Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 17

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 við kransæðasjúkdóma, þá eru þó vissar lík- ur til, að um beint eða óbeint orsakasamband sé að ræða. Meðan frekari vitneskja liggur ekki fyrir um orsakir æðakölkunar, verður að snúast gegn framangreindum áhættuþáttum með það í huga að koma í veg fyrir þá eða ráða bót á þeim. Þetta er ekki nýr boðskapur, en virðist vera eina færa leiðin eins og sakir standa í baráttunni við kransæðasjúkdóma, því að þótt lækningar, svo sem skurðaðgerð- ir á kransæðum eða lyfjameðferð með sífellt virkari lyfjum sé góða gjalda verð, þá leysir það lítinn hluta vandans. Stefna verður að verndandi (fyrirbyggjandi) aðgerðum. Reykingar: Það hefur þegar sýnt sig, að slíkar aðgerð- ir bera árangur og eru framkvæmanlegar að vissu marki. Hóprannsóknir í Bandaríkjunum og víðar hafa sýnt, að hjá þeim, sem hætta að reykja, lækkar dánartíðni af völdum krans- æðasjúkdóma. Má því binda miklar vonir við verulegan árangur í baráttunni við kransæða- sjúkdóma með því, að reykingar verði tak- markaðar eða aflagðar. Háþrýstingur: Meðferð á háþrýstingi verður sífellt árang- ursríkari með tilkomu áhrifameiri og fjöl- breyttari lyfja. Svo virðist, að í kjölfar nýrra uppgötvana á eðli og orsökum háþrýstings megi í náinni framtíð vænta meiriháttar framfara í meðferð sjúkdómsins. Vitað er, að meðhöndlun háþrýstings dregur stórlega úr hættunni á hei lablóðfal I i, hjartabilun og nýrnabilun. Nýlega hafa birst tölur um, að meðferðin dragi einnig úr tíðni kransæða- sjúkdóma eftir að |3-receptorablokkar komu til sögunnar við meðferð háþrýstings, svo að vænta má nokkurs árangurs í framtíðinni einnig á sviði kransæðasjúkdóma með fram- förum í meðferð háþrýstings. Hyperkólesterolemia: Ferilrannsóknir, vefjarannsóknir, faralds- fræðilegar rannsóknir og dýratilraunir hafa á undanförnum ártugum bent eindregið til þess, að um orsakasamband sé að ræða milli kólesterólmagns í blóði og kransæðasjúk- dóma. Það virðist vera afar langsótt að ætla, að eingöngu sé um tilviljanakennt samband að ræða. Þannig sýna bandarískar tölur að mönnum með serum kólesteról 260 mg% er tvöfalt hættara við að fá kransæðasjúkdóma en þeim, sem hafa serum kólesteról 210 mg%. Raunar ætti það ekki að vera undrun- arefni, að eftir því sem meira magn af kólesteróli berst með blóðstraumnum, þeim mun hættara sé við, að það setjist í æða- veggina, enda hefur verið sýnt fram á, að megnið af kólesteróli í „kölkuðum" slagæð- um (atheroma) er komið frá blóði, en hefur ekki myndast á staðnum. Á allra síðustu árum hefur verið lýst ár- angri við að eyða atheroma í æðaveggjum með því að draga úr kólesterólmagni í blóði, ýmist með breyttu mataræði eða lyfjum. Vísindamenn hafa og lagt áherslu á, að til þess að ná árangri á þessu sviði þurfi að koma í veg fyrir offitu í blóði strax hjá ein- staklingum á unga aldri, fyrst og fremst með mataræði sem stuðlar að lágri blóðfitu. Ég tel líklegt, að í framtíðinni verði tekið tillit til þessa í mataræði fslendinga, svo sem gert er hjá ýmsum vestrænum þjóðum nú þegar, fremur en að láta skeika að sköp- uðu í þessu efni. Bandaríkjamenn virðast hafa náð umtals- verðum árangri við að draga úr dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma, en dauðsföll- um fór að fækka eftir 1968. Árið 1975 hafði dánartíðni lækkað um 19—35%. Það sam- svarar 86.300 færri dauðsföllum af völdum sjúkdómsins 1975, en búast hefði mátt við, ef dánartíðni frá 1968 hefði haldist óbreytt. Á sama tímabili höfðu vindlingareykingar minnkað um 25%. Fjöldi þeirra sem voru meðhöndlaðir við háþrýstingi hafði þrefald- ast, eða vel það og 45% af fólki taldi sig hafa breytt mataræði sínu í heilsubótarskyni. Neysla mettaðrar fitu og kólesteróls minnk- aði og neysla á fjölómettaðri fitu jókst stór- lega. Hóprannsóknir gerðar á árunum 1967— 1973 sýndu lægri meðaltalsgildi kólesteróls í blóði manna en við fyrri hóprannsóknir (1958). Tilraunir til að draga úr áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdóma í héraðinu Norður-Karelia í Finnlandi, sem hófust 1972 virðast hafa borið nokkurn árangur. Á þremur árum dró úr öllum helstu áhættuþáttum, og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur stórlækkað frá því að tilraunir þessar hófust. Þessi ár- angur í Bandaríkjunum og Finnlandi bendir ákveðið til að það sé ómaksins vert að herja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.