Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 76

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 76
42 LÆKNABLAÐIÐ og sérstaklega tekið fram með hvaða hætti stjórnunarþættir 2. kafla fyrri laga tóku gildi. Við endurskoðun laganna var ekki hreyft við gildandi ákvæðum um yfirstjórn heil- brigðismála, en gert ráð fyrir því að sú skipting, sem ákveðin var með lögum nr. 56 frá 1973 héldist áfram, þ.e.a.s. að ekki yrði gerð krafa um sérmenntun ráðuneyt- isstjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis og embæetti landlæknis héldist svo sem nú er. Hins vegar var gerð tillaga um það í endurskoðunarnefnd, að ákveðin yrði með lögum lágmarksdeildaskipting ráðu- neytis eftir verkefnum, en þær tillögur komu aldrei til kasta Alþingis. 2. kafli laganna heitir nú: Um læknis- héruð og heilbrigðismálaráð og er ger- breyttur frá fyrri lögum. í gildandj lögum er gert ráð fyrir að landið skiptist í lækn- ishéruð í samræmi við kjördæmi og var hér fylgt því fordæmi, sem verið hafði með skiptingu landsins í fræðsluumdæmi. Lögin gera ráð fyrir að ráðherra skipi einn af starfandi heilsugæslulæknum héraðsins sem héraðslækni til fjögurra ára í senn (í Reykjavík borgarlækni). Lögin gera því ekki ráð fyrir því, að sérstakur embættis- læknir sé héraðslæknir, svo sem áður var, heldur er í lögunum sameinað starf heilsu- gæslulæknis og héraðslæknis. Ástæðan fyr- ir því, að þessi leið var valin, er að sjálf- sögðu sú, að enn er ekki á því mikill skiln- ingur að í héruð þurfi læknisfræðilega stjórnun sérmenntaðra manna og er því gert ráð fyrir því að að meginhluta verði læknisfræðileg stjórnun aukastarf heilsu- gæslulækna, svo sem var áður um héraðs- lækna. Meginstarf héraðslækna á að vera for- mennska 1 heilbrigðismálaráði, sem starfa skal í hverju héraði. Heilbrigðismálaráð eru þannig skipuð, að sem fyrr segir, er héraðslæknir formaður ráðsins, en sveitar- stjórnir héraðanna kjósa aðra ráðsmenn að loknum hverjum sveitarstjórnarkosning- um. Þeir skulu kosnir úr hópi fulltrúa í stjórnum heilsugæslustöðva eða sjúkrahúsa og skal hver stofnun jafnan eiga einn full- trúa í heilbrigðismálaráði héraðsins. Sér- reglur gilda í Reykjavík þar sem borgar- stjórn kýs sjö fulltrúa óbundinni kosningu, en stjómir heilbrigðisstofnana ríkisins og einkaaðila tilnefna fulltrúa frá hverri stofnun. Verkefni þessara heilbrigðismálaráða eru: 1. Stjórn heilbrigðismála í héraði í um- boði heilbrigðisráðuneytis, landlæknis og sveitarstjórna. 2. Gerð tillagna og áætlana um fram- gang og forgang verkefna á sviði heil- brigðismála í héraði. 3. Skipulagning á starfi heilbrigðisstofn- ana í héraði og rekstri í þeim mæli, sem sveitarstjórnir verða ásáttar um. í þeim tillögum, sem lagðar voru fyrir Alþingi, var einnig gert ráð fyrir því, að heilbrigðismálaráð hefðu yfirumsjón með skýrslugerðum í héraði og að það mætti fela þeim umsjón á sviði heilbrigðiseftir- lits, en hvort tveggja þetta var fellt niður í meðferð Alþingis. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglu- gerð um starfsháttu heilbrigðismálaráða, að fengnum tillögum landlæknis og hefur sú reglugerð þegar verið sett. Mjög lítilfjörleg ákvæði eru í lögunum um störf héraðslæknis að öðru leyti en því, að hann sé formaður heilbrigðismálaráðs, því þar segir aðeins í 8. gr. laganna: „Hér- aðslæknir er sérstakur ráðunautur heil- brigðisstjórnar um hvað eina, er við kemur heilbrigðismálum héraðsins“ og síðan er gert ráð fyrir að ráðherra setji héraðs- læknum erindisbréf, að fengnum tillögum landlæknis. Þetta erindisbréf hefur ekki verið sett. Gert er ráð fyrir að kostnaður annar en launa- og ferðakostnaður vegna starfa heilbrigðismálaráða greiðist úr ríkis- sjóði og að kostnaður heilsugæslulækna vegna héraðslæknisstarfa greiðist úr ríkis- sjóði. Af því sem hér hefur verið sagt sést, að í stað þess að skipa sérstaka héraðslækna, sem væru embættislæknar eingöngu eða nær eingöngu og hefðu yfirumsjón heil- brigðismála í héraði, er farin sú leið að fela heilbrigðismálaráðum ákveðin verkefni, undir formennsku eins heilsugæslulækn- anna. Héraðslæknar hafa verið skipaðir í öll héruð, nema Vestfjarðahérað og heil- brigðismálaráðuneytið og landlæknir hafa þegar gert ráðstafanir til að koma á sam- starfi við þessa aðila, því í framtíðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.