Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ
3
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag Islands* og LR
Læknafclag Reykjavikur "
65. ARG. — MARZ 1979
ALDRAÐIR SJÚKIR OG STOFNANIR
Á ráðstefnu læknaráðs sjúkrahúsanna
þriggja í Reykjavík um heilbrigðisþjónustu
fyrir aldraða á íslandi, sem haldin var s.l.
vor, vakti fátt meiri athygli en þær mót-
sagnakenndu staðhæfingar, að mikill skortur
ríkti nú á sjúkrarýmum fyrir aldraða, en jafn-
framt stæðu íslendingar mjög vel að vígi •
samanburði við nágrannaþjóðirnar. í könnun
sem Jón Gunnlaugsson læknir gerði á meðal
heimilislækna í Reykjavík, kom fram að um
450—470 aldraðir sjúkir vistuðust í heima-
húsum á Reykjavíkursvæðinu. Margir þeirra
njóta aðstoðar borgaryfirvalda í heimahúsum,
en reikna mætti með því að um 40% þeirra
þyrftu hjálpar við á stofnunum. Þótt heimilis-
læknar teldu að aðgangur að bráðaþjónustu-
deildum sjúkrahúsanna væri góður, þyrfti að
opna bráðaþjónustu fyrir aldraða sjúka við
langlegudeildir og auka nú þegar rými á
langdvalarstofnunum um a.m.k. 70 sjúkrarúm
til að bæta úr brýnustu þörfinni.
í hringborðsumræðum ráðstefnunnar bar
landlæknir, Ólafur Ólafsson, saman tölur um
rúmafjölda á elliheimilum (með hjúkrunar-
rýmum) á norðurlöndum. Reyndist rúma-
fjöldinn á íslandi um 4 sinnum meiri en í
Noregi, helmingi meiri en í Svíþjóð og 20—
25% meiri en í Finnlandi og Danmörku.
Hvað veldur þessum mikla mismun? Eru
íslendingar verr á sig komnir heilsufarslega
eða félagslega en nágrannaþjóðirnar? Eru ís-
lendingar svona stofnanasinnaðir eða kunna
þeir illa að stjórna og skipuleggja? Eflaust
liggja til þessa margar ástæður. Landlæknir
gat um, að það væri fjárhagslegur ábati í því
fólginn að koma öldruðum á elliheimili, en
þessu væri hinsvegar öfugt farið t.d. í Nor-
egi. íslendingar hafa einnig sérstöðu hvað
varðar innlagnir á sínar stofnanir. Vistunar-
mat er að mestu í höndum einkaaðila, tvær
stærstu stofnanirnar, Sjómannadagsráð og
Grund, ráða yfir 65% vistrýma fyrir aldraða
í landinu og þar með talin 72% af hjúkrunar-
rýmum (tölur frá 1. jan. 1978). Hjúkrunar-
rými eru greidd með daggjöldum frá hinu
opinbera og vistþeginn fær stærstan hluta
ellilífeyris síns greiddan í eigin vasa, þegar
hann flokkast sem hjúkrunarsjúklingur. Það
er því bæði ábati fyrir vistþega og viðkom-
andi stofnun að hafa sem flest hjúkrunar-
rými. Hins vegar hafa daggjöldin um langt
skeið verið það lág, að stofnanirnar hafa ekki
getað veitt fullkomna endurhæfingar- og
læknisþjónustu. Sjúkraþjónusta við þann
aldraða á stofnuninni hefur því verið minni
en gerist á öðrum sjúkrastofnunum landsins.
í mörgum tilvikum hlýtur hinn aldraði ófull-
komnari þjónustu en aðrir þegnar landsins.
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum ár-
um veitt 7,5% af útsvarstekjum sínum til
byggingamála aldraðra. Aukning á starfsemi
féiagsmálaþjónustu Reykjavíkurborgar hefur
cinnig orðið mikil lyftistöng fyrir aðstöðu
aldraðra í borginni, en aldraðir sjúkir hafa
að öðru leyti setið hjá. í lögum um heil-
brigðisþjónustu landsins er ríkinu gert skylt
að reiða fram 85% af stofnkostnaði við
sjúkrahúsþjónustu, en bæjar- og sveitarfélög-
um aðeins um 15%. Bæjarfélagið hefur því
ekki bolmagn til að ráðast í sjúkrahúsbygg-
ingar án aðstoðar ríkisins, og framkvæmdir
á því sviði dregist afturúr. Úthlutanir vist-
rýma á stofnunum borgarinnar fyrir aldraða
hafa auk þess verið handahófslegar og ekki
stuðst við heilbrigðisþarfir einstaklinganna
sjálfra. Langtímamarkmið virðast einnig mið-
ast við að félap.sleg, persónuleg og pólitísk
sjónarmið verði sett áfram á oddinn við út-
hlutun þessara vistrýma. Augljóst er því, að
þær orsakir, sem hindra eðlilega framþróun
heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða á íslandi eru
fjölþættar.
Meðal nágrannaþjóða okkar má telja að
skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða sé
markvissara og víðtækara en gerist á íslandi.
Það markmið hefur orðið ofan á að styðja
við hinn aldraða, sem lengst í heimahúsum
með fyrirbyggjandi aðgerðum og víðtækri