Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ
31
Sverrir Bergmann, Bjarni Hannesson
MÆNUTAGLSHELTI
Það var árið 1858 að Charcot lýsti fyrst-
ur manna nægjanlega sjúkdómsmyndinni
„intermittent claudication". Þessi fyrsta
lýsing átti við það ástand, þegar sárir
krampakenndir samdrættir koma í vöðva
vegna ónógs súrefnis af völdum blóð-
streymishindrana. Með því að hugtakið
„intermittent claudication“ þýðir hinsveg-
ar aðeins tímabundið helti, hefur það einn-
ig verið notað, þar sem sjúkdómsmyndina
má rekja til starfrænna truflana í tauga-
kerfi. Þar er orsaka fyrir þessari sjúk-
dómsmynd að leita í mænu eða mænutagli
og er því talað um „intermittent claudi-
cation of the spinal cord“ annars vegar og
„intermittent claudication of the cauda
equina“ hinsvegar. Hið fyrmefnda er sjald-
gæft,1 2 15 en hinu síðarnefnda hefur verið
lýst af fjölmörgum höfundum.3 5 o i s o 13 ís
Ein orsök „intermittent claudication“ frá
taugaveg eru þrengsli í mænugangi
(stenosis canalis spinalis) og þau oftast í
lendahluta hans (stenosis canalis lumbal-
is).1 2 6 6 13 p>essi þrengsli geta verið með-
fædd, en eru miklu oftar áunnin vegna
þykknunar í beinum, liðflötum og band-
vef.3 8 15 Öll kölkun (spondylosis) í hrygg-
súlu sem og brjósklos milli hryggjarliða
auka verulega á þessi þrengsli. í öllum til-
vikum eru kvartanir sjúklinga svo miklar,
að þær eru í engu samræmi við þau fáu
einkenni, sem finnast við skoðun í hvíld.
Svo augljóst sem það má vera, að bæði
brjósklos eða kölkunarbreytingar valdi
mun meiri einkennum í þröngum mænu-
gangi en eðlilegum, þá staðfesta athuganir
okkar það, sem aðrir höfundar hafa sýnt
fram á, að hinn þröngi mænugangur einn
sér veldur einkennum, sem hafa á sér sér-
stakan blæ og eru réttilega nefnd „inter-
mittent claudication“.
„Intermittent claudication“ af taugatoga
Frá taugasjúkdómadeild Landspítalans og
taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans.
stafar af því, að hinn þröngi mænugangur
getur annað hvort valdið beinum þrýstingi
á taugavefinn eða hindrað eðlilegt blóð-
streymi og þar með næringu hans.3 4 a 1B
Eftir því hvorri orsökinni er til að dreifa
er sjúklingum skipt í tvo hópa. Annars
vegar er sá — og hann stærri — þar sem
einkenni koma fram við réttingu (extensio)
hryggjarins. Þetta mætti nefna stöðu-hóp-
inn (postural — hér eftir nefnt P-hópur).
Hinsvegar er svo minni hópurinn, þar sem
einkennin koma einvörðungu fram við
gang. Hjá þessum hópi virðist eingöngu
um blóðrásartruflun og þar með næringar-
skort til taugavefs að ræða, mundi því
kallast næringarskortshópur (iscemisk —
hér eftir nefnt I-hópur). Sameiginlegt ein-
kenni hjá báðum hópum er „intermittent
claudication"; það er að einkenni fara vax-
andi við gang, en lagast við hvíld, alveg í
I-hópnum og verulega hjá P-hópnum, en í
honum síðan algjörlega við breytingu á
stöðu hryggjarins.
Þessi sjúkdómsmynd, þ.e. „intermittent
claudication“ af taugatoga er verulega frá-
brugðin þeim, er fram koma vegna þrýst-
ings t.d. frá æxlum eða brjóski á mænu
eða mænutagl. Hún er einnig frábrugðin
alþekktum rótarþrýstingseinkennum vegna
t.d. brjósklos eða æxlis í eðlilega víðum
mænugangi. Þessi sjúkdómsmynd verð-
skuldar því sérstaka umræðu og áríðandi
er að hafa hana í huga, þegar „intermittent
claudication" verður ekki skýrð sem af-
leiðing af blóðstreymistruflun.
Athuganir okkar leiddu í ljós, að fram til
ársins 1971 hefur emginn sjúklingur fengið
á sig þessa sjúkdómsgreiningu hér. Frá ár-
inu 1971 höfðum við hinsvegar fundið sjö
sjúklinga, sem uppfylla nægjanlega mörg
skilyrði til þess að falla undir hana. Sex
þeirra, þ.e. fimm karlar og ein kona höfðu
mænutaglshelti, þar af voru þrír í P-hópi
og þrír í I-hópi. Einn sjúklinganna hafði