Læknablaðið - 01.03.1979, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ
43
verða þeir vafalaust aðaltengiliður heil-
brigðisstjórnarinnar í Reykjavík út í lækn-
ishéruðin. Tíminn á eftir að leiða í ljós,
hvernig þróun þessara mála verður, hvort
unnt verður með þessu móti að ná þeirri
stjórnun heilbrigðismála í héruðum, sem
æskileg er, en við það hljóta að vera
bundnar miklar vonir.
í kafla laganna um heilsugæslu er sú
breyting merkust, að nú er gert ráð fyrir
heilsugæslustöðvum með þrennu móti,
þ.e.a.s. stöð H 2, þar sem tveir læknar hið
minnsta starfa ásamt öðru starfsliði, stöð
H 1, þar sem starfar einn læknir ásamt
öðru starfsliði og stöð H, þar sem starfar
hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir og
læknir hefur móttöku sjúklinga reglubund-
ið. í fyrri lögum höfðu þeir staðir, sem nú
hafa hlotið nafnið heilsugæslustöð H ekki
sérstakt nafn og þótti eðlilegt að koma
þeim inn í kerfi heilsugæslustöðvanna, þar
sem reynslan hefur sýnt að á þessum stöð-
um er unnið mjög veigamikið og nauðsvn-
legt heilsugæslustarf.
Að öðru leyti eru breytingar á kafla lag-
anna um heilsugæslu einungis til samræm-
ingar við það, sem varð að vera vegna
breyttra ákvæða laga um læknishéruð og
var tekið það ráð að fella öll umdæmi und-
ir umdæmi læknishéraðanna, en hafa síðan
undantekningarákvæði um þá staði, sem
augljóslega þurftu að fá þjónustu frá stöðv-
um utan læknishéraðanna.
Þá má geta þess að af þeirri reynslu, sem
fengist hefur um rekstur heilsugæslu-
stöðva, voru gerðar nokkrar breytingar á
þátttöku ríkis og sveitarfélaga í rekstur-
kostnaði heilsugæslustöðva. Áður var gert
ráð fyrir því að ríkið tæki eingöngu þátt i
reksturskostnaði með því að greiða laun
ákveðinna starfsmanna (lækna, hjúkrun-
arfræðinga, ljósmæðra), en í hinum nýju
lögum er gert ráð fyrir því að viðhalds- og
endurnýjunarkostnaður fasteigna og tækja
greiðist að jöfnu af ríkissjóði og sveitar-
félögum og þá er einnig gert ráð fyrir því
að ráðherra setji gjaldskrá um greiðslu
sjúkrasamlaga fyrir rannsóknir og meðferð
veitta á heilsugæslustöð, aðra en læknis-
hjálp. Það er nú unnið að gerð þessarar
gjaldskrár í sérstaki'i nefnd, sem ráðherra
hefur skipað og má gera ráð fyrir því að
gjaldskrá verði tilbúin í ársbyrjun 1979.
f kafla laganna um sjúkrahús eru ekki
gerðar breytingar á flokkun sjúkrahúsa
og það ákvæði stendur enn í lögunum, að í
hverju læknishéraði skuli vera a.m.k. eitt
sjúkrahús, sem talist getur deildarsjúkra-
hús, þ.e.a.s. sjúkrahús, sem veitir sérhæfða
meðferð í helstu greinum lyflæknisfræði,
skurðlæknisfræði og geðsjúkdómafræði og
hefur aðgang að stoðdeildum til að rækja
það starf, svo sem röntgendeild, svæfinga-
deild, rannsóknadeild og endurhæfinga-
deild. Hér er um að ræða ákvæði, sem
mjög var um deilt, þegar lögin voru sett,
en engar umræður urðu um breytingar á
þessu ákvæði laganna við meðferð þess á
A.lþingi vorið 1978.
Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrri
ákvæðum um stjórnendur sjúkrahúsa,
bæði hvað snertir yfirlækna, hjúkrunar-
forstjóra og stjómir sjúkrahúsanna. í þessu
sambandi má sérstaklega minna á ákvæði
um stjórnunarþátt hjúkrunarfræðinga, en
um það voru ekki jafn glögg ákvæði í fyrri
lögum. Þá er gert ráð fyrir því að sjúkra-
hússtjórnir skuli gera þróunar- og rekstr-
aráætlanir fyrir sjúkrahús og einstakar
skipulagsheildir þeirra og eigi slík áætlana-
gerð að ná a.m.k. fjögur ár fram í tímann,
en vera í árlegri endurskoðun og unnin í
nánu samstarfi við forstöðumenn deilda og
hjúkrunarstjóra sérdeilda sjúkrahúsanna.
Þessar áætlanir á að senda til heilbrigðis-
málaráða héraðsins til samþykktar og síð-
an til ráðuneytis til staðfestingar.
f framhaldi af þessari áætlanagerð er
svo gert ráð fyrir að ráðuneytið sjái um
gerð áætlunar um byggingu heilbrigðis-
stofnana og eru ákvæði um þau atriði lítil-
lega breytt frá fyrri lögum.
f því yfirliti, sem hér hefur verið gefið,
hefur að sjálfsögðu ekki verið hægt að
rekja allar breytingar, sem gerðar voru á
lögunum, heldur hefur verið stiklað á því
stærsta og gerð grein fyrir því að lögin eru
nú í gildi sem heild.
Segja má að ekki sé pólitískur ágreining-
ur um lög um heilbrigðisþjónustu. Sá
ágreiningur, sem augljós var við endur-
skoðun laganna á síðastliðnu vori, var á-
greiningur um staðarval heilsugæslustöðva
úti um landið og í hve miklum mæli ætti
að hverfa frá fyrri ákvörðunum um til-
færslu lækna og stofnun heilsugæslustöðva