Læknablaðið - 01.03.1979, Side 76
42
LÆKNABLAÐIÐ
og sérstaklega tekið fram með hvaða hætti
stjórnunarþættir 2. kafla fyrri laga tóku
gildi.
Við endurskoðun laganna var ekki hreyft
við gildandi ákvæðum um yfirstjórn heil-
brigðismála, en gert ráð fyrir því að sú
skipting, sem ákveðin var með lögum nr.
56 frá 1973 héldist áfram, þ.e.a.s. að ekki
yrði gerð krafa um sérmenntun ráðuneyt-
isstjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis og embæetti landlæknis héldist svo
sem nú er. Hins vegar var gerð tillaga um
það í endurskoðunarnefnd, að ákveðin yrði
með lögum lágmarksdeildaskipting ráðu-
neytis eftir verkefnum, en þær tillögur
komu aldrei til kasta Alþingis.
2. kafli laganna heitir nú: Um læknis-
héruð og heilbrigðismálaráð og er ger-
breyttur frá fyrri lögum. í gildandj lögum
er gert ráð fyrir að landið skiptist í lækn-
ishéruð í samræmi við kjördæmi og var
hér fylgt því fordæmi, sem verið hafði með
skiptingu landsins í fræðsluumdæmi. Lögin
gera ráð fyrir að ráðherra skipi einn af
starfandi heilsugæslulæknum héraðsins
sem héraðslækni til fjögurra ára í senn (í
Reykjavík borgarlækni). Lögin gera því
ekki ráð fyrir því, að sérstakur embættis-
læknir sé héraðslæknir, svo sem áður var,
heldur er í lögunum sameinað starf heilsu-
gæslulæknis og héraðslæknis. Ástæðan fyr-
ir því, að þessi leið var valin, er að sjálf-
sögðu sú, að enn er ekki á því mikill skiln-
ingur að í héruð þurfi læknisfræðilega
stjórnun sérmenntaðra manna og er því
gert ráð fyrir því að að meginhluta verði
læknisfræðileg stjórnun aukastarf heilsu-
gæslulækna, svo sem var áður um héraðs-
lækna.
Meginstarf héraðslækna á að vera for-
mennska 1 heilbrigðismálaráði, sem starfa
skal í hverju héraði. Heilbrigðismálaráð
eru þannig skipuð, að sem fyrr segir, er
héraðslæknir formaður ráðsins, en sveitar-
stjórnir héraðanna kjósa aðra ráðsmenn að
loknum hverjum sveitarstjórnarkosning-
um. Þeir skulu kosnir úr hópi fulltrúa í
stjórnum heilsugæslustöðva eða sjúkrahúsa
og skal hver stofnun jafnan eiga einn full-
trúa í heilbrigðismálaráði héraðsins. Sér-
reglur gilda í Reykjavík þar sem borgar-
stjórn kýs sjö fulltrúa óbundinni kosningu,
en stjómir heilbrigðisstofnana ríkisins og
einkaaðila tilnefna fulltrúa frá hverri
stofnun.
Verkefni þessara heilbrigðismálaráða
eru:
1. Stjórn heilbrigðismála í héraði í um-
boði heilbrigðisráðuneytis, landlæknis
og sveitarstjórna.
2. Gerð tillagna og áætlana um fram-
gang og forgang verkefna á sviði heil-
brigðismála í héraði.
3. Skipulagning á starfi heilbrigðisstofn-
ana í héraði og rekstri í þeim mæli,
sem sveitarstjórnir verða ásáttar um.
í þeim tillögum, sem lagðar voru fyrir
Alþingi, var einnig gert ráð fyrir því, að
heilbrigðismálaráð hefðu yfirumsjón með
skýrslugerðum í héraði og að það mætti
fela þeim umsjón á sviði heilbrigðiseftir-
lits, en hvort tveggja þetta var fellt niður í
meðferð Alþingis.
Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglu-
gerð um starfsháttu heilbrigðismálaráða,
að fengnum tillögum landlæknis og hefur
sú reglugerð þegar verið sett.
Mjög lítilfjörleg ákvæði eru í lögunum
um störf héraðslæknis að öðru leyti en því,
að hann sé formaður heilbrigðismálaráðs,
því þar segir aðeins í 8. gr. laganna: „Hér-
aðslæknir er sérstakur ráðunautur heil-
brigðisstjórnar um hvað eina, er við kemur
heilbrigðismálum héraðsins“ og síðan er
gert ráð fyrir að ráðherra setji héraðs-
læknum erindisbréf, að fengnum tillögum
landlæknis. Þetta erindisbréf hefur ekki
verið sett. Gert er ráð fyrir að kostnaður
annar en launa- og ferðakostnaður vegna
starfa heilbrigðismálaráða greiðist úr ríkis-
sjóði og að kostnaður heilsugæslulækna
vegna héraðslæknisstarfa greiðist úr ríkis-
sjóði.
Af því sem hér hefur verið sagt sést, að
í stað þess að skipa sérstaka héraðslækna,
sem væru embættislæknar eingöngu eða
nær eingöngu og hefðu yfirumsjón heil-
brigðismála í héraði, er farin sú leið að fela
heilbrigðismálaráðum ákveðin verkefni,
undir formennsku eins heilsugæslulækn-
anna. Héraðslæknar hafa verið skipaðir í
öll héruð, nema Vestfjarðahérað og heil-
brigðismálaráðuneytið og landlæknir hafa
þegar gert ráðstafanir til að koma á sam-
starfi við þessa aðila, því í framtíðinni