Læknablaðið - 01.03.1979, Side 28
14
LÆKNABLAÐIÐ
kvörðunartími var stystur hjá þeim er
hlutu drep í framvegg hjartans við septum
interventriculare, (miðgildi 0.35 klst.), og
hliðlægt í þindarvegg (miðgildi 0.30 klst.).
Blóðþrýstingsfall og hjartadá í legu voru
tengd stuttri töf, miðgildi 0.25 klst., en
hjartsláttartruflanir, hjartabilun og aðrir
fylgikvillar (oftast lungnabólga) höfðu
lítil áhrif (1.10, 1,20, 1.25 klst.).
Þeir, sem dóu, höfðu skemmri umþótt-
unartíma en hinir, og var miðgildi þeirra
0.25 klst. (p<0.01).
Læknistöf
Hundrað og tveir sjúklingar leituðu
læknis, svo að vitað væri. Á slysadeild
komu beint 68 sjúklingar (ekki -var vitað
um heildartöf tveggja þeirra). Skýrar upp-
lýsingar vantaði um innlagningarleið 106
sjúklinga á sjúkrahúsið. Oftast virðast
sjúklingar hafa haft samband símleiðis við
heimilislækni eða sjúkrahúslækni og inn-
lögn ákveðin án læknisskoðunar. Miðgildi
læknistafarinnar reyndist 35 mínútur, en
alls voru læknar í 23% tilvika lengur en 2
klukkustundir að ákveða innlögn sjúklings
og stundum miklu lengur (mynd 4). Orsök
langrar læknistafar var yfirleitt röng
greining í fyrstu, tíðast vegna óljósra sjúk-
dómseinkenna. Þurfti oft að kalla lækni til
aftur, sem þá ákvað innlögn, enda höfðu
einkenni þá alla jafna breyst, og orðið
dæmigerðari verri. Heildartími þeirra, sem
leituðu beint á slysadeild var mun styttri
en hinna, sem leituðu læknis (mynd 4,
miðgildi 50 mínútur á móti 4 klukkustund-
um, p<0.02) og dánartala mun hærri
(20.4% á móti 13.7%, X2 = 6.27, p<0.02).
Hafa þeir því ljóslega verið mun veikari,
er leituðu beint til slysadeildar.
Áhrif læknistafar kunna að vera all-
mikil. í 70 tilvikum var læknir innan við
60 mínútur að taka ákvörðun og miðgildi
heildartafar þeirra var 3 klukkustundir og
10 mínútur. Miðgildi hinna 32 var 16 tím-
ar.
MINUTES AFTER MEDICAL HELP
WAS SOUGHT
---O--- SIMON 1972 - MEDIAN 0,35 HOURS
--X---- CITY HOSPI TAL-ME DIAN 0,35 HOURS
(present study)
Figure 4A: Doctors' delay expressed as a cumu-
lative percentage of patients visited at given
time after medical help was sought. By com-
parison, Simon et al (1972J. The median time
was identical in both studies, 35 minutes.
----O---CASUALTY- MEDIAN 0.50 HOURS
----X---DOCTOR - MEDIAN 4,00 HOURS
Figure 4B: Total delay according to whetlier
tlie patients came directly to casualty or first
sought tlie help of doctors outside the liospital.
Table III: Resuscitation.
Died Survived Total
<24 hrs 1—7 days 8—21 days >22 days
6 4 5 1 14 30 (9.1% of whole group)