Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 38

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 38
22 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ FÉLAGI UNGRA LÆKNA 10-reglan í kjarasamningi sjúkrahúslækna má lesa eftirfarandi: „9. grein, 2. mgr. 10-reglan. Hafi aðstoðarlæknir á bundinni vakt eigi náð 6 klst. svefntíma eftir kl. 24.00, skal hann taka sér hvíld án frádráttar á föstum launum í a.m.k. 6 klst. frá kl. 10.00 næsta dag, enda er honum með öllu óheimilt að vinna þennan tíma.“ Á aðalfundi F.U.L. þ. 4. nóv. 1978 var samþykkt ályktun, þar sem unglæknar eru hvattir til að framfylgja þessari reglu. Það er ekki að ófyrirsynju, að aðalfund- ur F.U.L. skuli neyðast til að samþykkja slíka yfirlýsingu og það á nær hverjum aðalfundi. Þessi regla er nefnilega marg- brotin af unglæknum og þetta samnings- brot er oft stutt með beinum eða óbeinum hætti af yfirmönnum viðkomandi deilda. Á sumum sjúkrahúsum er vaktafyrir- komulag þannig, að unglæknum er nær algjörlega fyrirmunað að framfylgja þessu ákvæði kjarasamningsins. Það er mikilvægt, að við og yfirmenn okkar átti sig á því, að það hefur tekið langa baráttu að fá þetta ákvæði inn í samningana og neg'la það niður eins skýrt og nú er skv. áðurrituðu. Almenn yfir- vinna okkar er oft á bilinu 80—110 klst. á mánuði á mörgum vinnustaða okkar, en getur farið upp í ævintýralegar tölur á sumum eða 200—250 klst. á mánuði. Það sér hver maður, að slik yfirvinna er ekki bjóðandi nokkrum manni. Það er ábyrgðar- hluti að láta þreytta og illa sofna lækna vera að meðhöndla ef til vill illa veikt fólk, þar sem þarf að taka skjótar ákvarð- anir. Rökhugsun okkar slævist og sjúk- lingar okkar fá engan veginn þá þjónustu, sem þeir eiga kröfu á og við getum veitt hvíldir. í rauninni er svona ástand ógnun við heilsu okkar og sjúklinga okkar. Hollendingar hafa ákvæði um yfirvinnu unglækna, sem væri vert að íhuga. Þar segir víst í samningum þarlendra, að fari yfirvinna unglækna yfir 56V2 klst. á mán- uði, sé það ábending um, að fjölga þurfi unglæknastöðum á viðkomandi sjúkrahúsi. Ennfremur munu Svíar hafa svipað á- kvæði í sínum samningum. Það væri verðugt verkefni fyrir okkur að berjast fyrir því, að yfirvinnu unglækna sé ekki þörf í þeim mæli, sem nú er. 90 tíma reglan á Landspítalanum er þó ekki dæmi um það, hvernig á að fara að því að minnka yfirvinnuna. Slíkt gerist ekki nema með samvinnu allra viðkomandi aðila og til slíks samstarfs eru unglæknar reiðu- búnir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.