessar rannsóknir voru í upphafi
framkvæmdar á rannsóknastofu Landa-
kotsspítala frá nóv. 1971 — okt. 1973, sbr.
grein í Læknablaðinu10, en frá 10. október
1973 hafa þær verið gerðar í Blóðbankan-
um.
Eftir miklar rannsóknir undanfarinna
ára á eiginleikum og gerð þessa smitefn-
is er það núorðið flokkað með veirum,
hepatitis B vírus (HBV)10 11 10 en oftast er
það auðkennt í seinni tíð með skammstöf-
uninni HBsAg sem merkir á ensku hepatitis
B surface antigen og mótefni þess er
skammstafað HBsAb.
Aðferðum við að finna HBsAg í blóð-
vökva hefur fleygt fram þannig að nýjustu
aðferðir sem notaðar hafa verið allvíða
síðustu ár eru um 100—1000 falt næmari
hlutfallslega en þær, sem í upphafi voru
notaðar10 11 1<!.
í þessari grein verður gerð grein fyrir
helstu niðurstöðum athugana á tæplega
24.000 blóðvökvasýnum frá alls 12.859 ein-
staklingum, sem rannsakaðir voru á tíma-
bilinu 10. október 1973 til 31. maí 1976.
AÐFERÐ
Counterimmunoelectrophoresis (CIEP)
hefur verið notuð0 og gerð leit bæði að
mótefnavaka (HBsAg) og mótefni þess
* Blóðbankinn Reykjavík.
Greinin barst ritstjórn 25/1 1978.
(HBsAb) á öllum sýnum. Greiningarefni,
HBsAb og HBsAg, hafa verið keypt frá
Behringwerke, en einnig voru notuð til
eftirlits (kontrol) jákvæð sýni sem fundist
hafa í Blóðbankanum.
SAMSTARF
Blóðvatnssýni (sera) frá 588 einstakling-
um voru rannsökuð sérstaklega erlendis,
bæði með CIEP aðferð og RIA (radioim-
munoassay) af prófessor B.S. Blumberg og
samstarfsmönnum í Philadelphia í Banda-
ríkjunum. Þeir greindu einnig undirgerðir
HBsAg á nokkrum sýnum frá einstakling-
um, sem höfðu verið greindir með HBsAg í
Blóðbankanum. Dr. P. Skinhöj frá Bleg-
damspítala í Kaupmannahöfn hefur einnig
haft samstarf við Blóðbankann uih rarin-
sóknir á á HBsAg og HBsAb.
Helge Heistö yfirlæknir við Blóðbank-
ann og immunohematologisk laboratorium,
Ullevaal sjúkrahússins í Oslo, hefur tvíveg-
is útvegað Blóðbankanum há-titer mótefni,
HBsAb.
Lifrarpróf (bilirubin, GOT, LDH og al-
kaliskir fosfatasar) voru gerð á 20 einstak-
lingum í rannsóknastofu Landspítalans, yf-
irlæknir prófessor Davíð Davíðsson. Það
voru einstaklingar sem fundust jákvæðir
með tilliti til HBsAg og nánustu skyld-
menni þeirra.
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður af rannsóknum sýna frá
11.149 blóðgjöfum og fleiri hópum er skráð
í 1. töflu. Af sjúklingum sem fundist hafa
með HBsAg voru sex sjúklinganna með
lifrarbólgu (Table 2 Class B) eða höfðu
haft hana. Þrír sjúklinganna voru erlendir
(Bandaríkjamaður, Júgóslavi og ítali). Að
eins þrír blóðgjafar hafa fundist með
HBsAb (mótefnið). Einn fannst með