Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 77

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 43 verða þeir vafalaust aðaltengiliður heil- brigðisstjórnarinnar í Reykjavík út í lækn- ishéruðin. Tíminn á eftir að leiða í ljós, hvernig þróun þessara mála verður, hvort unnt verður með þessu móti að ná þeirri stjórnun heilbrigðismála í héruðum, sem æskileg er, en við það hljóta að vera bundnar miklar vonir. í kafla laganna um heilsugæslu er sú breyting merkust, að nú er gert ráð fyrir heilsugæslustöðvum með þrennu móti, þ.e.a.s. stöð H 2, þar sem tveir læknar hið minnsta starfa ásamt öðru starfsliði, stöð H 1, þar sem starfar einn læknir ásamt öðru starfsliði og stöð H, þar sem starfar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir og læknir hefur móttöku sjúklinga reglubund- ið. í fyrri lögum höfðu þeir staðir, sem nú hafa hlotið nafnið heilsugæslustöð H ekki sérstakt nafn og þótti eðlilegt að koma þeim inn í kerfi heilsugæslustöðvanna, þar sem reynslan hefur sýnt að á þessum stöð- um er unnið mjög veigamikið og nauðsvn- legt heilsugæslustarf. Að öðru leyti eru breytingar á kafla lag- anna um heilsugæslu einungis til samræm- ingar við það, sem varð að vera vegna breyttra ákvæða laga um læknishéruð og var tekið það ráð að fella öll umdæmi und- ir umdæmi læknishéraðanna, en hafa síðan undantekningarákvæði um þá staði, sem augljóslega þurftu að fá þjónustu frá stöðv- um utan læknishéraðanna. Þá má geta þess að af þeirri reynslu, sem fengist hefur um rekstur heilsugæslu- stöðva, voru gerðar nokkrar breytingar á þátttöku ríkis og sveitarfélaga í rekstur- kostnaði heilsugæslustöðva. Áður var gert ráð fyrir því að ríkið tæki eingöngu þátt i reksturskostnaði með því að greiða laun ákveðinna starfsmanna (lækna, hjúkrun- arfræðinga, ljósmæðra), en í hinum nýju lögum er gert ráð fyrir því að viðhalds- og endurnýjunarkostnaður fasteigna og tækja greiðist að jöfnu af ríkissjóði og sveitar- félögum og þá er einnig gert ráð fyrir því að ráðherra setji gjaldskrá um greiðslu sjúkrasamlaga fyrir rannsóknir og meðferð veitta á heilsugæslustöð, aðra en læknis- hjálp. Það er nú unnið að gerð þessarar gjaldskrár í sérstaki'i nefnd, sem ráðherra hefur skipað og má gera ráð fyrir því að gjaldskrá verði tilbúin í ársbyrjun 1979. f kafla laganna um sjúkrahús eru ekki gerðar breytingar á flokkun sjúkrahúsa og það ákvæði stendur enn í lögunum, að í hverju læknishéraði skuli vera a.m.k. eitt sjúkrahús, sem talist getur deildarsjúkra- hús, þ.e.a.s. sjúkrahús, sem veitir sérhæfða meðferð í helstu greinum lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði og geðsjúkdómafræði og hefur aðgang að stoðdeildum til að rækja það starf, svo sem röntgendeild, svæfinga- deild, rannsóknadeild og endurhæfinga- deild. Hér er um að ræða ákvæði, sem mjög var um deilt, þegar lögin voru sett, en engar umræður urðu um breytingar á þessu ákvæði laganna við meðferð þess á A.lþingi vorið 1978. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrri ákvæðum um stjórnendur sjúkrahúsa, bæði hvað snertir yfirlækna, hjúkrunar- forstjóra og stjómir sjúkrahúsanna. í þessu sambandi má sérstaklega minna á ákvæði um stjórnunarþátt hjúkrunarfræðinga, en um það voru ekki jafn glögg ákvæði í fyrri lögum. Þá er gert ráð fyrir því að sjúkra- hússtjórnir skuli gera þróunar- og rekstr- aráætlanir fyrir sjúkrahús og einstakar skipulagsheildir þeirra og eigi slík áætlana- gerð að ná a.m.k. fjögur ár fram í tímann, en vera í árlegri endurskoðun og unnin í nánu samstarfi við forstöðumenn deilda og hjúkrunarstjóra sérdeilda sjúkrahúsanna. Þessar áætlanir á að senda til heilbrigðis- málaráða héraðsins til samþykktar og síð- an til ráðuneytis til staðfestingar. f framhaldi af þessari áætlanagerð er svo gert ráð fyrir að ráðuneytið sjái um gerð áætlunar um byggingu heilbrigðis- stofnana og eru ákvæði um þau atriði lítil- lega breytt frá fyrri lögum. f því yfirliti, sem hér hefur verið gefið, hefur að sjálfsögðu ekki verið hægt að rekja allar breytingar, sem gerðar voru á lögunum, heldur hefur verið stiklað á því stærsta og gerð grein fyrir því að lögin eru nú í gildi sem heild. Segja má að ekki sé pólitískur ágreining- ur um lög um heilbrigðisþjónustu. Sá ágreiningur, sem augljós var við endur- skoðun laganna á síðastliðnu vori, var á- greiningur um staðarval heilsugæslustöðva úti um landið og í hve miklum mæli ætti að hverfa frá fyrri ákvörðunum um til- færslu lækna og stofnun heilsugæslustöðva
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.