Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 90

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 90
52 LÆKNABLAÐIÐ RÁÐSTEFNA UM KRANSÆÐASJÚKDÓMA Á ÍSLANDIV ÁGRIP AF ERINDUM Ásgeir Jónsson: Brjóstverkir og hjartalínuritsbreytingar meðal miðaldra íslenskra karlmanna Rannsóknin nær til 2203 karlmanna, sem fæddir eru 1907—1934 og mættu i fyrsta áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar 1968 og þess hluta þeirra, sem kom til endurrannsóknar 1971 (alls 1860) og 1974—1976 (1975) (alls 1792). Hjartakveisa (angina pectoris) var greind eftir svörum þátttakenda við spurn- ingalista og/eða eftir mati læknis með hlið- sjón af hjartalínuritsbreytingum i hvíld eða við áreynslu. Algengi (prevalence) hjarta- kveisu 1968 var 5.5%, 1971 5.9% og 1975 5.6%. Algengið fór vaxandi með aldri, 2.6—2.9% þátttakenda, sem fæddir eru 1934 gáfu grun um hjartakveisu, en 19.8—23.2% þeirra, sem fæddir eru 1907. Af þeim hópi, sem hafði hjartakveisu 1968 voru 30% enn með hjarta- kveisu 1971 og 22% 1975. Af þátttakendum, sem mættu til skoðunar 1968 og aftur 1971 og 1975 höfðu 13.3% hjartakveisu í a.m.k. einni skoðun á tímabilinu 1968—1975 (period pre- valence). Kannað var algengi hjartalinurits- breytinga; 0.7—2.0% þátttakenda 1968 höfðu breytingar, sem bentu til þess, að Þeir hefðu fengið kransæðastiflu og önnur 4.2% höfðu línuritsbreytingar, sem bentu til kransæða- sjúkdóms án kransæðastíflu. Líkur á að miðaldra karlar með grun um kransæðasjúkdóm (hjartakveisu og/eða hjartalínuritsbreytingar) fái kransæðastíflu (fyrsta sinni) innan 7—8 ára virðast þrefald- ar miðað við þann hóp, sem ekki er talinn hafa kransæðasjúkdóm. GiiÖmundur Sigurösson: Brjóstverkir í starfi heimilis- og héraðs- læknis Kannaðar voru eftirtaldar heimildir um brjóstverki og kransæðasjúkdóma meðal íbúa á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Egils- stöðum. (Ibúafjöldi 01.12.1977 2.673). 1. Skrá um samskipti íbúa og lækna stöðvær- innar á árinu 1977. 2. Dagbók sjúkrahússins á Egilsstöðum 1977. 3. Dánarvottorð 1977. * Haldin á vegum Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar og lyfjadeilda Borgarspítalans, Landakotsspítala og Landspítala í Domus Medica, laugardaginn 28. október, 1978. Skrá um samskipti. Samskipti íbúa og lækna 1977 voru alls 10.760, að meðaltali 4 pr. íbúa. Þau voru flokkuð í: símtöi 16.1%, komu á stofu 63.9%, vitjanir 4.4% og annað 15.6%. Við hver samskipti voru skráð auk annars, eftirfarandi 3 atriði: Tilefni sjúklings, greining læknis og úrlausnir. Samskipti vegna brjóstverkja (tilefni sjúk- lings sjálfs verkur einhvers staðar í brjóst- kassa eða brjóstholi) voru 145 eða 1.3% af öllum samskiptum, en algengari hjá körlum (2.4%) en konum (0.5%). Hjá körlum var brjóstverkur mjög algengt tilefni vitjunar eða 35% allra vitjana. Við talningu á einstaklingum, sem leituðu læknis vegna brjóstverkja kom í ljós að þeir voru 54 alls, en leituðu sumir mjög oft læknis. T.d. var farið oftar en 65 sinnum í vitjun til eins karlmanns vegna brjóstverkjar. Algengustu sjúkdómsgreiningar voru sam- kvæmt ICD flokkum. Hjá körlum: Blóðrás 69%, symptom 13%, vöðvakerfi 6%, öndunar- færi 5.2%. Hjá konum: Symptom 31%, vöðva- kerfi 21%, blóðrás 17%, geð 14%. Algengustu úrlausnir voru: Lyfjagjöf 147 ordinationir. EKG 18x. Innlögn í sjúkrahús llx. Samskipti vegna kransæðasjúkdóma (Grein- ing læknis ICD 410, 411, 412 eða 413) voru alls 277 eða 2.6% af öllum samskiptum, hjá körlum 4.7% og hjá konum 0.9%. Algengustu tilefni samskipta hjá körlum þar sem greining var kransæðasjúkdómur voru: Brjóstverkir 35%, endurnýja lyf 27%, eftirlit 14%. Innlagnir í sjúkrahús Á árinu 1977 voru alls 102 innlagðir á sjúkrahús úr íbúahópnum. 14 innlagnir, 13.7%, voru vegna kransæða- sjúkdóma, allar á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. 9 karlar voru lagðir inn og 1 kona og reynd- ust 4 karlar hafa kransæðastiflu. [Um innlagn- ir beint í önnur sjúkrahús vegna kransæða- sjúkdóma var ekki að ræða, en 4 sjúklingar af þessum 14 voru síðar lagðir inn á Land- spítala í framhaldi af vist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum]. Dauösföll Á árinu 1977 létust 18 karlar og 6 konur úr íbúahópnum. Af þeim dóu 2 karlar og 2 konur úr kransæðasjúkdómi. [Úr öðrum hjarta og æðasjúkdómum dóu 3 karlar og 1 kona, af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.