Læknablaðið - 01.03.1979, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ
7
við kransæðasjúkdóma, þá eru þó vissar lík-
ur til, að um beint eða óbeint orsakasamband
sé að ræða.
Meðan frekari vitneskja liggur ekki fyrir
um orsakir æðakölkunar, verður að snúast
gegn framangreindum áhættuþáttum með
það í huga að koma í veg fyrir þá eða ráða
bót á þeim. Þetta er ekki nýr boðskapur, en
virðist vera eina færa leiðin eins og sakir
standa í baráttunni við kransæðasjúkdóma,
því að þótt lækningar, svo sem skurðaðgerð-
ir á kransæðum eða lyfjameðferð með sífellt
virkari lyfjum sé góða gjalda verð, þá leysir
það lítinn hluta vandans. Stefna verður að
verndandi (fyrirbyggjandi) aðgerðum.
Reykingar:
Það hefur þegar sýnt sig, að slíkar aðgerð-
ir bera árangur og eru framkvæmanlegar að
vissu marki. Hóprannsóknir í Bandaríkjunum
og víðar hafa sýnt, að hjá þeim, sem hætta
að reykja, lækkar dánartíðni af völdum krans-
æðasjúkdóma. Má því binda miklar vonir við
verulegan árangur í baráttunni við kransæða-
sjúkdóma með því, að reykingar verði tak-
markaðar eða aflagðar.
Háþrýstingur:
Meðferð á háþrýstingi verður sífellt árang-
ursríkari með tilkomu áhrifameiri og fjöl-
breyttari lyfja. Svo virðist, að í kjölfar nýrra
uppgötvana á eðli og orsökum háþrýstings
megi í náinni framtíð vænta meiriháttar
framfara í meðferð sjúkdómsins. Vitað er, að
meðhöndlun háþrýstings dregur stórlega úr
hættunni á hei lablóðfal I i, hjartabilun og
nýrnabilun. Nýlega hafa birst tölur um, að
meðferðin dragi einnig úr tíðni kransæða-
sjúkdóma eftir að |3-receptorablokkar komu
til sögunnar við meðferð háþrýstings, svo að
vænta má nokkurs árangurs í framtíðinni
einnig á sviði kransæðasjúkdóma með fram-
förum í meðferð háþrýstings.
Hyperkólesterolemia:
Ferilrannsóknir, vefjarannsóknir, faralds-
fræðilegar rannsóknir og dýratilraunir hafa á
undanförnum ártugum bent eindregið til
þess, að um orsakasamband sé að ræða milli
kólesterólmagns í blóði og kransæðasjúk-
dóma. Það virðist vera afar langsótt að ætla,
að eingöngu sé um tilviljanakennt samband
að ræða. Þannig sýna bandarískar tölur að
mönnum með serum kólesteról 260 mg% er
tvöfalt hættara við að fá kransæðasjúkdóma
en þeim, sem hafa serum kólesteról 210
mg%. Raunar ætti það ekki að vera undrun-
arefni, að eftir því sem meira magn af
kólesteróli berst með blóðstraumnum, þeim
mun hættara sé við, að það setjist í æða-
veggina, enda hefur verið sýnt fram á, að
megnið af kólesteróli í „kölkuðum" slagæð-
um (atheroma) er komið frá blóði, en hefur
ekki myndast á staðnum.
Á allra síðustu árum hefur verið lýst ár-
angri við að eyða atheroma í æðaveggjum
með því að draga úr kólesterólmagni í blóði,
ýmist með breyttu mataræði eða lyfjum.
Vísindamenn hafa og lagt áherslu á, að til
þess að ná árangri á þessu sviði þurfi að
koma í veg fyrir offitu í blóði strax hjá ein-
staklingum á unga aldri, fyrst og fremst með
mataræði sem stuðlar að lágri blóðfitu.
Ég tel líklegt, að í framtíðinni verði tekið
tillit til þessa í mataræði fslendinga, svo
sem gert er hjá ýmsum vestrænum þjóðum
nú þegar, fremur en að láta skeika að sköp-
uðu í þessu efni.
Bandaríkjamenn virðast hafa náð umtals-
verðum árangri við að draga úr dauðsföllum
af völdum kransæðasjúkdóma, en dauðsföll-
um fór að fækka eftir 1968. Árið 1975 hafði
dánartíðni lækkað um 19—35%. Það sam-
svarar 86.300 færri dauðsföllum af völdum
sjúkdómsins 1975, en búast hefði mátt við,
ef dánartíðni frá 1968 hefði haldist óbreytt.
Á sama tímabili höfðu vindlingareykingar
minnkað um 25%. Fjöldi þeirra sem voru
meðhöndlaðir við háþrýstingi hafði þrefald-
ast, eða vel það og 45% af fólki taldi sig
hafa breytt mataræði sínu í heilsubótarskyni.
Neysla mettaðrar fitu og kólesteróls minnk-
aði og neysla á fjölómettaðri fitu jókst stór-
lega. Hóprannsóknir gerðar á árunum 1967—
1973 sýndu lægri meðaltalsgildi kólesteróls
í blóði manna en við fyrri hóprannsóknir
(1958).
Tilraunir til að draga úr áhættuþáttum fyrir
kransæðasjúkdóma í héraðinu Norður-Karelia
í Finnlandi, sem hófust 1972 virðast hafa
borið nokkurn árangur. Á þremur árum dró úr
öllum helstu áhættuþáttum, og dánartíðni af
völdum kransæðasjúkdóma hefur stórlækkað
frá því að tilraunir þessar hófust. Þessi ár-
angur í Bandaríkjunum og Finnlandi bendir
ákveðið til að það sé ómaksins vert að herja