Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 89

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 89
LÆKNABLAÐIÐ 97 Hvað varðar fyrra atriðið stóðu málin þannig, að dómurinn gaf ekki nægan frest, til þess að timi gæfist til að kalla saman al- mennan fund sjúkrahúslækna, svo hægt væri að bera sáttina upp til samþykktar eða synj- unar. Því urðu fulltrúar lækna, sem á staðnum voru. að taka ákvörðun i málinu, þ.e. að ganga að sáttinni eða láta kaupkröfur fara fyrir Kjaradóm. Af fyrri reynslu lækna af Kjaradómi, al- mennri launaþróun í þjóðfélaginu og ný- gerðum samningum ríkisins við B.S.R.B., þar sem hækkun kaups var hlutfallslega þvi minni, sem launin voru hærri, mátti búast við mjög lítilli hækkun á laun lækna. Af þessu drógu viðstaddir þá ályktun, að sátta- gerðin, sem til boða stóð, væri hagstæðari læknum en væntanlegt dómsorð Kjaradóms og tóku því þá ákvörðun að undirrita sáttina. Að takmarka vald löglega kosinna fulltrúa félaganna til að taka slíkar ákvarðanir. er sérstaklega stendur á, mundi enn veikja samingsaðstöðu lækna. Það eru ýmis fleiri atriði, sem stuðla að því að veikja samningsaðstöðuna. Þar má t.d. nefna ör skipti stjórnar L.R. Samkvæmt núgildandi lögum félagsins situr sama aðalstjórn aðeins í eitt kiörtímabil. þ.e. 2 ár, og tekur því ekki þátt í að gera samning nema einu sinni. Um það leyti, sem stjórnin hefur kynnzt allri gerð samninga lækna. fer hún frá og við taka nýir menn, sem þurfa að byrja að læra um þessi mál, að meira eða minna leyti. Þá er það afar slæmt, þegar læknar semja við sama aðila, eins og t.d. Sjúkrasamlag Reykjavikur og Tryggingastofnun ríkisins, að þeir skuli koma fram sem tveir aðskyldir hópar, þ.e.a.s. að heimilislæknar semja sér- staklega fyrir sig og svo sérfræðingar sér- staklega. Þessir hópar hafa yfirleitt ekki rætt málin sín á milli, né heldur samræmt kröfur sinar. Þetta' nota viðsemjendur lækna og á stundum haga þeir orðum sínum og gerðum þannig, að það stuðlar að vantrausti milli þessara hópa. Það er brýnt að bæta úr þessu, einstakir hópar verða að hafa meira samstarf og samráð sín á milli, eða, eins og nýlega hefur verið stungið upp á, að sjálf- stætt starfandi heimilislæknar og sérfræð- ingar geri einn heildarsamning á sama tima. Annars er þáttur S.R. og T.R. í samninga- málum umhugsunarefni út af fyrir sig. Tregða þessara aðila eða getuleysi til að ganga frá samningum hefur lengi verið áber- andi. Þó hefur keyrt um þverbak undanfarið, t.d. hefur enn ekki endanlega verið gengið frá samningum heimilislækna á félagssvæði L.R. utan Reykjavikur, né heldur verið lokið við samning sjálfstætt starfandi sérfræð- inga. Báðir þessir samningar áttu að gilda frá 1. júlí 1976. Það skal tekið fram, að flestar almennar launahækkanir hafa komið á launaliði samn- ingnana á þessu tímabili og kostnaðarhækk- anir á kostnaðarliðina og læknar því ekki orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Á hinn bóginn hafa ýmis hagræðingar- atriði og atriði, sem meta má til launa, sem aðrar stéttir og aðrir hópar lækna hafa fengið, ekki komið til framkvæmda hjá þess- um hópum, vegna þess að samningar hafa ekki verið frágengnir. Þetta og raunar fleira veldur vaxandi vantrú lækna á þessum stofnunum. Hvort sem hér er um viljandi drátt eða getuleysi, vegna mannfæðar eða annarra hluta, hlýtur það að vera baráttu- mál læknastéttarinnar að fá þessu breytt. Hvað er þá til ráða í þessum efnum? Þar sem læknastéttin hefur ekki verkfalls- rétt (og er raunar á móti að hafa slíkan rétt skv. skoðanakönnun, sem gerð var á sl. ári), þá er erfitt að beita harkalegum ráðum, sem ieiða til skjótra breytinga. Að vísu geta læknar á sumum sviðum beitt öflugum mótmælaaðgerðum, svo sem að sjúkrahúslæknar geta sagt upp vinnu sinni og það er hægt að leggja niður sérstakar kvöld- og næturvaktir í Reykjavik og ná- grenni, án þess að líkur séu á því, að það valdi sjúklingum tjóni. Slíkt verður þó aldrei tryggt og það veldur alltaf verulegum óþægindum og þá líklega mest þeim, sem sízt mega við því. Þeim að- ferðum verður því ekki beitt nema mikið liggi við. Það er því bráðnauðsynlegt fyrir lækna að vera stöðugt á verði um hagsmuni sína, undirbúa allar kröfugerðir vel og fylgja þeim eftir með góðum tölulegum og öðrum rökum. Samningum verður að fylgja eftir með mikilli ýtni og varast verður að láta þá dragast svo lengi, sem nú hefur gerzt. Það verður að einfalda samningagerðir og stuðla að styrkari samstöðu og styrkari stjórn i samningamálum. Æskilegt væri. að L.R. og L.í. kæmu sér saman um eina samninganefnd fyrir sjúkra- húslækna með einn mann í forsæti og það þarf að nýta betur þá þekkingu, sem aðal- stjórn L.R. hefir aflað sér, með þvi að gefa kost á að endurkjósa hana einu sinni, hafi hún reynzt vel. Innan L.R. þarf að ikomast á miklu nánari samvinna milli heimilislækna og sérfræðinga um samningagerð og það bezta væri, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.