Læknablaðið - 01.04.1978, Side 100
106
LÆKNABLAÐIÐ
mikið fé. Þjónusta og upplýsingamiðlun yrði
greiðari, öll skipulagning sameiginlegra mála
yrði auðveldari og markvissari.
Samhæfing heilbrigðis-, ráðgjafar- og sái-
fræðiþjónustu miðar annars vegar að því,
að tryggja einstaklingunum, að þeir fái not-
ið réttar síns og eigi kost á þeirri bestu
þjónustu, sem til boða stendur á hverjum
tíma og hins vegar að því, að koma í veg
fyrir tvítekningu þjónustunnar og hugsan-
lega samkeppni milli heilbrigðis- og fræðslu-
stofnana.
HEIMILDIR
1. Benedikt Tómasson: Skólaheilsufræði I. Lögg-jöf
og leiðbeiningar um skólaeftirlit. Reykjavik
1961.
2. Guðmundur Sigurðsson: Sjúkraskrár, sem snú-
ast um vandamál sjúklinga. Læknaneminn 3.
tbl. 1974.
3. Handbook of School Health: Medical Officers
of Schools Association. 5th ed H.K. Lewis & Co.
Ltd. London 1975.
4. J.B. Meredith Davies: Community Health, Pre-
ventive Medicine & Social Services. 3rd ed.
Bailliére Tindall, London 1975.
5. Ólafur Pétur Jakobsson: Electrocochleography.
Lbl. 1. tbl. 1978.
6. Ráðstefna um heilsugæslu í skólum og málefni
fólks með sérþarfir Borgarnesi 18. mars 1977.
Skýrsla út.gefin af Fræðsluskrifstofu Vestur-
lands og Sambandi sveitarfélaga í Vesturlands-
kjördæmi.
7. Ráðstefna um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu
skóla. Menntamálaráðuneytið. Tillögur um
starfsreglur fyrir samvinnunefnd sérstofnana
ríkisins fyrir börn og unglinga. (12. september
1975).
8. Weed, Lawrence L.: Your health care and how
to manages it. Essex Publishing Company, Inc.,
Vermont, USA. 1975.
mENN UM FRAMHALDSNÁM 1 BANDARÍKJUM
NORÐUR-AMERÍKU
í síðasta tölublaði var skýrt frá vand-
kvæðum íslenskra lækna sem hyggja á
framihaldsnám í Bandaríkjunum. Skömmu
eftir prentun þeirrar frásögu barst stjórn
Læknafélags Islands bréf frá nefnd þeirri
er hefur með að gera prófun erlendra
lækna þar „Educational Commission for
Foreign Medical Graduates“ (E.C.F.M.G.).
í bréfinu upplýsir framkvæmdastjóri
ntefndarinnar, Dr. Ray L. Casterline M.D.,
að ákveðið hafi verið að próf það sem sagt
var frá í fyrri grein „Visa Qualifying Exa-
mination“ (V.Q.E.) verði haldið í Reykja-
vík 6. og 7. september 1978.
Þetta er til mikils hagræðis fyrir ís-
lenska lækna og gefur tilefni til bjartsýni
um leiðréttingu á öðrum vandkvæðum
framhaldsnámsins.
Stjórn L.í. hefur haft samband við stjórn
F.U.L, og fulltrúa 6. árs læknanema, sem
hafa komið á framfæri upplýsingum til
væntanlegra prófmanma. Allmargir hafa
tilkynnt þátttöku í enskuprófi því („E.C.
F.M.G.-English Test“) sem er nauðsynleg-
ur undanfari V.Q.E. og verður haldið í
Reykjavík 5. apríl 1978.
Rétt er að benda á að í bréfi Dr. Caster-
line er gefið í skyn að framhald V.Q.-próf-
unar í Reykjavík geti oltið á því hversu
mikil þátttaka verði í prófinu í september
næstkomandi. Það er því full ástæða til að
hvetja menn til þátttöku. Til athugunar
er nú hvort stjórn F.U.L. geti með full-
tingi L.í. eða fræðslunefndar læknafélag-
anna veitt einhverja aðstoð við hópvinnu
prófmanna til undirbúnings prófinu í
haust.
Upplýsingabæklingar um enskuprófið og
um V.Q.E. ásamt umsóknareyðublöðum
fást í skrifstofu læknafélaganna og eru
einnig fáanlegir frá umboðsmanni E.C.F.
M.G. á íslandi Mr. Robert T. Boulter,
Fulbright stofnuninni Neshaga 16 Reykja-
vík. — T.Á.J.