Læknablaðið - 01.03.1979, Page 38
22
LÆKNABLAÐIÐ
FRÁ FÉLAGI UNGRA LÆKNA
10-reglan
í kjarasamningi sjúkrahúslækna má lesa
eftirfarandi: „9. grein, 2. mgr. 10-reglan.
Hafi aðstoðarlæknir á bundinni vakt eigi
náð 6 klst. svefntíma eftir kl. 24.00, skal
hann taka sér hvíld án frádráttar á föstum
launum í a.m.k. 6 klst. frá kl. 10.00 næsta
dag, enda er honum með öllu óheimilt að
vinna þennan tíma.“
Á aðalfundi F.U.L. þ. 4. nóv. 1978 var
samþykkt ályktun, þar sem unglæknar eru
hvattir til að framfylgja þessari reglu.
Það er ekki að ófyrirsynju, að aðalfund-
ur F.U.L. skuli neyðast til að samþykkja
slíka yfirlýsingu og það á nær hverjum
aðalfundi. Þessi regla er nefnilega marg-
brotin af unglæknum og þetta samnings-
brot er oft stutt með beinum eða óbeinum
hætti af yfirmönnum viðkomandi deilda.
Á sumum sjúkrahúsum er vaktafyrir-
komulag þannig, að unglæknum er nær
algjörlega fyrirmunað að framfylgja þessu
ákvæði kjarasamningsins.
Það er mikilvægt, að við og yfirmenn
okkar átti sig á því, að það hefur tekið
langa baráttu að fá þetta ákvæði inn í
samningana og neg'la það niður eins skýrt
og nú er skv. áðurrituðu. Almenn yfir-
vinna okkar er oft á bilinu 80—110 klst. á
mánuði á mörgum vinnustaða okkar, en
getur farið upp í ævintýralegar tölur á
sumum eða 200—250 klst. á mánuði. Það
sér hver maður, að slik yfirvinna er ekki
bjóðandi nokkrum manni. Það er ábyrgðar-
hluti að láta þreytta og illa sofna lækna
vera að meðhöndla ef til vill illa veikt
fólk, þar sem þarf að taka skjótar ákvarð-
anir. Rökhugsun okkar slævist og sjúk-
lingar okkar fá engan veginn þá þjónustu,
sem þeir eiga kröfu á og við getum veitt
hvíldir. í rauninni er svona ástand ógnun
við heilsu okkar og sjúklinga okkar.
Hollendingar hafa ákvæði um yfirvinnu
unglækna, sem væri vert að íhuga. Þar
segir víst í samningum þarlendra, að fari
yfirvinna unglækna yfir 56V2 klst. á mán-
uði, sé það ábending um, að fjölga þurfi
unglæknastöðum á viðkomandi sjúkrahúsi.
Ennfremur munu Svíar hafa svipað á-
kvæði í sínum samningum.
Það væri verðugt verkefni fyrir okkur
að berjast fyrir því, að yfirvinnu unglækna
sé ekki þörf í þeim mæli, sem nú er. 90
tíma reglan á Landspítalanum er þó ekki
dæmi um það, hvernig á að fara að því að
minnka yfirvinnuna. Slíkt gerist ekki nema
með samvinnu allra viðkomandi aðila og
til slíks samstarfs eru unglæknar reiðu-
búnir.