Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 39

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 23 Halla Þorbjörnsdóttir* MECKELS-GÚLL (DIVERTICULUM MECKELIÍ) Á BARNASPÍTALA HRINGSINS Á ÁRUNUM 1957— 1976. INNGANGUR Tilefni þessarar samantektar var, að í janúar 1972 var lagður inn á Barnaspítala Hringsins 10 vikna, bandarískur drengur, sem reyndist hafa fistula omphalo-enterica. Það er opinn gangur frá nafla og inn í görn. Þetta er eitt afbrigðið af Meckels-gúl, og það þeirra, sem síst fer framhjá mönn- um. Það kom í ljós, að þetta var í fyrsta skifti, sem þessi sköpunargalli fannst á Rannsóknarstofu Háskólans. Eitt tilfelli hafði áður verið skráð þar, en það reyndist vera omphalo-enteric band, þ.e. strengur frá nafla og í görn, sem er jafnvel ennþá sjaldgæfara. Þar eð áðurnefndur drengur var útlendingur, er galli þessi enn ófund- inn meðal íslendinga, svo höfundi sé kunn- ugt. Þeir sjúklingar eru taldir saman, sem hafa fengið sjúkdómsgreininguna diverti- culum Meckelii-„Meckels-gúll“ á Barna- spítala Hringsins frá því hann tók til starfa árið 1957 og til ársloka 1976. Tilfellunum er skipað í sjúkdómaflokka með það fyrir augum að athuga, hvort sjúkdómar í Meckels-gúll hjá börnum haga sér svipað hér á landi og annars staðar. TÍÐNI Eftir flestum heimildum er sköpunar- galli þessi nokkuð algengur, finnst hjá 2—3% lifandi fæddra, og er þar með al- gengasti meðfæddi galli á meltingarveg- inum, tuttugu sinnum algengari en klofin vör og gómur.3 Söderlund15 segir Rosen- feld hafa fundið 4,5% við nákvæma skoðun á neðsta hluta dausgarnar við 264 botn- langaskurði. Langoftast veldur þessi galli ekki sjúk- dómseinkennum, en í 15—25% tilfellanna veldur hann alvarlegum sjúkdómum, sem þarfnast skurðaðgerðar. Athyglisvert er, að þótt gallinn sé álíka algengur hjá konum og körlum, þá eru sjúkdómar af völdum hans mun algengari hjá körlum. Dánartíðni er í flestum uppgjörum 5— 10%. Hjá Aitken þó 20,5% árið 1952.1 SKILGREININ G Meckels-gúll er viss tegund þarmaaf- kima, sem aldrei er nema einn í hverjum einstaklingi. Hann gengur, í langflestum tilfellum, út frá antimesenteriölu hlið garn- arinnar á neðri hluta smáþarmanna. Vegg- urinn er byggður úr sömu vefjalögum og þarmurinn í kring, en gúllinn hefur sjálf- stætt æðakerfi. Slímhúðin að innan er af dausgarnargerð (ileal-), en aðskotavefur kemur fyrir (sjá síðar). Oft er nafnið Meckels-gúll notað um alla þá sköpunargalla, sem eru leifar af ductus omphaloentericus, en í þrengri merkingu nær það þó aðeins til einnar tegundar gúl- anna, þeirrar, sem jafnframt er algengust, þ.e. útbungunar eða gúls út úr þarminum og lausum í endann. Helztu afbrigðin má sjá á mynd I. SAGA Fyrsta skráða lýsingin á því, sem síðar hlaut nafnið diverticulum Meckeli, mun hafa verið rituð af Hildanus árið 1598.° Síðar var fyrirbærinu lýst af Lavater 1672 cg þeim Littré, Mery og Ruysch um 1700.15 Þeir töldu þennan gúl standa í sambandi við kviðslit. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ljóst varð, af hvaða toga hann var spunn- inn. Johann Friederich Meckel, prófessor , líffærafræði i Halle í Þýskalandi,10 færði sönnur á uppruna og eðli þessarar tegund- ar gúla í ritgerðum, sem birtust á árunum 1808—1820. Upp frá því var fyrirbærið þekkt undir nafninu diverticulum Meckelii eða Meckel’s diverticulum. Höfundur hefur kosið að kalla það Meckels-gúl. Um það og öll þess afbrigði hafa verið skrifaðar fjöl- margar greinar. * Barnaspítala Hringsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.