Læknablaðið - 01.03.1979, Page 60
36
LÆKNABLAÐIÐ
frá mænutagli má rekja til þess, að mænu-
gangurinn á lendasvæði, ríkjandi milli L
III—LV, er of þröngur. Eðlilegt þvermál
(A-P mæling) gangsins er 22—23 mm. á
þessum stöðum og þrengingin þarf að vera
umtalsverð, a.m.k. til þess að hún ein nái
að valda einkennum.5 6 7 Talið er að gang-
ur, sem er víðari en 15 mm valdi ekki
„intermittent claudication" frá mænutagli.
Hinsvegar er rökrétt að álykta, að þeir
sem hafa vídd mænugangsins á þessu svæði
15—22 mm fái tiltölulega meiri einkenni
en aðrir af fyrirferðaraukningu innan
gangsins eins og vegna brjósklos og æxlis,
en tæplega mundi það taka á sig nema að
litlu leyti sjúkdómsmyndina „intermittent
olaudication“ auk þess sem ætla mætti að
slík einkenni mundu lagast betur við hefð-
bundnar skurðaðgerðir þ.e.a.s. takmarkaða
laminectomiu en á við þegar gangurinn er
þrengri en 15 mm. Á sama hátt virðist í
okkar athugun að til þess að þröngur
mænugangur einn saman valdi „intermit-
tent claudication“ þurfi hann að vera kom-
inn í 12 mm eða neðar í þvermál, þar sem
aftur þeir sjúklingar sem höfðu mænu-
gang að þvermáli 12—15 mm hafa hugsan-
lega fengið einkenni sín þá fyrst, er viðbót-
araukning varð á fyrirferð innan mænu-
gangsins vegna brjósklos. Þó hurfu ekki
einkenni eins þessa sjúklinga við hefð-
bundnar brjósklosaðgerðir og þá raunar
fyrst, er gerð var alger laminectomia
beggja vegna, þar sem þrengslin voru mest.
Hans mænugangur mældist 13 mm.
Eins og fyrr er fram komið, er sjúkling-
um með „intermittent claudication" frá
mænutagli, skipt í tvo hópa. Annars vegar
er svonefndur P-hópur, þar sem einkenni
koma fram strax við réttingu hryggjarins,
versna við gang, lagast þegar honum lýk-
ur, en hverfa ekki algjörlega nema breytt
sé um stöðu. Gott dæmi um þetta er einn
sjúklingur okkar, sem ekki þolir að synda
bringusund, en líður vel í baksundi. Þessi
sjúklingahópur er talinn stærri, þó ekki
sé svo í okkar athugun, þar sem báðir hóp-
ar eru jafnir. Hinir sjúklinganna fá sín
einkenni eingöngu við gang og þau hverfa
er honum lýkur. Hér er talið vera um
hreint næringarskortsfyrirbrigði til tauga-
vefs að ræða. — Þennan hóp höfum við
jiefnt I-hópinn, 1— Þar sem aftur í hinum
fyrrnefnda er stöðubreytingin ein nægjan-
leg, enda þótt næringarskortsþáttur bætist
vafalaust við.15 Athuganir liggja fyrir á
þeim lögmálum, sem eru til grundvallar
þessu hvoru tveggja og skýrir þá starfrænu
truflun sem verður í taugavef og leiðir af
sér „intermittent claudication“ og verður
hér á eftir um þau fjallað.3 5 13 15
„Intermittent claudication“ frá mænu-
tagli verður í sjúklingum í P-hópi rakin til
þess eins, að eðlileg útbungun á liðþófum
í uppréttri stöðu, er nægjanleg til þess að
valda beinum þrýstingi á rætur mænutagls
í þröngum mænugangi.15 í eðlilegum víðum
mænugangi kemur þessi útbungun ekki að
sök og veldur ein sér engum einkennum.
Sjúklingar í þessum hópi fá því einkenni
sín strax í uppréttri stöðu og enn frekar ef
þeir rétta meira úr hryggnum. Við gang ger-
ist síðan tvennt: Taugaræturnar í mænu-
tagli þenjast út lítillega og eins er um rótar
æðarnar. Þetta hefur í för með sér aukinn
þrýsting frá brjóski á taugavefinn, því rúm
er þegar takmarkað. Það kemur því fljótt
nægjanlegur þrýstingur til að valda skyn-
truflunum sem taldar eru koma fram þeg-
ar 20—30% af skynbrautum ná ekki að
starfa.1011 14 Nokkur einkenna koma því
fram hér vegna næringarskorts eins og
gerist í I-hópnum. Því er það svo, að ein-
kenni lagast nokkuð hjá þessum sjúklingum
í P-hópi, þegar gangi lýkur, en hverfa ekki
fyrr en breytt er um stöðu á þann veg, að
dregið er úr réttingu hryggjarins.
Sjúklingar í I-hópi fá einkenni af næring-
artruflun einni saman, Það eitt að rétta úr
hryggnum framkallar því ekki einkenni.
Þau koma eingöngu við gang og lagast við
hvíld. Æðar til mænutagls eru allar enda-
æðar og næra hver sína einstöku rót.12
Mjög lítið er um samtengingar við æðar
mænu. Veruleg þrenging á mænugangi
getur þrýst svo að þessum æðum, að þær
hafi ekki möguleika til að flytja það við-
bótarblóðmagn, sem nauðsynlegt er sam-
fara gangi, en sýnt hefur verið fram á
nauðsyn þess fyrir taugarætur.3 4 Hinsveg-
ar er einnig líklegt, að þessar æðar þrútni
út fjarlægt við þann stað, þar sem að þeim
þrengir, auk þess sem taugaræturnar sjálf-
ar iþrútna lítilsháttar og þetta hvoru
tveggja hefur í för með sér þrýstingsáhrif á
taugavefinn eins og lýst er í P-hópi. Eins