Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 99

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 99
LÆKNABLAÐIÐ 105 HEILBRIGÐI5STARF5FÓLK ir, að sömu upplýsingum sé safnað um alla, sem eru í eftirliti. Meðan upplýsingaforði, listi úrlausnarefna, áform og framvindu-nótur eru í höndum starfsfólks heilsugæslustöðva og þess, er vinnur við skólaeftirlit, er upplýsingamiðlun fremur auðveld. Hins vegar hefur reynslan orðið sú, að mjög lítil upplýsingamiðlun hefur verið milli heilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sál- fræðinga. Ræður þar trúlega að einhverju leyti gagnkvæm tortryggni. Af hálfu lækna byggist þetta að nokkru á strangri túlkun á þagnarskyldunni og að nokkru á því, að mörgum læknum er ekki nógu kunnugt um hlutverk og getu þeirra sérhæfðu aðila, sem nú eru að hasla sér völi. Á hinn bóginn hefir borið á því, að sumar hinna nýju starfsstétta hafa talið sig betur komnar, fái þær að starfa sjálfstætt, sem aftur hefir leitt til nokkurrar einangrunar þeirra. Samhæfing þeirrar þjónustu, sem lögfest er um heilsuvernd, ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu, verður ekki að veruleika, fyrr en upplýsingaforðinn, listi úrlausnarefna, áform og framvinduskráning verða sameiginleg og allir þeir, sem hlut eiga að máli, vinna sam- stillt að því, að sinna vandamálum þeirra einstaklinga, sem flokkast í þá áhættuhópa, sem taldir voru. Áætlanagerð. Samhæfing. Auk þeirrar samhæfingar, sem þarf að verða milli menntamála og heilbrigðismála þarf einnig að koma til samhæfing við fé- lagsmál, og vísa ég i þessu sambandi á til- lögu um starfsreglur fyrir samvinnunefnd sérstofnana ríkisins fyrir börn og unglinga, sem kynnt er á ráðstefnu,7 er Menntamála- ráðuneytið gekkst fyrir 12. september 1975. Á myndinni, sem áður var vikið að, kemur fram að vandamál geta ýmist verið andleg, líkamleg, félagsleg og jafnvel bundin stað- háttum. Síðastnefnda atriðið hefur mikla þýðingu, þegar læknir reynir að meta, hvort hann er fær um að leysa þann vanda, sem á hpndum er, eða hvort hann verður að velja þann kostinn að visa viðkomandi einstaklingi frá sér og fela öðrum að annast greiningu og7 eða meðferð. Aðstaða í heilsugæslustöðvum og á sjúkra- húsum utan höfuðborgarsvæðisins fer nú óð- um batnandi og e.t.v. er mikilvægast, að á næstu árum mun öll aðstaða til endurhæí- ingar batna mjög og með tilkomu skóla fyrir sjúkraþjálfa í Reykjavík, mun starfsmönn- um í þessari grein fjölga stórlega. Möguleikar til þess að veita þjónustu utan Reykjavíkur ættu þvi að verða mun betri á næstu árum. Þá er sýnilegt að sérkennsla utan Reykja- víkur hlýtur að aukast mjög og er það vel, slík röskun á stöðu og högum verður oft., þegar fjölskyldur flytjast til höfuborgarinn- ar, að betra hefði verið heima að sitja, en af stað fara. Til þess að ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta komi að fullum notum í fræðsluumdæmi þarf að vera til staðar læknisfræðileg þekk- ing og ráðgjöf, og i hverju fræðsluumdæmi þarf að vera einn læknir, sem er ábyrgur fyrir samhæfingu heilbrigðisþjónustunnar og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustunnar, þvi ekki má gleyma því að margir, sem skólakerfið tekur upp á sína arma 6 ára til skólaveru allt fram á 16. aldursár, eru jafnframt í með- ferð og undir eftirliti heilbrigðisstarfsfóiks. Lausn þessa gæti verið að ráða til starfa sérmenntaða embættislækna og miða lækn- ishéraðaskipun við kjördæmi á sama hátt og fræðsluumdæmin. Væri að minni hvggju mjög skynsamlegt að fræðslustjórar og hér- aðslæknar hefðu að nokkru sameiginlega að stöðu og starfslið. Sparaðist þannig beint
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.